Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1897, Blaðsíða 4

Æskan - 05.10.1897, Blaðsíða 4
2 að er x og z, e og i, u og ö, hvar settar eru kommur og önnur greinarmerki o. s. frv., hvern- ig orð eru skammstöfuð o. íi. Gætið þess, að halda saman blöðunum og láta binda þau í bók, þegar komið er nógu mikið til Jjess, því ykkur getur þótt gaman að líta í þau síðar og einkum að skoða mynd- irnar. Ef ykkur langar til að gefa einhverju fá- tæku barni eitthvað, t. d. í almælisgjöf, þá skuluð þið kaupa handa því „Æskuna“, ef það hefur hana ekki áður. Sendum vjer svo fyrsta blað „Æskunnar11 með beztu kveðju til allra barna og innilegri ósk um, að það geti orðið þehn til góðs og gamans. inu sinni var lítil stúlka, sem hjet Lára; amma hennar var orðin gömul og gráhærð og hrukkótt í andliti. Láru litlu þótti ósköp vænt um hana, því hún var heuni allt af svo góð. Eaðir Láru átti hús, er liann bjó í, og aimna henn- ar var í herbergi, sein sneri í norður; þarvar því kalt og sólin skein þar sjaldan; en í suðurenda hússins, þar sem foreldrar Láru bjugg11! var bjart og lilýtt. „Hvernig skyldi standa á því“, hugsaðl Lára litla, „að bless- uð sólin skín aldrei á gluggann hennar ömmu minnar? — hún sem er þó allt af svo góð“. Einhverju sinni spurði hún föður sinn, hvernig á þessu stæði; en hann svaraði henui þvi, að sólin gæti ekki skinið á gluggann hennar af því, að hann sneri í norður. „Er þá ómögulegt að snúa lnishiu við, svo að herbergið hennar ömmu snúi i suður?“ spurði Lára. „Ertu svona heimsk, litli kján- inn þinn?‘‘ sagði faðir hennar. „Heldurðu að það sje mögulegt að snúa við liúsinu? og þótt það væri liægt, þá byggjum við öll að norðanverðu og sólin skini aldrei á gluggann okkar; þætti þjer það betra?“ „Á þá sólin aldrei að skína á gluggann hennar ömmu?“ spurði Lára og horfði eiuarð- lega framan í pabba sinn ; „eiga sólargeislarn- ir aldrei að komast inn til hennar?11 „Ekki nema ef þú vilt bera þá inn til hennar“, svaraði faðir hennar, brosti í kamp og gekk út, því hann hafði svo mikið að gjöra. „Að bera sólargeislaua iun til liennar öinmu!“ hugsaði Lára, „skyldi það vera mögulegt?11 Hún horfði á blómiu úti og henni -sýndust þau bera sólargeislana, trjen báru þá á blöð- unum og fuglarnh’ báru þá á vængjunmn, og meira að segja, henni sýndist hún sjálf bera þá á höndunum og audlitinu og fötunum sín- um, þegar hún var á gangi úti. Skyldi það annars vera ómögulegt að bera þá inn til henuar ömmu?“ liugsaði hún enn þá. Svo fór hún að reyna; allt af þegar sólskyn var fór hún út, Jjet sólina skína á sig og geklt svo inn til gömlu konunnar; en þegar hún kom inn, þá voru sólargeislarnir liorfnir af fötun- um hennar; en samt sagði amma lieuuar oft við hana: „Ósköp þykir mjer allt af skemmti- legt, þegar þú kemrn- inn, Lára mín! Það er svo dimmt og dapurt hjerna hjá mjer, en þegar þú kemur, þá er eins og sólargeislar standi úr augum þínum og gjöri allt svo hlýtt og bjart í kring um mig“. Lára var alveg hissa á orðum ömmu sinnar; liún læddist út að spegli, sem hjekk.á þilinu, til þess að vita, hvort hún sæi sólargeislana í augunum á sjer; en hún sá þá ekki. Samt sein áður trúði liún því, sem amma hennar sagði, því hún hafði aldrei skrölcvað að lienni; hún lijelt því áfram að bera sólargeislana inn til liennar á hverjum degi og amma hennar sagði lienni margar fallegar sögur; liún í'aðin-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.