Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1911, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1911, Blaðsíða 6
46 Æ S K A N. "I" Árni Gíslason. SNEMMA í síðastl. maímánuði andaðist licr í Reykjavík Árni Gislason letur- grafari. Hann var einn af elztu og beztu Góðtemplurum landsins og mjög vinsæll maður. Iðn sína, leturgröftinn, stundaði hann með miklum dugnaði í mörg ár, og munu margir menn, víðsvegar um land, eiga ýmsa góða gripi letraða af lionum. í parflr bind- indismálsins vann liann mikið meðan lieilsa hans leyfði, bæði sem regluboði út um land og innan stúku sinnar (»Verðandi«). Um 20 ár var hann í barnastúkunni »Æskan« og gegndi þar lengi gjaldkera-störlum i framkv.nefnd. — Pegar hann talaði til barnanna á fundum, voru ræð- ur hans jafnan ljósar og liprar og skýrðu vel pað málefni, sem til umræðu var, og margar hollar og góðar bendingar gaf liann pá hinum ungu áheyrendum sínum. Mér er scrstaklega í minni ræða ein, sem hann hélt einu sinni á Æsku-fundi og lagði út af vísunni: bÞú íinnur aldrei hnoss í heimsins glaum«. Hann sagði pá, að svo mikilsvert sem bindindið væri, pá væri pað pó ekki einhlílt til pess að verða góður og nýtur maður. Hver einasti unglingur yrði einnig að forðast að láta hégómaskapinn og tízkuna, »skröllin« og skemtanirnar, hrífa sig svo með sér, að hann yrði præll þeirra og færi að meta það meira en bindindisstarfið, sem pó ætti að vera öllum kærast. — I3að hann börnin að varast ginningar götulífsins og lljóta ekki með þeim straumi, sem bæri þau út í spillingarhafið áður cn pau vissu nokkuð af pví. Árni sál. var allvel hagorður, en þó mun hann ekki hafa nolað pá gáfu nema lítið.— Á yngri árum sinum sá hann cinu sinni drukkinn mann, sem var að reika til og frá fyrir utan hús lians, en utan um hann hafði safnast barnahópur, sem var að benda á liann og henda gaman að honum. Orti pá Árni eftirfarandi vísur fyrir munn drykkjumanns- ins og tók upp í þær margar af setningunum, sem hann hafði heyrt hann sjálfan segja: Nú svífur að mér svími og sveifla tekur mér, og elli- hvítu -hrimi mitt höfuð þakið er, og hulinn hættutími á harmaleið mig ber. En dimt er líf og döpur stund. Og börnin bljúg í lund þau benda’ á hvar ég slend, — já, hvar ég stend. — En liver veit hvar ég stend? Eg þykist standa’ á grænni grund, en Guð veit hvar ég stend. Eg stend í þungum straumi og stormar hrista mig, og alt í djúpum draumi er dulið kringum mig. Og gleymsku-stokknum glaumi fær glapið heimur mig. Og fram með hrolli hröklast ég. En veröld vofeifleg, hún veit ei livar ég stend, — já, hvar ég stend. — En hver veit livar ég stend? Eg get ei sjálfur greitl minn veg, en Guð veit hvar ég stend. Við þraulir þó ég stríði og þungan kvaladraum, pó sárin djúpu svíði og svelli heims í glaum, og lúinn fram ég líði í lífsins ileygislraum, unz fram að dimmri dauðaströnd min veik sér varpar önd,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.