Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Page 41
PÁLL JÓNSSON
landnámsmaður að Kjarna í Geysirbvggð
í Nýja-lslandi, hundrað ára.
Eftir séra Sigurð Ólafsson
1 sumar sem leið birtist smágrein í Lögbergi um Pál
Jónsson, fyrrum bónda að Kjarna í Geysirbyggð, sem varð
hundrað ára í ágústmánuði síðastliðnum
Vil eg nú beiðni samkvæmt minnast þessa aldraða
heiðursmanns nokkru nánar en þar var gert.
Páll er kominn af skagfirskum ættum, sonur Jóns
Pálssonar frá Heiði í Gönguskörðum og Margrétar Halld-
órsdóttur frá Kirkjuhóli; þau bjuggu um mörg ár á Álf-
geirsvöllum, en síðar á Miðvatni. Þar dó Jón faðir Páls
1874, 85 ára að aldri.
Böm Jóns og Margrétar, en systkini Páls voru: Halld-
ór, um langt skeið bóndi á Halldórsstöðum við Riverton;
Þorgrímur, bóndi á Akri, \’ið Riverton; Jón, er bjó og and-
aðist á Islandi; Mrs. Engilráð Sigurður, og Mrs. Þorbjörg
Stefánsson, síðast í Blaine, VVashington—öll látin.
Páll er fæddur 20. dag ágústmánaðar 1848, að Álf-
geirsvöllum, (ekki á Miðvatni, sem þó hefir verið stað-
hæft á prenti). Þann 1. okt. 1878, kvæntist hann Sigríði
Lárusdóttir bónda Guðmundssonar á Steinsstöðum í
Skagafjarðarsýslu og Guðrúnar konu hans Ólafsdóttur,
er var, eftir því sem mér er frágreint, af hinni merku og
fjölmennu Kjarna ætt í Eyjafirði. Þau vom gefin saman í
Mælifellskirkju af séra Jóni Hallssyni. Þau bjuggu síðast