Æskan - 01.04.1984, Blaðsíða 32
Einu sinni var ofurlítill smala-
drengur sem orðlagður var um allar
sveitir fyrir orðheppni, skjót og
greindarleg svör við hverju sem
hann var spurður. Kónginum bár-
ust til eyrna sagnir manna um svein
þennan. Hann lagði lítinn trúnað
á að þær væru sannar, en lét þó
kalla drenginn fyrir sig og mælti við
hann:
„Ef þú getur svarað þremur
spurningum, sem ég ætla að leggja
fyrir þig, svo að mér líki, þá skal ég
taka þig mér í sonar stað og skalt
þú síðan búa hjá mér í höllinni."
Drengurinn mælti: „Hverjar eru
spurningarnar?11 En kóngurinn
svaraði: „Fyrsta spurningin er
þessi: Hve margir dropar vatns eru
í heimshafinu?"
Smaladrengurinn mælti. „Yðar
hátign. Látið stífla allar ár og vatns-
föll sem í hafið renna svo að enginn
dropi drjúpi í hafið á meðan ég er
að telja. Skal ég síðan segja yður,
hve margir dropar eru í hafinu."
Kóngur mælti nú: „Getur þú sagt
mér hve margar stjörnur eru í
heiminum? Það er önnur sþurn-
ingin.“
Smaladrengurinn svaraði: „Lán-
ið mér stórt blað.“ Honum var feng-
in pappírsörk og á hana krotaði
hann eintóma smádepla, svo smáa
að varla sáust þeir með berum aug-
um og svo marga að alveg var
ógerningur að telja þá. Síðan maelti
hann. „Svona eru margar stjörnur á
himninum, eins og deplarnir eru
margir á blaðinu, nú skuluð þið
telja.“ En til þess treystist enginn.
„Nú kemur þriðja spurningin,'1 2 3 4 5 6 7
mælti kóngur. „Hve mörg augna-
blik eru í eilífðinni?"
En sveinninn svaraði: „í Suður-
Pommern er demantsfjall eitt, sem
er míla á hæð, míla á breidd og
míla á þykkt. Þangað kemur einu
sinni á öld hverri lítill fugl og brýnir
nef sitt á demantsklettunum. Þegar
hann er búinn að eyða fjallinu upp
til agna, þá er liðið fyrsta augnablik
eilífðarinnar."
„Þú hefur svarað spurningunum
eins og spekingur, og eru þær eng-
ar ýkjur sögurnar sem af þér hafa
verið sagðar,“ mælti kóngurinn.
„Skalt þú nú upp frá þessu vera hjá
mér í höllinni sem einkabarn mitt.“
1. Úr hverju er lakkrís búinn til?
2. Fyrir hvað er Daniel Defoe
frægur?
3. Hver hefur verið nefndur
„postuli Grænlands"?
4. Hvaða tvö Suður-Ameríkuríki
liggja hvergi að sjó?
5. Hvað heitir höfuðborgin í
Júgóslavíu?
6. Hverrar þjóðar var Hippo-
krates, heimspekingurinn
frægi, sem sagði þessi orð:
„Listin er löng, en lífið er
stutt“?
7. Hvort er ísland eða Ungverja-
land stærra?
Veistu það?
8. Hve mörg Evrópuríki eru fjöl-
mennari en Stóra-Bretland?
9. Hvað heitir hæsta fjaú
Evrópu?
10. Hvað heitir stærsti ránfugl
heimsins?
Svör eru á blaðsíðu 54.
■
HIPPOKRATES
32