Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1970, Blaðsíða 17
Bertha von Suttner og friðarverðlaun Nóbels Eftir Hcirland Manchester 10. desember ár hvert fer fram í Oslo, í við- urvist stórmenna af mörgum þjóðum, úthlut- un friðarverðlauna Nóbels, en mikill frami veitist þeim, sem hlýtur þau. Á sama degi eru afhent í Stokkhólmi Nóbe'lsverðlaun fyrir framúrskarandi afrek í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Frá því árið 1901 til ársins 1960 hefur verið úthlutað verð- launum, að upphæð 36.263.405 norskar krón- ur, til 297 karla og ellefu kvenna (auk sjö stofnana). Og hafa þau með því orðið um aldur og ævi yfiiiýstir meðlimir einstæðs hóps göfugmenna í þjónustu mann'kynsins. Að baki friðarverðlaunanna stendur geð- stirði sérvitringurinn, Al-fred Nóbel, sem varð auðugur á sprengiefnum, og að baki Nóbel stendur kona, sem er nú óðum að gleymast, Bertha von Suttner, barónsfrú. Hún reyndi hvað eftir annað á tuttugu ára tímabili að vinna iðnaðarjöfurinn til fylgis við herferð sína gegn styrjöldum og hefur þannig stuðl- að að hinni stórmannlegu ákvörðun hans. Þegar Bertha von Suttner kynntist Alfred Nóbel, var hún fátæk, ung vonsvikin greifa- dóttir, sem var að leita sér að ritarastöðu. Faðir hennar var austurríski yfirhershöfð- inginn KinSky greifi. Hann hafði dáið fyrir fæðingu hennar og hafði skilið fjölskyldu sína eftir í litlum efnum. Hún hafði vaxið upp í þeim draumaheimi, sem fátæki aðallinn í Vínarborg um miðja 19. öld lifði í, og var því alin upp í ölliun .dyggðum samkvæmis- lífsins, talaði mörg tungumál og skrifaði meira að segja 2—3 rómantísk leikrit. Hún lærði söng í París, en þegar fjölskyldan varð efnalaus árið 1873, fékk hún sér stöðu á heim- ili von Suttner baróns sem kennslukona dætra hans. Þar kynntist hún Arthur, hinum lag- lega unga syni barónsins. „Þegar hann kom inn í herbergið,“ ritaði hún síðar, „varð það bjart og hlýtt.“ Ástin dafnaði, en móðir Arthurs var á móti því, þar sem kennSlu'konan var ekki aðeins Bertha von Suttner fátæk, heldur einnig sjö árum eldri en hinn 26 ára gamli sonur hennar. Eftir ákafar for- tölur afsalaði Bertha sér honum loks. Bar- ónsfrúnni létti mjög, og hún benti henni vin- samlegast á auglýsingu í blaði: „Efnaður, menntaður, roskinn maður, sem býr 1 París, óskar eftir roskinni konu með góða tungumálakunnáttu, til ritara- og inn- anhússstarfa.“ Bertha skrifaði þangað og fék'k mjög vin- gjarnlegt svar frá einhverjum Alfred Nóbel, uppfinningamanni dýn'amítsins, að því er bar- ónsfrúin Sagði henni. Ákveðið var, að þau skyldu hittast í París. Það kom mjög flatt upp á báða aðila, er þau hittust. Maðurinn, sem Bertha tók á móti með nokkurri feimni, en vingjarnlega, var ekki „roskinn maður“, heldur 43 ára gamall maður með dötókt skegg, fremur þunglyndis- l'egur útlits. Og „roskna konan“, sem Nobel hafði búizt við, reyndist vera falleg, tígu- leg, mjög ungleg, af 33 ára konu að vera, með fíngerða andlitsdrætti og stór, svipmikil augu. Alfred Nobel var auðugur og frægur mað- ur og hafði setzt að í íburðarmiklu húsi í París. Hann var óbetranlegur piparsveinn og hafði biiið í haginn fyrir sig með öllum þæg- indum, að meðtöldum góðum matsveini, þó að hann n'eytti aðeins óbreyttrar fæðu, þar sem meltingarfæri hans höfðu Skemmzt vegna heimilisblaðið 17

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.