Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1897, Blaðsíða 3

Æskan - 05.10.1897, Blaðsíða 3
ÆSKAN. Barnablað með myndum. Gefið út af Stór-Stúku íslands. I. árg. Reykjavík, 5. október 1897. 1. tbl. SKAN er fyrsta barna- blaðið, sem gefið er út á íslandi. t öðruni löndum eru víða gefin út mörg barnablöð og liafa þau öll mjög mikla útbreiðslu; vjer vonumst því til, að þetta litla blað verði öll- um börnum kærkominn gestur og verði vel tekið, ufærðir um það, að börnin á íslandi eru eins fróðleiksfús og annars- staðar. Af því að þetta blað er ekki gefið út til þess að græða á því eða liafa það fyrir at- vmnuveg, eius og hin blöðin, þá getum vjer haft það svona ódýrt; auðvitað samt með því móti, að nokkuð margir kaupi það. Vjer vitum það vel, að mörg börn eru svo fátæk, að þau geta ekki keypt það, sem dýrt er oða foreldrar þeirra handa þeim og það er emkum þess vegna, að vjer höfum blaðið svona ódýrt, til þess að sem flest af fátæk- mn börnum geti keypt það. Vjer vonumst til, að börnuuum þyki gaman að þvi, að fá allt af eitthvað nýtt og skemmtilegt til að lesa; þau hafa sjaldan gagn af því, sem er í hinum blöðunum, það er vanalega of þungt og ein- ungis fyrir fullorðna fólkið; en þetta á að verða handa þeim í staðinn. kf kaupendur verða svo margir, að blaðið heri sig vel eða meira en Jiað, þá verður það ávinningur fyrir kaupendurna sjálfa, því þá stækkar það eða kemur optar út, án þess þó að það verði dýrara. Myndirnar verða valdar svo góðar, sem hægt verður, þegar til kemur, og vjer vitum, að börnunum þykir allt af gam- an að faUegum myndum. Ef kaupendur verða margir, þá kemur mynd í hverju blaði, en annars í öðruhvoru. I livert skipti, sem þið fáið „Æskuna11 eig- ið þið að lesa hana með athygli og ef þið skiljið ekki eittlivað, þá skuluð þið fá skýr- ingu á því hjá íúllorðna fólkinu, t. d. foreldr- um ykkar. Ef }>að er eitt barn, sem kaupir „Æskuna“, en fleiri börn eru á heimilinu, þá eigið þið að lofa þeim að lesa hana líka eða lesa hana fyrir Jiau, en helzt eigið þið þó að kaupa hana öll i fjelagi og um fram allt að koma ykkur vel saman um hana; ef þið eruð t. d. fjögur og eigið sina fimmtán aurana hvert, þá getið þið ekki varið þeim betur fyrir nokkurn lilut annan en að kaupa „Æslt- una“. Þegar gátur koma í „Æskunui11, þá eigið þið að hugsa um ]>ær sjálf, sitt í hverju lagi, og reyna að ráða þær, áu Jiess að láta full- orðua fólkið hjálpa ykkur; svo skuluð þið skrifa upp hjá ykkur ráðningar þær, er ykkur detta í hug, geyma þær þangað til næsta blað kemur og bera þá samau til þess að vita hvort þið hafið ráðið rjett. Eit.t er Jiað, sem þið skuluð taka vel eptir og Jnið er rjettritunin á blaðinu. Vjer ætlum að reyna að hafa hana sem bezta, til þess að þið getið óhrædd tekið eptir allt, sem þið sjáið þar skrifað. Gætið þið t. d. vel að, hvar skrií-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.