Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 32

Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 32
Einu sinni var ofurlítill smala- drengur sem orðlagður var um allar sveitir fyrir orðheppni, skjót og greindarleg svör við hverju sem hann var spurður. Kónginum bár- ust til eyrna sagnir manna um svein þennan. Hann lagði lítinn trúnað á að þær væru sannar, en lét þó kalla drenginn fyrir sig og mælti við hann: „Ef þú getur svarað þremur spurningum, sem ég ætla að leggja fyrir þig, svo að mér líki, þá skal ég taka þig mér í sonar stað og skalt þú síðan búa hjá mér í höllinni." Drengurinn mælti: „Hverjar eru spurningarnar?11 En kóngurinn svaraði: „Fyrsta spurningin er þessi: Hve margir dropar vatns eru í heimshafinu?" Smaladrengurinn mælti. „Yðar hátign. Látið stífla allar ár og vatns- föll sem í hafið renna svo að enginn dropi drjúpi í hafið á meðan ég er að telja. Skal ég síðan segja yður, hve margir dropar eru í hafinu." Kóngur mælti nú: „Getur þú sagt mér hve margar stjörnur eru í heiminum? Það er önnur sþurn- ingin.“ Smaladrengurinn svaraði: „Lán- ið mér stórt blað.“ Honum var feng- in pappírsörk og á hana krotaði hann eintóma smádepla, svo smáa að varla sáust þeir með berum aug- um og svo marga að alveg var ógerningur að telja þá. Síðan maelti hann. „Svona eru margar stjörnur á himninum, eins og deplarnir eru margir á blaðinu, nú skuluð þið telja.“ En til þess treystist enginn. „Nú kemur þriðja spurningin,'1 2 3 4 5 6 7 mælti kóngur. „Hve mörg augna- blik eru í eilífðinni?" En sveinninn svaraði: „í Suður- Pommern er demantsfjall eitt, sem er míla á hæð, míla á breidd og míla á þykkt. Þangað kemur einu sinni á öld hverri lítill fugl og brýnir nef sitt á demantsklettunum. Þegar hann er búinn að eyða fjallinu upp til agna, þá er liðið fyrsta augnablik eilífðarinnar." „Þú hefur svarað spurningunum eins og spekingur, og eru þær eng- ar ýkjur sögurnar sem af þér hafa verið sagðar,“ mælti kóngurinn. „Skalt þú nú upp frá þessu vera hjá mér í höllinni sem einkabarn mitt.“ 1. Úr hverju er lakkrís búinn til? 2. Fyrir hvað er Daniel Defoe frægur? 3. Hver hefur verið nefndur „postuli Grænlands"? 4. Hvaða tvö Suður-Ameríkuríki liggja hvergi að sjó? 5. Hvað heitir höfuðborgin í Júgóslavíu? 6. Hverrar þjóðar var Hippo- krates, heimspekingurinn frægi, sem sagði þessi orð: „Listin er löng, en lífið er stutt“? 7. Hvort er ísland eða Ungverja- land stærra? Veistu það? 8. Hve mörg Evrópuríki eru fjöl- mennari en Stóra-Bretland? 9. Hvað heitir hæsta fjaú Evrópu? 10. Hvað heitir stærsti ránfugl heimsins? Svör eru á blaðsíðu 54. ■ HIPPOKRATES 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.