Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1940, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1940, Blaðsíða 8
ÆSKAN -i . rfs rh ■ í—M t—1- -ft- r—n 0 Æ. IJL W & n -p I 1 n m z * t 2~ zr i -: • r 9 0 ufm “ 4- m 0 é é : t— u r I • " é . d. é 9 : f [” . 7| i U L .7T7 D T . 0 Þ J 2 r U Við haf - ið eg sat fram á sæv - ar-bergs stall °g sá út í drung - ann þ ar brim-ald-an J :5 -v : J í * : ■ 4 J-—(—-=1 —— : J ^ -f* /'TN Ih s 41 - - H— Q • S 5 - 1 é b ■ # ' þ -: ■ * r\é—n- é -* m~ P_. 0 Þ 1 4 stríð - a við strönd - in - a svall, og stund - i svo þung - an, Og stund - i svo þung - an. Islenskir tónlistarmenn. Eftir Pál Halldórsson. 3. Jónas Helgason. Einn hinn merkasti brautryðjandi tónlistarinnar hér á landi var Jónas Helgason. Hann var um langt skeið forystumaður í söngmálefnum höfuðstaðarins, og hafði mikil og viðtæk áhrif með kennslu sinni, söngstjórn og bókaútgáfu. Jónas Helgason er fæddur í Reykjavik 28. febrúar 1839. Foreldrar lians voru Helgi Jónsson, trésmiður og bæjarfulltrúi, ættaður úr Þingeyjarsýslu, og Guð- rún Jónsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. Jónas hóf ungur járnsmíðanám hjá Teiti, járnsmið og dýralækni, Finnbogasyni. Teitur liafði bú í Skild- ingnesi, stundaði Jónas þar heyskap á sumrin, en reri á vetrum, eins og þá var siður. Þess á milli vann hann að járnsmíðinni og fékk sveinsbréf 1856. Fór liann þá að slunda járnsmiði upp á eigin spýtur. Snemma liafði Jónas yndi af söng, enda hafði liann óvanalega góða söngrödd og umfangsmikla. Er frá þvi sagt, að liann liafi stundum stokkið frá vinnu til að syngja við greftranir, óheðinn og fyrir enga borg- un. Svo mikið yndi hafði hann af þvi að syngja. Jónas lærði ungur að leika á fiðlu og seinna á harmoníum. Komst hann því í kynni við unga Reyk- vikinga, sem höfðu áhuga fyrir sönglist. Stofnuðu þeir 1862 söngfélag, sem nefnt var „IJarpa“. Jónas varð stjórnandi þess og kennari. Harpa starfaði lengi og vel undir stjórn Jónasar. Um slceið var hún eína söngfélagið í Reykjavík og því aðalþátturinn í söng- lifi höfuðstaðarins. Var hún óspör á að láta til sín heyra. „Harpa“ sá um sönginn á þjóðhátíðinni 1874 og þótti takast vel. Helgi tónskáld, bróðir Jónasar, var lengst af formaður „Hörpu.“ Árið 1775 sigldi Jónas til Kaupmannahafnar til tónlistarnáms. Aðal-umsjón með námi hans liöfðu frægustu tónskáld Dana, Gade og Hartmann. Fengu þeir mætur á Jónasi og útveguðu honum kennara úr hópi hinna færustu tónlistarmanna Dana, en hann stundaði námið af hinni mestu elju. Sagt er, að hon- 68 Jónas Helgason. um liafi boðist slaða í Danmörku, en hann hafi held- ur kosið að starfa í þágu ættjarðar sinnar. Þegar liann kom heim úr utanförinni varð liann kennari við kvennaskólann og barnaskólann. Nokkr- um árum síðar gerðist hann einnig kennari við skóla Seltirninga í Mýrarhúsum. Með aldrinum varð Jónas mjög feitlaginn. Til þess að geta stundað kennsluna á Nesinu, fékk hann sér þá hest og rcið þangað fram- eftir tvisvar i viku. — Til þess var tekið, iive .Tónasi varð vel ágengt við að kenna börnum og unglingum. IJann kenndi að syngja eftir nótum og lagði rika áherslu á hljóðfallið. Notaði hann jafnan fiðlu við kennsluna. Árið 1901 hafði .Tónas verið 25 ár kenn- ari við barnasltóla Reykjavíkur. Við uppsögn skól- ans það ár ávarpaði skólastjórinn, Morten Hansen, liann með ræðu, en börnin færðu lionum gjafir. Þegar Pétur Guðjolmsen féll frá, varð Jónas organ- leikari við dómkirkjuna. Nokkrum árum seinna veitti Alþingi honum 1000 kr. árslaun fyrir að kenna ókeypis organleikaraefnum. Þegar hann féll frá, liöfðu því nær allir organleikarar á landinu notið kennslu hans. — öll þau störf, sem nú hafa verið talin hafði Jónas á hendi til dánardægurs.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.