Hamar - 18.01.1921, Blaðsíða 1

Hamar - 18.01.1921, Blaðsíða 1
I. árg. Reykjavík þriðjudaginn 18. janúar 1921. HAMAR Frambjóðendur D-listans halda kven-kjósendafund í Bárnbúð í dag, (þriðjudag) kl. 8x/2 síðdegis. Á fund þenna eru einkum boðaðar stuðnings-konur D-listans. Dórður Sueinsson. pórður Ihoroddsen. pórður Sueinsson. Stofnendur þessa blaðs er fé- lag hér í Reykjavík, en að því standa ýmsir af þeim mönnum, sem mest hefir kveðið að í stjórnmálum vonim á síðari ár- um, og hafa þeir lofað að styrkja blaðið með greinum um ýms þau mál, sem mestu skifta þjóð vora. Vér byrjum ekki göngu vora með hljómmikilli stefnuskrá, en munum, jafnóðum og tækifæri gefst, ræða með alvöru og taka fasta afstöðu til þeirra mála, sem eru á dagskrá þjóðarinnar. Sjálfstæðismálunum munum vér skipa öndvegissessinn í blaði voni og munum vér af fremsta megni vaka yfir því, að í engu verði slakað á rétti vor- um samkvæmt sambandslaga- samningnum milli Danmerkur og íslands. Eitt af mestu sjálf- stæðismálum vorum á þessum þrengingartímum er fjárhags- leg aðstaða vor inn á við og út á við. Hér kemur ekki aðeins til greina fjárhagur ríkissjóðs í þrengra skilningi, heldur alt viðskiftalíf vort, sem mörgum virðist nú vera í einskonar álög- um. Fyrirkomulag bankamála vorra verður því eitt af þeim málum, sem vér sérstaklega munum beina athygli vorri að. pað sem sjúkt er í bankamálun- um, verður vægðarlaust að skera í burtu, og umfram verð- um vér sjálfir að ráða yfir að- al-bönkum landsins. í fullu samræmi við þetta munum vér sporna á móti því af alefli, að erlendum auðfélögum verði fengið í hendur einkaleyfi yfir landsins gæðum, sem geti múl- bundið fjárhagslegt sjálfstæði vort í framtíðinni, og þannig náð íhlutunarrétti um mál vor. í fossamálunum viljum vér því fara með fullri varúð, en hins- vegar beisla sem fyrst og eftir þörfum það afl, sem þarf til hitunar og upplýsingar, og til járnbrautareksturs í landinu, en aftarlega verðum vér í menningunni, ef vér ekki bæt- um og breytum samgöngutækj- um vorum sem fyrst að unt er í samræmi við kröfur þær, sem gerðar eru í öllum menningar- löndum. Bættar samgöngur eru eins og töfrasproti æfintýranna. Nýjar bygðir, nýir atvinnuveg- ir vaxa í skjóli þeirra og fram- tíðin heyrir þeim til. í sam- bandi við dagsins seinasta deilumál um stjórnarhöftin á viðskiftalífinu,viljum vér benda á, að reynslan, sem oft er ó- lýgnust, hefir sýnt, að þau höft hafa ekki komið að tilætluðum notum. Aðaltilgangur síðasta þings var að sporna við inn- flutningi á óþarfa, en svo langt er frá því að þetta hafi tekist. Óþarfinn er alstaðar eins og mý á mykjuskán, og einn af aðalglyssölum bæjarins lofar haftanefndina í hjartnæmum orðum, svo varla hefir mikið sorfið að honum. Reynslan hef- ir dæmt innflutningshöftin. Hveiti og sykurskömtunin er hrein mistök sem allir kenna í brjósti um stjórnina fyrir. Nýir tímar verða að renna upp með þjóð vorri, þokan, sem grúfir yfir stjómmálasviðinu, verður að hverfa. Stjórnin, sem nú ríkir, varð til í þokunni, eða einmitt vegna þokunnar. Og varð líka undarlega til,, því hún er sköpuð af mestu andstæðum í þinginu. þeir menn, sem sköp- uðu stjórnina, voru svo miklir andstæðingar, að þeir máttu varla líta hvern annan réttu auga. Og umtal þeirra um stjórnina er ekki líkt því sem foreldrar tala um börn. því ver og miður verður ekki annað séð en stjórnin sé eins og við- skiftalífið í álögum. Hún hefir ekki borið gæfu til að draga úr fj árhagsvandræðunum, sem að steðja, en kastar allri sinni á- hyggju á bamalega smáskamta