Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Heimilisblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Heimilisblašiš

						Bertha von Suttner og
friðarverðlaun Nóbels
Eftir Harland Manchester
10. desember ár hvert fer fram í Oslo, í við-
urvist stórmenna af mörgum þjóðum, úthlut-
un friðarverðlauna Nóbels, en mikill frami
veitist þeim, sem hlýtur þau. Á sama degi
eru afhent í Stokkhólmi Nóbe'lsverðlaun fyrir
framúrskarandi afrefc í eðlisfræði, efnafræði,
læknisfræði og bókmenntum. Frá því árið
1901 til ársins 1960 hefur verið úthlutað verð-
launum, að upphæð 36.263.405 norskar krón-
ur, til 297 karla og elefu kvenna (auk sjö
stofnana). Og hafa þau með því orðið um
aldur og ævi yfirlýstir meðlimir einstæðs
hóps göfugmenna í þjónustu mannkynsins.
Að baki friðarverð'launanna stendur geð-
stirði sérvitringurinn, Alfred Nóbel, sem varð
auðugur á sprengiefnum, og að baki Nóbel
stendur kona, sem er nú óðum að gleymast,
Bertha von Suttner, barónsfrú. Hún reyndi
hvað eftir annað á tuttugu ára tímabili að
vinna iðnaðarjöfurinn til fylgis við herferð
sína gegn styrjöldum og hefur þannig stuðl-
að að hinni stórmannlegu ákvörðun hans.
Þegar Bertha von Suttner kynntist Alfred
Nóbel, var hún fátæk, ung vonsviltin greifa-
dóttir, sem var að leita sér að ritarastöðu.
Faðir hennar var austurríski yfirhershöfð-
inginn Kinsky greifi. Hann hafði dáið fyrir
fæðingu henn'ar og hafði skilið f jölskyldu sína
eftir í lit'lum éfnum. Hún hafði vaxið upp
í þeim draumaheimi, sem fátæki aðallinn í
Vínarborg um miðja 19. öld lifði í, og var
því alin upp í öllum .dyggðum samkvæmis-
lífsins, talaði mörg tungumál og skrifaði
meira að segja 2—3 rómantísk leikrit. Hún
lærði söng í París, en þegar fjölskyldan varð
efnalaus árið 1873, fékk hún sér stöðu á heim-
ili von Suttner baróns sem kennslukon'a dætra
hans. Þar kynntist hún Arthur, hinum lag-
lega unga syni barónsins. „Þegar hann kom
inn í herbergið," ritaði hún síðar, „varð það
bjart og Mýtt."
Ástin dafnaði, en móðir Arthurs var á móti
því, þar sem kennslukonan var ekki aðeins

¦   :        :: :        '                                             ' ! /   ' ¦::  :   /
Bertha von Suttner
fátæk, heldur einnig sjö árum eldri en hinn
26 ára gamli sonur hennar. Eftir ákafar for-
tölur afsalaði Bertha sér honum loks. Bar-
ónsfrúnni létti mjög, og hún benti henni vin-
samlegast á auglýsingu í blaði:
„Efnaður, menntaður, roökinn maður, sem
býr 1 París, óskar eftir roskinni konu með
góða tungumálakunnáttu, til ritara- og inn-
anhússstarfa."
Bertha skrifaði þangað og fékk mjög vin-
gjarnlegt svar frá einhverjum Alfred Nóbel,
uppfinningamanni dýn'amítsins, að því er bar-
ónsfrúin sagði henni. Ákveðið var, að þau
skyldu hittast í París.
Það kom mjög flatt upp á báða aðila, er
þau hittust. Maðurinn, sem Bertha tók á móti
með nofckurri feirnni, en vingjarnlega, var
ekki „roskinn maður", heldur 43 ára gamall
maður með dö^kkt skegg, fremur þunglyndis-
legur útlits. Og „roSkna konan", sem Nobel
hafði búizt við, reyndist vera falleg, tígu-
leg, mjög ungleg, af 33 ára konu að vera,
með fíngerða andlitsdrætti og stór, svipmikil
augu.
Alfred Nobel var auðugur og frægur mað-
ur og hafði setzt að í íburðarmMu húsi í
París. Hann var óbetranlegur piparsveinn og
hafði búið í haginn fyrir sig með öllum þæg-
indum, að meðtöldum góðum matsveini, þó
að hann neytti aðeins óbreyttrar fæðu, þar
sem meltingarfæri han's höfðu skemmzt vegna
HEIMILISBLAÐIÐ
17
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44