Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 24

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 24
w /W ú fannst Vippa svo langt um liðið síðan hann gerði prakkarastrikið heima í portinu hjá Kristjáni vini sínum, að það hlyti að vera óhætt fyrir hann að koma þangað aftur. Það var ekkert víst, að konan, sem átti þvottinn í balan- um, þyrfti neitt að verða á vegi hans, og ef hún yrði það, þá var ekki annað að gera en reyna að forða sér í skyndi. Þegar Vippi hafði bollalagt þetta nokkuð með sjálfum sér, hélt hann á leið heim til Kristjáns. En — það er ekki gott fyrir vin okkar að gera miklar áætlanir fyrir- fram. Á leiðinni féll hann í hendur ræningjum, ef svo mætti segja. Vippi hafði ekki verið nógu var um sig. Hann hafði strax stein- gleymt stráknum, sem hann spraut- aði vatninu á. En strákurinn hafði ekki gleymt Vippa. Nei, það var nú öðru nær. Hann hugði á hefndir. Hann sveið það sárt, að þetta litla drengkríli skyldi hafa orðið til þess að hrekia hann á flótta og það með þeim þokkalegu aðförum, eða hitt þó heldur, að sprauta vatni, eins og þegar verið er að slökkva eld. ( húsi. Strákurinn var staðráðinn ( því að ná sér niðri á Vippa, en hafði að- eins verið að bíða hentugs tæki- færis, og haldið uppi njósnum um ferðir vinar okkar, hvert sem hann fór. Og þó að strákurinn væri stærri en Vippi og sterkari, hafði hann ekki þorað annað en safna liði, því að hann var búinn að læra það af reynslunni, að Vippi gat verið ráðagóður. Strákurinn hafði þvf fengið tvo jafnaldra s(na í lið með sér. Og þeir höfðu allir fylgt Vippa eftir, án þess að hann vissi nokkuð um það. Einn strákanna var með snæri. Til hvers haldið þið, að það hafi átt að vera? Það var lykkja á öðrum enda snærisins og strákarnir höfðu æft sig mikið í því að slöngva snærinu og hitta með lykkjunni ofan á girð- ingarstaura og annað þess háttar, og einn strákanna, sem hét Óli, var orðinn sérstaklega æfður ( þessum leik. Hann hitti svo að segja alltaf, kippti I snærið og var þannig búinn að „veiða staurinn", eins og þeir kölluðu það. Og hvað haldið þið, Hún fékk myndavélina lánaða, því liana langaði að taka mynd áf pabba og mömmu. að þeir hafi ætlað sér með þessu? Strákarnir höfðu ákveðið að „veiða Vippa“, þegar gott tækifæri byöist til þess. Og þó hafði Vippi ekkert gert á hluta þeirra, annað en það að vernda saklausa dúfu frá stráka- pörum. Þegar Vippi kom fyrir horn f fá' farinni götu/sá hann allt ( einu standa andspænis sér þrjá vfga- mannlega stráka. Hann þekkti auð- vitað strax strákinn, sem hrekkti dúfuna og vissi þá, að ekki var á góðu von og tók því til fótanna og flýði. En óþokkarnir þrír höfðu ekki til einskis æft sig ( að slöngva snærinu með lykkjunni. „Óli, Óli, snaraðu hann! Fljótur, áður en hann sleppur!" kölluðu hin- ir strákarnir. Og Óli lét ekki segja sér það tvisvar. Hann kastaði snörunni og datt ekki til hugar, að fórnardýrið mundi sleppa. En f sömu svipan varð Vippa litið við, þvf að hann var að gæta að, hvað eftirförinni .Mði- Hann sá snöruna á leiðinni, var fljótur að hugsa, og fleygði sér sarn- stundis til jarðar — og slapp- Oli varð að draga snöruna að sér aftur, súr á svipinn yfir þessum rnistökum- Strákarnir tautuðu af óánægju, Þv* að nú gafst Vippa tækifæri til að halda áfram flóttanum, á meðan Óli var að útbúa snöruna til nýrrar at- lögu. „Eltið þið hann á meðan, svo ao við missum ekki af honum!" kallaði Óli tii hinna strákanna. Og Þeir hlupu af stað á eftir Vippa. Vippi var fljótari að hlaupa on strákarnir, svo að það dró sundur með þeim. En þeir eru þrír og geta skipt liði og þeim tekst kannski að króa mig, hugsaði Vippi og fór a® litast um eftir öruggum felustað. Þarna bak við eitt húsið sá hann op' inn skúr. Það væri best að hlaupa inn í skúrinn, meðan strákarnir ÆSKAN - Gjalddagi blaösins var 1. apríl síðastliöinn. 22

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.