1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Page 28

1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Page 28
22 1. MAl Hitler heiðrar morðingjana. 25. júlí 1934 var Dollfuss kanslari í Austurríki myrtur í kanslarahöllinn í Wien. Verknaðinn framkvæmdi hópur nazista undir forystu manns, er hét Otto Planetta, og áður hafði verið und- irforingi í austurríska hernum, en verið rekinn þaðan fyrir áróðursstarfsemi í þágu þýzkra nazista. Planetta skaut sjálfur þeim tveim skammbyssuskotum er urðu Dollfuss að bana. Planetta var ásamt fjórum dæmdur til dauða og hengdur. Hann og félagar hans hróp- uðu ,,Heil Hitler“, er þeir komu á af- tökustaðinn. Morðið vakti andstyggð alls staðar. ,,Times‘“ sagði skömmu eftir morðið, að óþefinn af nazismanum legði um all- an heim, og að þeir, sem notuðu slíkar aðgerðir í pólitískum tilgangi, gætu að- eins uppskorið fyrirlitningu annara. Blað Mussolinis „Popolo di Italia“ fór þeim orðum um Þjóðverja eftir morðið á Dollfuss, að enn einu sinni hefði nú komið fram í dagsljósið sú villi- mennska og blóðþorsti, sem raunveru- lega ríkti í hugum Þjóðverja, og blað- ið endaði með þessum orðum: „Þessir herrar nazistarnir, eru morðingjar og kynvillingar og ekkert annað“. Gremjan um heim allan út af morði Dollfuss var svo mikil, að Hitler sá það ráð vænst að taka afstöðu gegn morð- ingjunum, þó enginn vafi léki á því þá né síðar, að morðið var framkvæmt að undirlagi þýzkra nazista og kostað af þýzku fé. Og eftir allri framkomu Hitlers að dæma nú, eftir innlimun Austurríkis í Þýzkaland, er fullkomin ástæða til að ætla að þá þegar hafi innlimun Austurríkis í Þýzkaland ver- ið ákveðin. Náðun Rintelens og ann- ara, sem dæmdir voru fyrir þátttöku í morðinu á Dollfuss, eftir heimsókn Schussniggs í Berchtesgaden, hefir vafalaust verið framkvæmd eftir kröfu Hitlers. Og nú hefir Hitler opinberlega við- urkent þetta ódáðaverk, þar sem hann í ræðu sinni 18. marz síðastliðinn hef- ir lýst morðingjunum sem píslarvott- um. Hann sagði þá einnig að Schuss- nigg hefði fullkomlega unnið til þess, að verða tekinn af lífi, og það væri eingöngu sér að þakka, að svo hefði ekki verið. Nú undirbúa nazistarnir einskonar heiðurshátíð fyrir morðingjana. Byrj- unin er sú að yfirmaður þýzku lög- reglunnar Himmler, hefir í viðurvist fjölda háttsettra Þjóðverja lagt kranza á grafir morðingjanna. Eng- inn þarf að efast um að það sé ekki gert í fullu samkomulagi við Hitler. Wienerblaðið „Die Zeit“ hefir látið svo um mælt að mál Planetta verði tekið upp að nýju, svo hann geti feng- ið uppreisn æru sinnar og að lík hans verði flutt í ,,heiðursgröf“. Þessu hef- ir ekki verið mótmælt og framkoma Himmlers bendir ótvírætt í þessa átt. Flestir eiga erfitt með að trúa þeirri dýrkun á morðingjum, sem fram kemur í þessum aðgerðum þýzku naz- istanna. En þegar betur er aðgætt, er þetta ekki í fyrsa sinn, sem nazistarn- ir lofa og vegsama morðingja, og sýna þeim Viðurkenningu fyrjir ,starf“ þeirra. Eftir dauðadómana yfir S. A.-mönn- unum, sem í ágúst 1932, drýgðu hið

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.