Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 56

Æskan - 01.11.1977, Blaðsíða 56
Jólahald í öðrum löndum Hver er saga jólanna? Hvernig halda menn jól í Mexíkó, Ástralíu, á ítalíu, Englandi og víðar? Jólahátíðin, sem haldin er til að minnast fæðingar frelsarans Jesú Krists, á sér langa sögu, en kristnir menn byrjuðu fyrst að halda hana hátíðlega um árið 200. í fyrstu gekk á ýmsu með hvenær jólin voru haldin, þar sem menn vissu ekki nákvæm- lega um fæðingardag Krists. Árið 345 var þó tekið af skarið og því lýst yfir, að 25. desember væri fæöingardagur hans og árið 440 gaf páfinn í Róm út fyrirmæli þar að lút- andi. Patríarkinn í Miklagarði var þó ekki á sama máli, og grísk-kaþólskir menn héldu um skeið sína jólahátíð á sjötta degi janúarmánaöar. Jólin koma aðeins fáeinum dögum á eftir vetrarsólstöðum, sem eru 22. des., en þá er stystur sólargangur á norðurhveli jarðar. Eftir það fer dag- inn að lengja. Heiðnir menn héldu um þetta leyti jól í tilefni af hækkandi sól, svo að trúarhátíð kristinna manna hefur leyst af hólmi eldri hátið og ýmsir gamlir siðir hafa loðað við og oröið óhjákvæmilegur hluti jólahalds- ins. Þó að jólin séu trúarhátíð, hafa kristnir menn ekki alla tíð kært sig um að halda þau hátíðleg. Púrítanarnir í Englandi voru eitt sinn svo ákveðið á móti öllum gleðskap, að þeir bönnuðu að minnast jólahelginnar 1644 og nokkru síðar fóru púrítanar í Banda- ríkjunum að dæmi þeirra. Þótt það sem liggur á bak við jóla- hátíðarhöldin sé hið sama í öllum kristnum löndum er jólahaldið með ólíkum brag með hinum ýmsu þjóðum eins og eðlilegt er. Einn jólasiður, sem ekki er ýkja- gamall, hefur náð gífurlegri út- breiðslu, en hann er sá að hafa á hverju heimili Ijósum skreytt jólatré. Það er talið fullvíst, að siður þessi sé upprunninn í Þýskalandi, en aftur á móti greinir menn töluvert á um aldur þessarar siðvenju. Ein sagan segir, að heilagur Bónifasíus, sem uppi var á árunum 680—755, hafi fyrstur manna tekið upp þennan sið er hann rak kristni- boð í Þýskalandi. Á hann eitt sinn á jólunum að hafa sagt hinum ný- kristnuðu aó grenitréð benti til himins til Jesú-barnsins, og hvatti hann þá til að hafa slík tré á heimilum sínum yfir jólin sem tákn hinnar kristnu trúar, sem þeir hefðu nýlega gengið á hönd. önnur saga segir, að Marteinn Lúter hafi á 16. öld oröið fyrstur til að skreyta grenitré með Ijósum til að tákna jólastjörnurnar á himnum. Frá Þýskalandi hefur þessi siður breiðst út, Albert prins frá Þýskalandi tók hann með sér þaðan til Englands, þegar hann kvæntist Viktoríu Breta- drottningu árið 1840, og þannig hefur jólatréð borist land úr landi. Á árunum eftir fyrri heimsstyrj- öldina varð það algengt að stórum jólatrjám væri komið upp á helstu torgum borga og öðrum opinberum stöðum, eftir að rafvæðingin hafði gert það kleift aö hafa Ijós á trénu. ( hverju landi hafa jólin sinn sér- staka blæ, og til gamans skal reynt að lýsa hér í fáeinum orðum jólahaldinu í nokkrum löndum: I Englandi gengur jólahátíöin í garð á aðfangadagskvöld. Þá er kveikt upp á arninum og skipst á jólagjöfum. Jólunum lýkur ekki fyrr en á þrett- ándanum. Þar í landi er aðeins einn jólasveinn, sem gengur undir nafninu „Father Christmas". Á jólunum í Englandi ganga börn og unglingar milli húsa og syngja jólasálma og þiggja að launum eitt- hvert góðgæti og jafnvel fáeina skild- inga. I Þýskalandi er jólatréð miðdepiH jólagleðinnar. Á aðfangadagskvöld er gengið í kringum það og sungnir jólasálmar. Þar sem gömlum siðum er fylgt nákvæmlega, kemur jólasveinn- inn sánkti Nikulás á hvert heimili 5. desember og spyrst fyrir um hegðun barnanna. Daginn eftir, 6. desember fá svo góðu börnin gjafir, en þau ó- þekku fá skömm í hattinn. I Belgíu og Hollandi er jóladeginum eytt á kyrrlátan hátt. Fólk fer í kirkju og dvelst síöan á heimilum sínum. Jóla- gjafir eru gefnar á Sánkti Niku- lásar-degi, sem er 6. desember. Dag- inn áður setja- börnin skóna sína við arininn eða hengja upp sokka sína, og næsta morgun sjá þau, að jóla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.