Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1946, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1946, Blaðsíða 4
ÆSKAN Framhaldssaga. Spæjarar. Eftir Gunnar Niland. „Rétt er það,“ anzaði lögregluforinginn. „Þessir snáðar, hverjir sem þeir eru, hafa auðsjáanlega fengið pata af einhverju og ákveðið að leika lög- regluþjóna." Lögregluforinginn varð allt í einu alvarlegur á svip. „Athugið, hvort borizt hefur nokkur tilkynn- ing um þessa drengi,“ sagði hann. Lögregluþjónninn kinkaði kolli og fór út. Að vörmu spori kom hann aftur og afhenti húsbónda sínum vélritaða skýi-slu, sem borizt hafði frá lög- regluvarðstöð einni. Hann las þessa þurru og fá- orðu skýrslu, og Hult stóð á bak við hann og renndi augum yfir hana jafnharðan. Hún var á þessa leið: „Klukkan 12.55, 22. desember, barst tilkynning um, að tólf ára drengur, Karl Fridolf Svensson, til heimilis á Bjarkargötu 7, hefði horfið að heiman og ekki spurzt til hans síðan. Samtímis var tilkynnt, að enn fremur hefði annar tólf ára piltur horfið, Eysteinn Hólm, til lieimilis að Bjarkagötu 12. Hinn fyrrtaldi var þannig búinn, er hann fór að lieiman, að hann var i gráum regnfrakka, með skólahúfu á höfði og hafði brúna skó á fótum. hestana, er talin V/z stundar gangur og engar girð- ingar við að styðjast á leiðinni. Einu sinni í vetur þurfti ég að fara frá fénu til næsta bæjar og sagði Rex að reka það hfeim. Hann var mjög á tveim áttum fyrst, en fór svo með það heim einn. Þetta köllum við skynlausar skepnur, en það virðist nú oft eitthvað annað. Ef hér eru ekki vits- munir að verki, þá veit ég ekki, hvað „vit“ er. Ein af vísindagreinum nútímans er sálarfræði manna. Mundi ekki vera tímabært að fara að at- huga sál dýranna og það samband, sem þar kynni að vera á milli. Dýrin eiga að vera félagar okkar og við að vera góð við þau. Það er öruggur prófsteinn á innræti hvers manns, hvernig hann umgengst dýrin. Þau eru algerlega varnarlaus og háð okkur, og einmitt þess vegna eigum við alltaf að vera góð við þau. 46 Hann var lágur vexti en þrekinn, bláeygur, söðul- nefjaður og hefur óskemmdar tennur. Hinn síðarnefndi var í bláum regnfrakka, tog- sokkum og brúnum slcóm og hafði bláa vettlinga með rauðri fit, merkta E. H. Hann er liár eftir aldri, bláeygur, liárið afturlcembt, nefið beint og tennurn- ar heilar. Drengirnir voru saman, er þeir sáust síðast.“ „Hefurðu lesið Morgunblaðið?“ Fransson lögregluforingi leit upp til félaga síns og fletti upp blaðinu. „Lestu þetta!“ , Hult laut niður og las greinina um spellvirkis- tilraunina í höfninni, þá, sem Fransson hafði verið að lesa og ónotast yfir, þegar höfundurinn lét í- myndunaraflið hlaupa með sig í gönur. „Hver veit, nema varðmaðurinn hafi liaft rétt fyrir sér, þegar liann liélt því fram, að fleiri en tveir hefðu verið í bílnum,“ sagði Hult, þegar hann hafði lokið lestrinum. Fransson kinkaði kolli. Nú hringdi borðsíminn ákafíega. Fransson greip hann í flýti. „Tilkynning frá Q. R. P.,“ segir liann, grípur blað og blýant og fer að skrifa. Nokkrar mínútur heyrist elckert annað en skrjáfið í blaðinu, er blýanturinn þýtur yfir það. „Ágætt, sendið lögregluþjónana liingað!“ Lögregluforinginn leggur simann frá sér. „Jæja, loksins." Hann lítur á félaga sinn, sem stendur þögull við lilið hans. „Þá eru þeir komnir i leitirnar. Ég var orðinn hræddur um það,“ heldur hann áfram. Nú er hurðin opnuð, og lögregluþjónarnir tveir komu inn, þeir, sem höfðu verið í eltingaleiknum um nóttina í lögreglubílnum. Annar þessara ungu manna segir frá ævintýi’i þeirra, fáorður og gagn- orður og ýkir ekkert frásögnina af þessari spenn- andi viðureign við bófana. Enginn tekur fram í fyrir honum. Þegar hann hefur lokið máli sínu, sprettur lögregluforinginn á fætur. „Við megum engum tíma eyða. Sendið tilkynn- ingu til allra lögregluvarðstöðva og fógeta nálægt þeim vegum, sem bófarnir liafa getað farið um.“ Nú verður uppi fótur og fit i skrifstofunni. — Hringt er í hvern sima. Og innan stundar er búið að senda aðvörun til allra varðstöðva, ásamt lýsingu á bílnum og drengjunum liorfnu. Tveir lögregluþjónar eru sendir til húsrannsókn- ar í íbúðinni uppi yfir mjólkurbúðinni í Steina- götu 4, og þeir fara þangað sem livatast.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.