Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 3

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 3
Islenzkir tönlistarmenn. ZdZ»„ V=\=l- wmm mmm Hinmæt-a morg-un-stund-in, hún minn-ir fyrst á þig, sem vær-an veitt - ir blund-inn og vörö hélzt kringum mig. Hvað er eg, guð minn,þess,að þérsvo þóknast enn að líkna mér. 2: Bjarni Pálsson. Bergur Sturlaugsson hét maöur. Hann var fædd- ur 1682. Hann bjó í Brattsholli og var lireppstjóri í Stokkseyrarhreppi og forsöngvari i Stokkseyrar- kirkju. Bergur í Braltsholli ,var talinn mikill söng- maður. Hann átti tólf hörn, og hefir orðið mjög kynsæll. Hefir sönghneigðin verið kynfylgja meðal niðja hans og ntargir þeirra söngmenn góðir. Má þar einkum nefna syni Páls hreppstjóra Jóns- sonar á Syðra-Seli. Elzlur þeirra var Bjarni Páls- son. Hann var fæddur 18. júní 1857. Ólst hann upp í Götu og var kenndur við þann hæ. Bjarni Pálsson var óvenjulega góðum liæfileik- um gæddur. Hann varð forgöngumaður í ýmis konar félagsmálum á Stokkseyri. Hann stofnaði hindindisfélag, samdi og æfði sjónleiki, varð kennari við barnaskóla Stokkseyrar. Hann lærði á eigin spýtur frönsku, svo að hann gat lesið og ritað það mál. Skrifaðist liann á við málsmetandi menn i Þýzkalandi og Frakklandi um áhugamál síu, einkum sönglistina. Hann lærði ungur að leika á harmonium og náði svo mikilli leikni í því, að hann mun á þeirri tíð liafa verið talinn fremsti organleikari á landinu. Þegar orgel kom í Stokks- eyrarkirkju 1876, varð hann þar organleikari. Bjarna Pálssyni er svo lýst, að hann liafi verið ör í lund og livergi látið lilut sinn; hann var skyn- samur maður og gætti þess jafnan að láta ekki ör- lyndi sitt slíta vináttu við þá, sem hann hafði fest vináttu við, enda var hann sáttfús og jnesta góð- menni. Hann var fríður sýnum, meðalmaður á liæð, nokkuð þrekinn, dökkliærður og augun gáfu- leg og góðleg; göngulag iians liafði verið óvenju- lega fallegt og fjörlegt. Bjarni Pálsson drukknaði í Þorlákshöfn 24. febrúar 1887 ásamt föður sínum og fjórum ung- um og efnilegum mönnum. Þegar þess er gælt, live ungur Bjarni Pálsson var, er liann féll frá, aðeins 29 ára gamall, en hafði þá reynzt svo mikill liæfileikamaður og athafna- samur, má telja víst, að hann liefði orðið einn af okkar merkustu tónlistarmönnum, hefði honum orðið lengra lífs auðið. Eftir lát Bjarna tók Jón bróðir lians við organ- leikarastarfinu á Stolckseyri, en af honum tók við ísólfur lieitinn, og af honuih Gísli bróðir þeirra, sem enn Jhefir það á liendi. Meðal harna Bjarna Pálssonar er Friðrik organ- leikari og tónskáld í Hafnarfirði. -Í-4r-—-4--I-- Einn fagr-an morgun vors það var eg vatt mér upp í lilíð, og sá í blið - u sól-skins þar, livað sveit var orðin frið. Í2: Björn Kristjánsson. Björn Kristjánsson var einn af nafnkenndustu mönnum landsins á sinni tíð. Hann er fæddur að Hreiðurhorg í Árnessýslu 26. febr. 1858. Hann ólzt upp í Grímsnesinu, fór í vinnumennsku, var þá við sjóróðra í Þorlákshöfn og var sjóveikur í hverj- um róðri, en fisknasti maður var liann á bátn- um. Sextán ára gamall fer liann úr vinnumennsk- unni, af því að liann hafði hvorki almennilegt viðurværi né fötin utan á sig. Staðnæmdist hann þá á Seltjarnarnesi. Lærði hann skóaraiðn og 63

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.