Æskan - 01.11.1983, Blaðsíða 8
A KIRKJAN ERINDI Æskuiýðsstarf
BARNANNA? Þjóðkirkjunnar heimsótt
Innan Þjóökirkjunnar er rekið um-
fangsmikið æskulýðsstarf. Þrír
starfsmenn kirkjunnar, æskulýðs-
fulltrúi og tveir aðstoðarmenn hans,
hafa yfirumsjón með því. Hlutverk
þeirra er m. a. að útvega efni og
hjálpargögn fyrir barna- og ungl-
ingastarfið og sitja samkomur.
Námskeið eru haldin á vegum
æskulýðsstarfsins og fleira mætti
nefna.
Séra Agnes M. Sigurðardóttir er
æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. Henni
til aðstoðar eru þeir Bjarni Karlsson
og Sigfús Baldvin Ingvason en sá
síðarnefndi hefur aðsetur á Akur-
eyri.
Við litum inn í Biskupsstofu þar
sem séra Agnes hefur aðsetur og
lögðum fyrir hana nokkrar spurn-
ingar. Fyrst var hún spurð hvaða
erindi kirkjan ætti til barnanna.
Líf í trú
„Nú, markmið æskulýðsstarfs
kirkjunnar er kristniboð, boðun
fagnaðarerindisins um Jesú Krist.
Þegar börn eru skírð er foreldrum
og söfnuðinum gert að skyldu að
fræða þau um Jesú. Æskulýðs-
starfið miðar m.a. að því,“ sagði hún.
„Við viljum að börnin séu ekki
bara þiggjendur heldur líka gefend-
ur, taki þátt í kristniboðinu og upplifi
þar með líf sitt í trú. Við þurfum að
rækta bænarsamband okkar við
Guð. Við eigum ekki bara að biðja
þegar við eigum bágt heldur gera
það alla daga því ekki má gleyma
að þakka fyrir það sem gott er. Allir
geta beðið til Guðs, ríkir og fátækir,
stórir og smáir, vondir og góðir,
heilbrigðir og sjúkir. Allir eru nefni-
lega jafnir fyrir Guði. Hann er skap-
ari okkar allra og elskar okkur.
Þess vegna hlustar hann á bænir
Séra Agnes M. Siguröardóttir.
okkar. Það er síðan í hans hendi
hvort við fáum bænheyrslu. Við
verðum að vera þolinmóð."
Séra Agnes sagði að miðað við
allt lífsgæðakapphlaupið og þá um-
brotatíma sem við lifðum á nú á
dögum væri síst minni ástæða til að
biðja. Jesús hefði sagt að allir gætu
leitað til sín með vanda sinn. Margir
sem eru undir andlegu álagi,
gleyma svo oft þessu boði hans.
- Við spurðum séra Agnesi
næst af hverju ungmenni sæktu
ekki meira kirkju en raun væri?
Margir keppa
um unglingana
„Ég held að uppalendur eigi
þarna einhverja sök,“ sagði hún.
„Þeir eru sjálfir latir að sækja kirkju
og hvetja þar af leiðandi börnin ekki
til þess. Æskulýðsstarfið er að
reyna að fá meira samstarf við for-
eldra og skóla um þessi efni.“
- Er gott að fá ungmenni til
starfa í æskulýðsfélögum ykkar?
„Miðað við hve margir keppa
um frístundir unglinganna gengur
það sæmilega. Þó hef ég orðið vör
við að duglegustu krakkarnir, sem
verja öðrum tíma en sunnudögum í
kristilegt starf, verði fyrir aðkasti.
Þeir eru litnir hornauga og það er
jafnvel hrópað á eftir þeim á götum.
Sjálfur Kristur var píndur og smán-
aður, fólk hrækti á hann. Það er
huggun fyrir þessa krakka að vita
af því. Það skapar samkennd með
þeirn."
- Börn velta oft fyrir sér hvort líf
sé eftir dauðann. Hverju svarar þú
þeim?
„Biblían svarar þessari spurn-
ingu. Ef við veljum Jesú sem leið-
toga okkar þá erum við þegar byrj-
uð að taka þátt í eilífa lífinu."
- Um hvað spyrja börnin helst
þegar þú talar við þau?
„Það er allt mögulegt. Þau spyrja
t. d. að því hvers vegna slys og
náttúruhamfarir eigi sér stað fyrst
Guð sé góður og máttugur? Það er
ekki hægt að svara þessu á annan
veg en þann að við getum alltaf
verið viss um að Guð standi með
okkur - sama á hverju gengur.“
Gaman að kynnast nýju
fólki
Við báðum séra Agnesi að lýsa
hvernig starfsdagur hennar væri:
„Viðgangsefnin eru ólík frá degi
til dags,“ sagði hún. „Ég er allt frá
því að vera sendill til þess að taka
ákvarðanir um þýðingarmikil mál-
efni. í dag, sem dæmi, er ég að
undirbúa ferð til Vestfjarða sem
stendur í viku.
Ég ætla að heimsækja söfnuði i
ísafjarðarprófastsdæmi, sýna þar