Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 59

Æskan - 01.11.1980, Blaðsíða 59
Eiríkur Sigurðsson: Þaö var kominn aðfangadagur jóla. Allt var hvítt og snævi hulið, mugga í lofti en milt og gott veður. Þegar Dóri litli ætlaði út þennan morgun til að leika sér í snjónum í garðinum eins og hann var vanur, þá kom nokkuð óvænt fyrir. Honum varð litió á alla jólaóögglana með alls konar skraut- legum bréfum uppi á þókahillunni hans pabba síns, þá fékk hann allt í einu sting í hjartað. Honum kom nefnilega í hug, að hann hafði ekki keypt jólagjöf handa pabba sínum og mömmu. Hann var nú orðinn fjögurra ára, en þetta hafði honum aldrei dottið í hug áður. Hann hafði víst enga jólagjöf gefið þeim í fyrra. En þau yrðu bæði að fá sömu gjöfina, því ekki vildi hann gera upp á milli þeirra. En honum fannst að hann yrði að gefa þeim einhverja jólagjöf. Annars gat litið svo út, aö honum þætti ekkert vænt um þau. Og svo fór hann að brjóta heilann um, hvað hann ætti að gefa þeim, og hvar hann ætti að fá það. Auðvitað yrði hann að kaupa það og greiða það með peningum úr auraþauknum sín- um. Hann átti þar rúmlega tuttugu krónur. Jólagjöfin mátti því ekki vera dýr. En hver átti hún að vera? Eftir nokkra umhugsun komst hann þó að ákveðinni niðurstöðu . . . En enginn mátti neitt um það vita. Hann læddist inn í svefnherbergi, tók pen- ingana úr aurabauknum sínum og fór út. Hann fór beina leið niður í litlu búð- ina á götuhorninu. Þar var fullt af fólki, flest að kaupa mjólk og ávexti fyrir jólin. Hann stóð þarna lengi og mændi upp í hillurnar, en loksins kom röðin að honum. ,,Hvað ætlar þú að fá, góði minn?" spurði þúðarstúlkan. Jólagjöfin hans Dóra litla ,,Ég ætla að fá eitt súkkulaði- stykkl,“ svarði Dóri. ,,Hefur þú peninga fyrir því?“ ,,Já, það hef ég," svaraði hann mannalega. Þá tók stúlkan súkkulaðistykki og lét utan um það grátt bréf og sagði: ,,Það kostar seytján krónur." Dóri rétti henni alla peningana sína og hún fékk honum aftur sex krónur tuttugu og fimm aura. Því næst tók hann böggulinn og fór út úr búðinni. Þegar hann kom út á götuna kom yfir hann ógurleg freisting. Gaman væri nú að bragða á súkkulaðinu. Það var svo dásamlegt á bragðið. Nei, hann mátti ekki snerta það. En ef hann fengi sér nú aðeins ofurlítinn bita? Ekki gat það gert neitt til, hvísl- aði freistarinn. Og hann fór að rífa upp eitt hornið. En þaó var ekki svo auðvelt. Bréfið var margfalt utan um . . . Að lokum tókst honum þó að brjóta eitt hornið af, og stakk molanum glaður upp í sig. En hvað það var indælt á þragðið! En fljótt sá hann eftir þessari yfirsjón sinni. Hvað myndu þau pabbi og mamma segja, þegar þau sæju þetta. Þetta var afleitt. Hann ætlaði ekki að þrjóta meira af því, þó að það væri gott á þragðið. Svo stikaði þessi litli snáði beint heim til sín. Það var eins og hann væri að flýta sér, svo að freistarinn næði honum ekki aftur. Hann læddist beint inn í stofu til pabba síns og laumaði bögglinum með gráa bréfinu, inn á milli hinnajólabögglannasvo að hann sást ekki. Svo fór hann út að leika sér. Hann var að hugsa um jólagjöfina sína allan daginn. Þegar búið var að borða jólamatinn og Dóri var kominn í sparifötin sín, var farið að úthluta jólagjöfunum. Pabbi hans kom með alla jólabögglana inn á stofuborð og las þá þar í sundur. Allir biðu fullir eftirvæntingar eftir jóla- gjöfunum . . . En allt í einu staðnæmdist pabbi. Þarna kom grár lítill böggull, sem enginn kannaðist við og ekkert var skrifað á. Dóra sýndist pabbi brosa svolítið þegar hann sá, að eitt hornið vantaði. ,,Ég veit ekki hver á þennan þöggul, sagði paþþi hans. ,,Það stendur ekkert á honurn." Eldri systkinin urðu kímileit á svip- inn yfir þessum gráa þöggli, sem var ekki i neinum jólaklæðum, en enginn sagði neitt. Dóri litli horfði um stund vandræðalega á pabba sinn, en sagði svo: Þið mamma eigið þennan þögg- ul.“ Þá opnaði paþþi böggulinn og sá hvað í honum var. Hann minntist ekkert á, þó að það vantaði eitt hornið á súkkulaðistykkið, en braut af því og rétti öllum bita. Svo faðmaði hann Dóra litla og kyssti hanri fyrir jólagjöfina og það sama gerði mamma: Svo sagði mamma: ,,Ég hef alltaf vitað að við ættum góðan dreng. Og nú hefur hann sýnt það, að honum þykir vænt um pabþa sinn og mömmu." Dóri fór allur hjá sér við allt þetta hrós og stokkroðnaði. En honum leið vel. Hann var ánægður. Enginn talaði neitt um, þó að það vantaði jólabréf utan um böggulinn hans. ,,Með hverju borgaðir þú þetta, góði minn?" spurði pabbi. ,,Með peningunum úr aurabaukn- um mínum," svaraði Dóri. „Dæmalaust varstu fórnfús," sagði pabbi. ,,Ég verð víst að hjálpa þér til að fá eitthvað í aurabaukinn aftur." Dóri fékk margar jólagjafir þetta kvöld og hann var mjög glaður. En hann fann það vel, að það sem gladdi hann mest var þó það, að hann hafði hlýtt rödd hjarta síns og gefið sjálfur jólagjafir þeim, sem honum þótti vænst um. Eiríkur Sigurðsson « -T1 « « « R R R R R R R T- 57 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.