Good-Templar - 01.01.1899, Blaðsíða 6

Good-Templar - 01.01.1899, Blaðsíða 6
2 Og vitund á skyldu’ um vígi og stoð Og verndun smælingjanna. Svo lifi vor stúka lengi’ og vel. Og liðsmannafjölda safni, Og þótt hana kremji kuldaél Hún kafni ei undir nafni, En krýnist af eining, kappi’ og dáð í kærleikans ljósi dafni. Árið sem leið. Það er mjög gleðilegt fyrir alla bindindismenn lands- ins og bindindisvini, að hugsa til þess, hve mikium fram- förum málefni vort hefir tekið hér á landi á síðastliðnu ári, enda hefir verið starfað ósleitulega af bindindisliðinu og forsprökkum þess og fé óspart notað til bindindisút- breiðslu. Þegar eftir nýárið er sérstakur umboðsmaður stór- templars, Sigurður Eiríksson af Eyrarbakka, á ferð aust- ur í Rangárvallasýslu og stofnar þar stúku í Þykkva- bænum, eftir að hafa stofnað 2 aðrar stúkur i sömu sýslu laust fyrir áramótin. Stúdent Sigurbjörn Á. Gislason fór bindindisferðir um Eyjafjarðar- Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, heldur víða bindindisfyrirlestra, heimsækir stúkur og bindindisfé- lög og stofnar stúku á Hjalteyri. Haraldur Níelsson kand. boðaði bindindi í Mýra- og Snæfellsnessýslum. Stúdent Jónmundur J. Halldórsson boðaði bindindi í Dala- og Mýrasýslum og stofnaði sína stúkuna i hvorri sýslunni. Árni Pálsson barnakennari úr Njarðvík boðaði bind- indi í Hrísey og meðfram Eyjaflrði vestanverðum. Sig. Júl. Jóhannesson kand. boðaði bindindi mjög víða og stofnaði stúkur í Kjósinni, á Mýrunum, á ísafiidi og í Mosfellssveit. Árni Gíslason leturgrafari var sendur til Vestmanna-

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.