52 hjá foreldrum sínum. Nú býr hann á landi Jó- hanns bróður síns. Þar heita nú Blómsturvellir. Kona Svanbergs er Áslaug Einarsdóttir, Markús- sonar, Jónssonar, Þórðarsonar. Sá ættbálkur er af Langanesströndum. Móðir Áslaugar var Ingi- björg Ögmundsdóttir bónda í Fagradal í Vopna- firði, Runólfssonar bónda s. st., Ögmundssonar bónda s. st., Einarssonar. Móðir Ingibjargar var Sólína Ásmundsdóttir bónda á Vindfelli í Vopna- firði. — Þau Svanberg og Áslaug giftu sig 1913. Börn þeirra eru: 1. Einar; 2. Klara; 3. Svanlaug; 4. Sigfús; 5. Jónína; 6. Victor. Son mistu þau 1930; hann hét Guðmundur, var mesti efnispiltur 19 ára að aldri. Svanberg hefir verið talinn einn 'efnaðasti bóndi í Nýja íslandi. Hann er bráðdug- legur, ötull og áræðinn til framkvæmda. Landnemi, N.V. 14. Jóhann Sigfússon. — Hann er bróðir Svan- bergs. Honum hefir hann leigt landið og er þar til heimilis. Hann er hinn bezti drengur, skýrleg- ur og greinargóður. Að búi bróður síns' vinnur hann stöðugt. Er þar og bróðurlag hið bezta. Landnemi, N.E. 14. Eggert Stefánsson. — Poreldrar hans voru Stefán Tómasson og Vigdís Magnúsdóttir, sem bjuggu að Egilsá í Skagafirði. Kona hans er Mar- grét Halldórsdóttir, systir Páls á Geysir. Þau fluttu til Vesturheims 1885, en 12 árum síðar tóku þau þetta land og bjuggu þar 13 ár. Þaðan fluttu þau vestur að Manitobavatni, þar sem synir þeirra tóku lönd við Dog Lake. Landnemi, S.E. 15. Jón Dagsson. — Faðir hans var Dagur hrepp- stjóri á Karlsstöðum í Ólafsfirði, Bjarnason bónda