af hveiti og sykri, og það ein- mitt þegar þessar vörur voru að falla í verði. þingið kemur nú bráðum saman. Vér væntum að það sýni rögg af sér og leysi þá hnúta, sem ekki mega vera óleystir. Eins og þegar hefir verið tekið fram, munum vér jafnóð- um og tækifæri gefst draga skýrt fram stefnuskrá vora, og tækifærið virðist í nánd, því nú fara bráðum fram kosning- ar hér í höfuðstaðnum, en þær munum vér að sjálfsögðu ekki leiða hjá oss, en styðja þann listann, sem skipaður er þeim mönnum, sem næst standa oss að skoðunum, en það skal þeg- ar tekið fram, að það eru fram- bjóðendur D-listans. Með fylgi voru við þann lista treystum vér að vér munum auka þing- inu góða starfski'afta. Vér treystum því, að skoðanabræð- ur vorir um alt land muni taka blaðinu vel. Vér höfum vegna ýmsra örð- ugleika að blaðaútgáfu nú, kostnaðar o. fl., ekki getað byrjað blaðið fyr, þó að sú væri í öndverðu tilætlunin. Vér treystum því að skoðunarbræð- ur vorir um land alt muni greiða götu blaðsins með því að kaupa það og útvega því kaup- endur, og þá ekki sízt með því að senda því greinar um áhuga- mál sín. Hinsvegar munum vér leitast við að vanda blaðið að öllum frágangi, og umfram alt viljum vér leitast við að vinna oss traust með því að halla aldrei réttum málstað, hvað hörð sem baráttan kann að verða í hvert skifti. Vér köllum blaðið Hamar, og hörkuna vilj- um vér ekki spara gegn því, sem oss virðist fara miður í þjóðfélagi voru. o Erlendar verslunar- og fiski- veiðafréttir munu framvegis verða birtar hér í blaðinu. Ham- ar vonar að það muni gleðja margan lesanda sinn að fá frétt ir um þau efni. því það virðist svo sem önnur blöð hér forðist að minnast á nokkuð þesskonar. II. tbl. íslendingar! Sjórinn við strendur okkar lands var, er og verður alla tíð einhver bezta, ef ekki hin bezta, lífslind þjóðarinnar. Um það verður ekki deilt. En þessi lífslind, svo stór og sterk sem hún er, er sarnt ekki þrotlaus. Með illri og heimsku- legxi meðfei'ð mætti takast að ganga hana til þurðar, svo að ekki væri róðrabáta og vélbáta veiði uppurin aðeins, heldur einnig veiði botnvöi’punganna, sem hingað til hafa reynst svo gif tudi'j úgii'. Veiði útlendra og innlendra botnvörpunga í landhelgi, og þar sem vei’st gegnir, er nú í þeim vexti, að eftir stutta stundarbið, eftir mannsaldur eða svo, verður ekki orðið ann- að eftir af hinum heimsfrægu og auðugu íslenzku fiskimiðum en — leifamai'. þessar leifar vill landsstjómin una við.' Svo sterkur er húsgangshug- ur landsstjórnar vorrar, að hún gerir það lítið hún getur til þess að aftra því, að íslend- ingar sjálfir líti eftir landhelg- inni. Reykvíkingar! þér hafið svo mikil mannaforráð, að hér ætti að vei’a hægur nærri að ljá þann stuðning sem nægði, til þess að losa þjóð voi’a við þessa sauðþráu og skammsýnu stjórn, er nú situr að völdum. Landhelgisvörn og björgun- arstarf á íslenzkum skipum er hið mesta gi'óðafyi’ii'tæki og •sjálfstæðismál, sem hið unga, elskaða, íslenzka í’íki á kost á að taka þátt í, og þar að auki mannúðarmál. þetta vita allir góðir íslend- ingar. Burt með pappírspoka- stjórn. Sigurður Sigurðsson frá Arnai’holti. ------o------- Frambjóðendur D-listans (þórða-listans) bjóða konum á fund til sín í kvöld kl. 8í Báruhúsinu. þar tala frambjóð- endurnir og fleiri. Konur skipa sér þétt undir merki D-listans, enda hafa stuðningsmenn þess lista unnið öðrum meii’a fyrir konur þessa lands. Komið tímanlega.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/426

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.