Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 29

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 29
v FRÁ DÝRARÍKINU ■»7 John Lennon og sonur. □ Þegal’ Julian, sonur Johns Lennons bítils, varð fimm ára, gaf faðir hans honum 93 ára gamlan sígaunavagn, sem kost- aði á annað hundrað þúsund krónur. Tveir hestar voru fyrir vagninum, þegar liann kom i götuna, sem John býr, og höfðu flest hörn i hverfinu elt farar- tækið með mikilli hrifningu. Hins vegar voru ekki allir eins hrifnir og frú ein í götunni kterði athæfið þegar í stað, þar scm liún kvaðst ekki sjá á- stæðu til þess, að fallega gatan, sem hún hýr við, þyrfti að sitja uppi með slíkan ófögnuð. Maríu- erlan. Hún er farfugl hér og kemur liingað venjulega um sumarmál og stundum fyrr, en fer liéðan um réttir cða stundum ekki fyrr en í byrjun október. Hún tekur sér hústaði við tjarnir og vötn, ár og læki. Hún verpir í holum, spruugum og smugum milli steina, en aldrei á bersvæði. Hreiðrin eru vönduð körfuhreiður, vel ofin saman úr ýmsu mjúku efni, en undir körfunni er oftast allstór hrúga af ýmsu grófara rusli. Eggjatalan er 5—9, ljósdröfnótt, dröfnurnar mjög smáar, punktar og strik. Útungunartíminn er um það bil 12—14 dagar, og ungarnir eru 14—15 daga i hreiðrinu. Þeir cru allkvillasamir og dánartala þeirra liá. Þeir eru farnir að æfa sig í því að dynta stélinu upp og niður, áður en þeir fara úr hreiðinu fyrir fullt og allt. Fjöl- skyldulífið er fremur stutt, og ungarnir liópa sig og fara i flakk. Aðalfæða cru smá ormar og skordýr. EINKENNI: Grá á baki, hnakki og bringa svart, enni og vængir hvitir. Hvít á kvið. Haust- og ungfuglabúningurinn er með óskýrari litum, og er þá hringubandið mósvart. Langt stél mcð hvítum jöðrum. Stélið nær aldrei kyrrt, því er veifað og sveiflað í sífellu upp og niður og fuglinn fremur ókyrr og siþvaðrandi. llöddin er ekki óviðfelldin. HEIMKYNNI: Maríuerlan á lieima víðast iivar á meginlandi Norðurálfu og viða í Asiu. Á vetrum er hún víðs vegar um hitabeltislönd Afriku. ? HVER ÞEKKIR FUGLANA ? ÓÐMENN Óðmenn eru ein af vinsælustu danshljómsveitum með- al ungu kynslóðarinnar og hafa þeir skemmt fólki víða um land. Meðal annars hafa þeir sent frá sér eina hljóm- plötu og önnur er væntanleg. Sagt er að efni hinnar nýju hljómplötu verði allt frumsamið. Þann 1. febrúar síðast- liðinn var ráðin söngkona með hljómsveitinni, Shady Owens að nafni, sem er óvenjuhæfileikamikil söngkona, og auk þess með sérlega góða sviðsframkomu. Hljóm- sveitin kom fram á hljómleikum er nefndir voru „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968“, I keppni um titilinn „Vinsæl- asta hljómsveit ungu kynslóðarinnar 1968“, og hlaut þar þriðja sætið. Óðmenn og söngkonan.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.