Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1931, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.10.1931, Blaðsíða 6
162 HEIMILISBLAÐIÐ hegningu og auðkendir frá hinum með því, að stungið er gat á eyru þeim. Þarna þræla þeir sí og æ við sandinn níðþung- an og standa undir strangri gæzlu vopn- aðra fangavarða Skrautborg'irnar fornu eru nú smám- saman að koma upp úr kafinu á Tripoli- ströndinni. Leptis Magna er nú í grend við lítinn fiskimannabæ, sem Homs heitir. Nú er verið að grafa laugahallirnar; steintig'lagólfin hafa varðveizt svo vel, að litirnir hafa jafnvel haldið sér. Torgið er hið fegursta, með útflúruðum súlum og i kringum altarið í kirkjunni (Basilika), sem er byg'ð með rómversku sniði, standa tvær háar og rennilégar súlur. Alt, sem geymst hefir í veggskotunum og bak við líkneskjustytturnar: kvenmynd- ir úr ísköldum marmara, hrikaleg goða- líkneski o. fl. er öllu safnað saman á einn stað, dálítið forngripasafn, og eykst það stöðugt að dýrmætum gripum. Sandinum er ekið burtu í steypivögn- um, og á hverjum degi kemur upp eitt- hvað nýtt, er hefir varðveizt svo langt um betur en fornmenjarnar á ítalíu og Grikklandi. Búið er að grafa leikhúsið í Sabratha; er það eitt hið undursamleg- asta leikhús, sem nokkurn tíma hefir til verið, bæði að skreytingu og hagleiks- smíði og' fyrirkomulagi. Þar fundu þeir haglega gert höfuð af Júpíter, himinguði Rómverja; lá það innan um marmaraplöt- ur, sem letrað var á af kristnum mönn- um. Áður en langt um líður standa þessar fögru borgarrústir á Afríkuströndinni sem menjar um ríkiláta öld, þá er menning og vald átti rætur sínar að rekja til hinn- ar frægu heimsborgar fornaldarinnar — til Rúmaborgar. Guðmundui’ Guðmimdsson; bóksali er fæddur 9. október 1849 á Minna-Hofí a Rang'árvöllum. Foreldrar hans voru: Gi'ð mundur Pétursson bókbindari og bóndi 11 Minna-Hofi (d. 1876), og síðari kona ha]lS’ Ing'igerður Ölafsdóttir (d. 1883), Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, og óls Guðmundur upp hjá þeim. Bókband lse'01 hann hjá föður sínum, sem var ágætui' ,o& alkunnur bókbindari þar eystra á siu111 tíð. Tæpra 20 ára gerðist Guðm. sýs^u skrifari hjá H. E. Johnsson á Velli og' val hjá honum í 4 ár. Árið 1873 giftist Guð111, heitmey sinni, Ástríði Guðmundsdóttur Kotvelli, systur Magnúsar bónda Þ&r Oo Steins bónda á Minna-Hofi; fluttust ÞaU ungu hjónin að Kotvelli þá um vorio °% gerðist Guðmundur þá, að sumrinu verzlunarmaður hjá Guðm. Thorgríiuseri við Lefoliisverzlun á Eyrarbakka og ust þau hjónin síðan alfarin þangað vo11 eftir (1874) og gerðist nú Guðmundur barnaskólakennari þar um 4 ára skeið e ‘ til 1879, þangað til hann varð bókhaldM1 við Lefoliiverzlun, en stundaði jafnfm11 bóka-, ritfanga- og- glerverzlun, blaðaso og bókbandsiðn, sem Friðrik bókbinda11’ hálfbróðir hans, veitti forstöðu að mesru

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.