Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Hljómlistin

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Hljómlistin

						HLJOMLISTlN.
ií
on) og hörpur. Harpan var strengja-hljóð-
færi, en bumhan slegin. Talið er þó vist,
að hvorugt þessara hljóðfæra sé fundið upp
af Hebreum, heldur muni þau vera komin
til þeirra frá nágrannaþjóðunum, Assyriu-
mönnum, Aröbum eða Egyptum, og víst er
það, að harpan heiir verið alkunn bjá
Assyríumönnum löngu fyr en hjá Hebreum,
eða frá elztu tímum, er sögur fara af lijá
þeim. Sumir bafa talið það víst, að aðal-
lega haíi Gyðingar fengið »músik« sina frá
Egyptalandi og hafi Móses lært hana þar
og flult með sér austur yfir haflð rauða,
eins og aðra mentun Egypta. Annars er
alt mjög óljóst um forn-egypzka söngment-
un; forn rit þekkjast engin um hana og
ekki heldur nein lög eða reglur. En bljóð-
færi vita menn að þeir hafa haft bæði mörg
og fullkomin frá elztu límum, því bæði sjásl
þau á fornum myndum og hafa fundist í
gömlum grafhvelíingum.
Merkilegasti fundur um fornegypzka músik
er sá, sem Englendingurinn Sautligate fann
og flutti til Lundúna 1890. Það eru gaml-
ar flautur, er hann fann i gralreit einum,
sem ætlað er að sé frá því um 3000 árum
fyrir Krists burð. Flautur þessar bera vott
um það, sem marga hafði grunað, að
Egyptar haíi staðið jafnvel öllum öðrum
framar, að því er sönglist snerlir. Þessar
flautur hafa gefið tónaröð, er meira nálæg-
ist núliðar tónstiga en nokkurt annað forn-
hljóðfæri, sem enn þekkist. Gríska fjórlæn-
ið (telrakkord) hafa þær fullkomlega hið
sama og var hjá Grikkjum og jafnframf
vorn óblandaða tónstiga, svo nú þykir mega
fullyrða að Grikkir bafi sótt söngmentun
sína til Egypta og að þeir séu hinir elztu
er sönglistin þekkist hjá.
TSýtt hér á laadi verður þaö á samsöngnum í
kvöld, að sungið verður lag eftir ítalska tónsnill-
inginn fræga, G. P. da Palestrina, sem talinn er
óviðjafnanlegur, og enn í dag er hann í katólsk-
um löndum álitinn lang-frægastur.
Thoinas Lindcmann Lanb
organleikari við Hólmskirkjuna í Kaup-
mannahöfn, verður sextugur á fimtudaginn
kemur (5. des.). Laub er líklega einhverlærð-
asli núlifandi kirkjusöngfræðingur Norð-
urlanda, og hefir um all-mörg ár beitt kröfl-
um sinum til að laga kirkjusönginn í Dan-
möi'ku og færa hann nær hinu fagra og
frumlega eðli sínu. Annars er það undar-
legt með Dani, sem þó bafa ávalt átt fram-
úrskarandi söngmenn og ágæt lónskáld,
hvað þeir hafa lálið kirkjusönginn liggja
sér i léttu rúmi nú um síðastliðnar tvær
aldir og haldið stöðugt eftir þeirri hraut,
sem gamli Kingó lagði þar fyrir þá. Sömu
ábrifum böfum vcr og Norðmenn orðið fyrir.
Thomas Laub er talsvert orðinn kunnur
hér á landi, því margir söngvinir munu
hafa kynt sér bók þá er hann ritaði »um
kirkjusönginn«. Söngbækur hefir hann og
ritað og sýna þær hin gömlu lög í sínum
fegursta búningi, t. d. »Kirkemelodier« sem
komu út i þremur heftum 1888—90 (125
sálmalög). Nýlega (1909) eru útkomin eftir
hann : Forspil og Melodier, Forsög i Kirke-
stil. Það eru 40 forspil og 12 sálmalög.
Pessi sálmalög hans eru hverl öðru fallegra.
Eitt þeirra er i Jólahörpunni 1910 (Þúguð
sem ])ýr í bæðum bátt).
Brynjólfur Porláksson
organleikari við dómkirkjuna, hefir sagt
lausri stöðu sinni frá næsta nýári, og var
sú staða veilt 15. þ. m. (nóv.) söngkennara
Sigfúsi Einarssijni og tekur hann við henni
á nýársdag.
Ekki mun vera ákvcðið enn, hvernig messum
verði hagað um áramótin næstu, en um nokkur
undanfarin ár heflr það verið venja, að kveðja
gamla árið og fagna hinu nýja með lágnættispré-
dikun, og færi þvi ekki illa á því, að Brynjólfur
léki á organið fyrir, en Sigfús á eftir þeirri
messugerð.
J. Sl.
					
Fela smįmyndir
Kįpa I
Kįpa I
Kįpa II
Kįpa II
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Fylgiblaš
Fylgiblaš
Fylgiblaš
Fylgiblaš