Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 40

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 40
TIMRRNIR BREVTflST OG MEHNIRHIR HEB Enska nyrokksveitin „Cure“ nýtur mikilla vinsælda bæöi hérlendis og erlendis. Leiðtogi Cure er söngvarinn Robert Smith. Einkenni hans eru úfið hár, varalitur og augnskuggar. Það útlit sæk- ir hann í heim tískuljósmynda og leikhúsa. Hvers vegna Robert kýs ýmsan ógnvekjandi svip skal ósagt látið. Ljósmyndir af honum á yngri árum sýna að á bak við andlitsfarðann leynist myndarlegt andlit. Robert 16 eða 17 ara, vinsæll meðal skólafélaga fyrir spaug og sprell. Robert arið 1978, þá orðinn 21 árs. Robert i „Cure" 1985. Þarna var hárið orðið úfið en andlitsfarðinn átti eftir að bætast við Forvitnileg dansplata Titill: „ICERAVE“ Flytjendur: „Pís of keik,“ Ajax, „Soul Control,“ „Di-Di Seven,“ íslenskir tónar, „Mind in Motion," „Plan B,“ og Feð- ur Flintstones. Nýju dansmúsíkurstefnurnar („raven,“ „house,“ „hardcore," softcore," og ,,hip-hop“) eru fá- heyrðar í útvarpi en njóta þeim mun meiri vinsælda á dansleikjum grunnskóla og félagsmiðstöðva. Undrun margra yfir þessari ís- lensku dægurmúsíkur-geislaplötu er því ástæðulaus. Þó er réttlæt- anlegt að setja upp undrunarsvip yfir öllum þessum nýju og óþekktu danshljómsveitum. Flestar hljómsveitirnar bera þess merki að vera að stíga fyrstu skref sín á tónlistarbrautinni. Flest lögin eru auðheyranlega byrjenda- verk. En - vel að merkja - prýðileg byrjenda verk sem eru framar öðru tölvuleikir við trommuheila. Það kemur ekki á óvart að elstu og reyndustu hljómsveitirnar, „Pís of keik“ og Ajax bera af. Lög þeirra bera svip yfirvegunar þeirra sem valdið hafa. Ein nýliðasveitin, „Mind in Motion,“ stelur þó sviðinu með tveimur öflugum lögum, sérstak- lega laginu „S.A.D.“ Nafnið „lcerave" er villandi. Nær hefði verið að kenna plötuna við „softcore" músíkstílinn. En vissu- lega er meiri svali yfir „lcerave" nafninu. Miðað við plötur á borð við hina ágætu sænsk-hollensku „Mind- blowing Tecnomania 2“ virðist músíkin á „lcerave" frekar fornfá- leg. Það er í sjálfu sér ekki ókost- ur heldur vísar til þess að platan minnir á margt af því sem heyrðist í breskri hús-músík fyrir 4 - 5 árum. Hitt er fremur hallærislegt að aðeins þrjú af fimmtán lögum plöt- unnar bera íslenskt heiti þó að þau séu flest spiluð án söngs. Svipað er hlutfallið hvað varðar nöfn hljóm- sveitanna. Eflaust bera höfundar nafnanna fyrir sig von um heimsfrægð. Stað- reyndin er engu að síður sú að nöfn ættuð úr öðrum tungumálum en ensku eru ekki hindrun í vegi við að komast inn á engilsaxneska vinsældalista. Los Lobos frá Mexíkó og Grænu blökkukonurnar frá Frakklandi sanna það. Einkunn: 5,0 (fyrir lagasmíðar) 5,0 (fyrir túlkun/ flutning/útsentingar) = 5,0 Róbert fremstur á myndinni og hárið orðið allsvakalegt. Róbert 1979 og far- inn að spila með „Si- ouxsie & The Bans- hees. “ Nýleg mynd af Róbert. Hárið orðið snyrtilegra en áður en augnskugginn hefur dekkst. 4 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.