71 mundsson bóndi á Vaði í Skriðdal. Þeir feðgar fluttust með fyrsta útflutningastraumnum af ís- landi og settust fyrst að í Mikley. Kona Jóns var Halldóra Guðrún Guðmundsdóttir. Þau settust hér að meðal fyrstu landnema Geysisbygðar. Fögru- vellir heitir landnámsbýli þeirra, sem geymir kærar minningar frumbyggjanna. Þau hjón eru bæði dáin fyrir mörgum árum síðan. Börn þeirra hér talin: 1. Guðmundur, sem getið er í landnematali Árdals- og Framnesbygða; 2. Guðrún, ekkja Bene- dikts landnema í Árdalsbygð (N.E. 25). Hún er bú- sett vestur í Albertafylki; Jón og Reimar >eru þar synir þeirra; 3. Anna Sigríður, kona Gísla í Hlé- skógum; 4. Bergur; 5. Kristján. Þeir eru báðir land- nemar í suðaustanverðu Víðirhéraði. Landnemi, Lot V.V. 21. Bjarni Guðmundsson. — Hann var faðir Jóns á FögruvöDum. Hann var þá ekkjumaður, er hann kom til þessa lands, orðinn háaldraður og lifði ekki lengi eftir það. Landnámsjörð hans samein- aðist Fögruvöllum. GuSmundur Sigvaldason. — Hann hefir keypt mikinn hluta af hinum sameinuðu landnámsjörð- um þeirra Fögruvallafeðga og býr nú á Fögruvöll- um. Hann er sonur Sigvalda í Framnesi, sem áð- ur er getið. Hann er einn hinn framkvæmdamesti meðal hinna yngri bænda bygðarinnar. Hann hef- ir komið sér upp mjög vönduðu fjósi með heylofti yfir. Og nú hefir hann keypt Þingvelli, landnáms- jörð Jóns Svein-ssonar, sem er ein með beztu jörð- um bygðarinnar. — Kona Guðmundar er Steinunn Ólafía Guðmundsdóttir, ólafssonar, ættuð af Skeið- um. Móðir hennar var Pálína Helgadóttir gull- smiðs, er var búandi í Grímsnesi. Steinunn flutti af íslandi 1912. En 2. marz 1915 giftist hún Guð- mundi. Hún er ágæt húsfreyja, er lætur lítið á sér bera, en stundar með prýði sitt heimili. Börn