Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 26

Æskan - 01.09.1976, Blaðsíða 26
Það káfliur fyrir, að grípa þarí til pelans. ^ædýrasafnið var fyrst opnað almenningi 8. maí árið 1969. Tilgangur þess er að efla áhuga almennings á fiska- og dýralífi og atvinnu- háttum til lands og sjávar, svo og að vekja áhuga á vísindarannsóknum á þessum sviðum. Sædýrasafn- ið er sjálfseignarstofnun. Félagar geta þeir orðið, sem vilja vinna að markmiði félagsins og náð hafa 16 ára aldri. Inntökugjald er kr. 1000. Margir skóla- menn hafa sýnt Sædýrasafninu mikinn áhuga og hef- ur fjöldi kennara heimsótt safnið ásamt nemendum sínum. Nokkrir kennarar hafa kennt fiska- og nátt- úrufræði í safninu, en aðrir hafa komið í heimsókn jafnframt fiskifræði- og náttúrufræðinámi. í sumum IfCDÝRAiA Um hálf millión $ tilfellum hafa nemendur átt að afla sér fróðleiks og skrifa svo ritgerð um heimsókn sína. Margir þéirra skólastjóra og kennara sem hafa hagnýtt sér Sædýrasafnið til heimsókna og náms, hafa látið í Ijós ánægju sína með að eiga þess kost að hafa slíka aðstöðu. Sú skoðun hefur mjög rutt sér til rúms, að almennt nám þurfi að gera lífrænna. Þetta á ekki s st við nám í náttúrufræði. [ Sædýra- safninu gefst ágætt tækifæri til þess. Einstökum bekkjum og skólahópum er veittur 20% afsláttur af aðgangseyri til að auðvelda nemendum að heim- sækja Sædýrasafnið, þeim til þekkingarauka. Stjóm safnsins hefur sett reglur um umgengnishætti í safn- inu og eru þær í 6 liðum: 1. Hlífið grasblettunum sem mest við óþarfa traðki- Það er notalegt að tylla sér I grasið þá fáu daga> sem veðrið er gott á sumrin, en grassvörðurinn þolir ekki, að sífellt sé gengið eða hlaupið yfir blettina. 2. Takið tillit til þess, að bannað er að fóðra seli, hreindýr, fsbirni, apa og mörgæsir. Fóðrið einungis þau dýr, sem heimilað er að fóðra, en það er aug- lýst með áberandi skiltum. 3. Gætið þess að kasta umbúðum og öðru drasli einungis í ruslatunnurnar á sýningarsvæðinu. Kastið ekki neinu drasli eða umbúðum til dýranna, og Þv* síður steinum. Það getur verið þeim hættulegt, jafn- vel banvænt. 4. Hrekkið ekki dýrin eða ertið þáu. Reynið ekki að gera dýrunum bilt við. Takið heldur ekki ( horn' in á geitunum eða kindunum. 5. Hafið ekki í frammi óþarfa hávaða á sýningar' svæðinu. Hróp, ærsl eða óheyrilega hátt stillt útvarps- tæki trufla sum dýranna; þau verða jafnvel hrædd, og ærsl eru öðrum gestum til óþæginda. 6. Klifrið ekki eða prílið á girðingum eða handrið' um. Stingið heidur ekki fingrum í gegnum net eða hendi á milli rimla. Slíkt getur verið hættulegt. Tak- ið sérstakt tillit til viðvörunarskilta. Þegar Sædýrasafnið var opnað, var einungis um

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.