Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 10
hafa verið tveir eða þrír. Við lærum mikið á þessum mótum og öðlumst reynslu þó að oftast sé við ofurefli að etja.“ - Tekur þú þátt í Norðurlandamóti á þessu ári? „Já, það verður í Finnlandi í apríl- lok.“ - Telur þú þig eiga möguleika á verðlaunasæti? „Ég á smámöguleika á góðum degi - mjög góðum degi! Maður verður að ná topp-árangri, sínu allra besta, og má ekki mistakast í neinu ef von á að vera um verðlaunasæti í slíkum mótum.“ - Þú hefur þá átt góðan dag fyrir skömmu, á alþjóðlegu móti í Reykja- vík. . . , Já, ég fékk gullverðlaun fyrir æfíng- ar á gólfí og stökk - deildi þeim með öðrum. Ég komst líka í úrslit í æfing- um á tvíslá og í hringjum. Sá sem varð jafn mér í fyrsta sæti varð annar á sænska meistaramótinu. Þar sem Svíar eru einna bestir Norðurlandaþjóðanna tel ég mig eiga smámöguleika á verð- launum á Norðurlandamótinu. Ef. . .“ - Á þessu Reykjavíkurmóti voru margir góðir fimleikamenn. . . frá ýmsum löndum. „Já, þar voru keppendur frá Búlgar- íu - þeir voru sterkastir - Belgíu, Lúxemborg, Skotlandi, Spáni og Sví- þjóð.“ - í hve mörgum greinum er keppt innan fimleika? „Það er keppt í æfingum á gólfi, tví- slá, svifrá og bogahesti, í hringjum og stökki af hesti. Á íslandsmótinu er keppt í bæði skylduæfingum og með frjálsri aðferð en á Reykjavíkurmótinu var einungis keppt í frjálsum æfing- um.“ Mjög gaman að leiKa golf Snóker, Keila, borðtennis og golf - Þú ert við nám. . . „Já, ég er á öðrum vetri í Verslunar- skólanum. Ég sleppti einu ári, 1987- 1988, vann þá og æfði mikið. Ég ætlaði að reyna að ná góðum árangri á Norð- urlandamótinu 1988 en það brást vegna meiðslanna.“ - Hefur þú áhuga á öðru en fimleik- um? „Já, ég á ýmis áhugamál. Mér finnst mjög gaman að leika golf og hef æft þá íþrótt í tvö sumur, reyndar þrjú en lítið það fyrsta. Finnur Oddsson hefur verið með mér í því. Ég hef líka leikið snóker (billjarð), keilu og borðtennis - annað veifið. Ég þjálfa einn af yngstu flokkunum í fimleikum - við þjálfum flestir eitt- hvað, strákarnir. Það þarf marga þjálf- ara fyrir allan fjöldann sem æfir.“ - Hverjir eru eftirlætistónlistarmenn þínir? „Ég hlusta mikið á tónlist, hvað sem er, undanfarið þó meira á þungt rokk og hrátt popp en annað, U-2 og slíkt.“ - Hefur þú dálæti á einhverjum dýr- um? - Leggja þjálfarar ykkur strangar lífsreglur? „Þjálfarar leiðbeina við æfingar og ráðleggja hvað heppilegt sé. Sjálfir verðum við að gera upp við okkur hvaða lífshætti við veljum. Þetta er ein- staklingsíþrótt og sérhver verður að hugsa um sjálfan sig, meta hvaða stefnu hann tekur ef hann vill ná góð- um árangri. Það reykir að sjálfsögðu enginn sem æfir íþróttir af alvöru - eða skemmir sig með vímuefnum. verður að borða mikið af hollum °8 góðum mat, hvílast vel og sinna æfing' um af kostgæfni.“ - Hefur þú verið ánægður með þjálf" ara þína? Meistaraflokkur Ármanns í fimleikum. Efri röð frá vinstri: Guðjón, Gísli Örn Garðarsson, Örvar Arnarson, Skarphéðinn Halldórsson. Neðri röð standandi: Skúli Malmquist, Jóhannes N. Sigurðsson, Axel Bragason, Jörgen Telln° 1 „Já, einkum hestum. Ég fór oft á hestbak í Bifröst og þigg það með þökkum ef tækifæri gefst.“ - Áttu systkini? „Ég á þrjár systur. Arnhildur er 19 ára, Edda Margrét 13 ára og Vala Védís fimm ára.“ - Æfa þær fimleika - eða aðrar íþróttir? „Arnhildur var í fimleikum í þrjú ár og náði ágætum árangri. Edda Margrét byrjaði ung að æfa, stuttu á eftir mér. Hún var í fimmta sæti á íslandsmótinu, er í landsliðinu að heita má. Vala Védís fór á nokkrar æfingar hjá KR en þótti hundleiðinlegt og hætti! Hún þolir eig- inlega ekki fimleika, fæst ekki til að horfa á keppni!“ „Já. Jónas er ágætur þjálfari og J®r gen er mjög hæfur. Hann hefur styrl\ Ármann mikið og fimleika hér á lan almennt.“ - Hefur þú sett þér takmark? „Já, að komast á verðlaunapafi a Norðurlandamóti og verða talinn g°° fimleikamaður - ekki aðeins á íslens an mælikvarða.“ Ég veit að Guðjón gerir sitt besta þess. Hann hefur hæfileika, áhuga atorku. Megi það takast! til og Te»ti: Jg Myndir: nU 10 ÆSKATT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.