Fyrilestur um Kína haldinn i Iðnaðarmannahúsinu, 27. agúst 1920. Eftir K. T. Sen. Heiðruðu tilheyrendur! Gjaina hefði jeg viljað ávarpa yður á íslenzku hjer i kvöld, en því miður get jeg það ekki. En með því að 8vo vill vel til, að við getum ræðst við á ensku, vil jeg leyfa mjer að lýsa stuttlega vexti og viðgangi hinnar fornu Qienningar Kínaveldis. En efnin liggja tveDnogþrennátungu minni, og verður mjer því sá vandinn mestur að velja vitur- lega og skipa velniður efninu Til þess nú að erindi mitt verði ekki alt of sundurlaust, ætla jeg hjer íkvöld að lýsa til nokk- urrar hlítar þejm atriðum, er hjer greinir: 1) Aðalatriðunum í stjórnmálasögu vorri og bókmentum. 2) Þjóðareinkennum vorum og hugsjónum En tvent er það þó, sem jeg verð að minnast á áður. I fyrsta lagi vil jeg leyfa mjer að vara menn við hvat- víslegum fullyrðingum, að það sje þjóðareinkenni, sem að- eins kann að eiga við einstaka sveit eða einstakan mann. Manninum virðist það meðskapað að vera helzt til hrað- dæmur, og er sú tilhneiging sannleikanum hvergi óþarf- ari, en er menn vilja kynna sjer mál og menningu Kín- verja. Kina skiftist í átján fylki, og er þó eigi þar með talið Thibet, Mongolía, Manchuria og sá hluti Turkestans, er Kinverjar eiga; en ríkið er alt, með hjálendum þess- um, hjer um bil helmingi stærra en Bandaríkin í Norður- Ameríku, og talið 5 milj. ferm. enskra að flatarmáli. Inn- aQ endimarka þessa risavaxna lýðveldis er dýra- og jurta- líf óumræðilega margvíslegt, loftslag og landslag næsta sundurleitt, og eftir þessu er svo mismunurinnn i lifnaðar- háttum og venjum landsbúa. Skoðanir og hugmyndir, er