Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ęskan

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ęskan

						að er x og z, e og i, u og ö, hvar settar eru

kommur og önnur greinarmerki o. s. frv., hvern-

ig orð eru skammstöfuð o. íi.

Gætið þess, að halda saman blöðunum og

láta binda þau í bók, þegar komið er nógu

mikið til þess, því ykkur getur þótt gaman

að líta í þau síðar og einkum að skoða inynd-

irnar.

Ef ykkur langar til að gefa einhverju fá-

tæku barni eitthvað, t. d. í aimælisgjöf, þa

skuluð þið kaupa handa því „Æskuna", ef'það

hefur hana ekki áður.

Sendum vjer svo fyrsta blað „Æskunnar"

með beztu kveðju til allra barna og innilegri

ósk um, að það geti orðið þeim til góðs og

gamans.

inu sinni var lítil stúlka, sem hjet

Lára; amma hennar var orðin gömul

og gráhærð og hrukkótt í andliti.

Láru litlu þótti ósköp vænt um hana,

þvi hún var henni allt af svo góð. Eaðir

Láru átti hús, er hann bjó i, og amina henn-

ar var í herbergi, sem snerií norður; þarvar

því kalt og sólin skein þar sjaldan; en í

suðurenda hússins, þar sem foreldrar Láru

bjuggu, var bjart og hlýtt. „Hvernig skyldi

standa á því", hugsaðl Lára litla, „að bless-

uð sólin skín aldrei á gluggann hennar ömmu

miunar? — hún sem er þó allt af svo góð".

Einhverju sinni spurði hún föður sinn,

hvernig á þessu stæði; en hann svaraði henui

því, að sólin gæti ekki skinið á gluggann

hennar af því, að hann sneri í norður.

„Er þá ómögulegt að snúa húsinu við, svo

að herbergið hennar ömmu snúi í suður?"

spurði Lára. „Ertu svona heiinsk, litli kján-

inn þinn?'1   sagði   faðir   hennar.     „Heldurðu

að það sje mögulegt að snúa við húsinu? og

þótt það væri hægt, þá byggjum við öll að

norðauverðu og sólin skini aldrei á gluggann

okkar; þætti þjer það betra?"

„Á þá sólin aldrei að skina á gluggann

hennar ömmu?" spurði Lára og horfði einarð-

lega framanípabba sinn; „eiga sólargeislarn-

ir aldrei að komast inn til hennar?"

„Ekki nema ef þú vilt bera þá inn til

hennar", svaraði faðir hennar, brosti í kamp

og gekk út, því hann hafði svo mikið að'

gjöra.

„Að bera sólargeislana inn til hennar ömmu!"

hugsaði Lára, „skyldi það vera mögulegt?"

Hún horfði á blómin úti og kenni -sýndust

þau bera sólargeislana, trjen báru þá á blöð-

unum og fuglarnir báru þá á vængjunum, og

meira að segja, henni sýndist hún sjálf bera

þá á höndunum og audlitinu og fötunum sín-

um, þegar hún var á gangi úti. Skyldi það

annars vera ómögulegt að bera þá inn til

hennar ömmu?" liugsaði hún eun þá. Svo fór

hún að reyna; allt af þegar sólskyn var fór

hún út, ljet sóHna skína á sig og gekk svo

inn til gömlu konunnar; en þegar hún kom

inn, þá voru sólargeislarnir horfnir af fötun-

um hennar; en samt sagði amma henuar oft

við hana: „Osköp þykir mjer allt af skemmti-

legt, þegar þú kemur inn, Lára mín! Það

er svo dimmt og dapurt hjerna hjá mjer, en

þegar þú kemur, þa er eins og sólargeislar

standi úr auguni þínum og gjöri allt svo hlýtt

og bjart í kring um mig".

Lára var alveg hissa á orðum ömmu sinnar;

hún læddist út að spegli, sem hjekk.á þilinu,

til þess að vita, hvort hún sæi sólargeislana

í augunum á-sjer; en hún sá þá ekki. Samt

sem áður trúði hún þvi, sem amma hennar

sagði, því hún hafði aldrei slcrökvað að henni;

hún hjelt því áfram að bera sólargeislana inn

til hennar á hverjum degi og amma hennar

sagði henni margar fallegar sögui'; húu í'aðm-

					
Fela smįmyndir
Titilblaš I
Titilblaš I
Efnisyfirlit II
Efnisyfirlit II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4