120 þau létu af búskap. Var síðan farið til kirkju Bræðrasafnaðar, er var alskipuð fólki, og fór þar fram venjuleg jarðarfararathöfn. Prestar viðstadd- ir voru: sóknarpresturinn, séra Sigurður Ólafsson, og sá er línur þessar ritar. Yfir báðum útfararat- höfnunum hvíldi alvara og friðsæl ró. Öllum virtist ljóst að verið væri að skilja við mjög merka land- nema og hið ágætasta samferðafólk, þegar verið var að bera jarðnesku leifarnar þeirra mætu Engi- mýrarhjóna til grafarinnar friðsælu bústaða. — Mikill hópur er það orðinn og merkilegur, landnemanna fornu, mætra sona íslands og göf- ugra kvenna, sem nú er genginn til moldar hér í framandi landi. í þeim hópi, sem geymdi vel og trúlega margt það bezta, sem til er í íslenzkri sál, sóma þau Engimýrarhjón sér mæta vel. í þeim hópi eiga þau heima. Til manngildis þess flokks hafa þau bæði lagt mikinn og ríkulegan skerf.