Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Blaðsíða 69
IÐUNN Strútur. Minnisstæður er hann mér hálfblindi og heyrnarlausi, gráhærði og gamli ‘móstrútótti hundurinn. Og eg býst við, að fæsta furði á því, er þeir hafa heyrt, hvernig við kyntumst og hvílíkur hann reyndist mér. Það hefir oft verið að mér komið, að segja frá kynn- ing okkar Strúts og því verki, sem hann vann fyrir mig. En þetta hefir þó jafnan farist fyrir. Nú held eg, að eg bæti það mál lítið með biðinni og ætla því að reyna að sýna lit á að segja frá því. Eg veit ekki fremur en aðrir hve nær frá kann að taka gæftirnar. — Það eru sextán ár síðan eg var staddur á Hellissandi ofanverðum júlímánuði og beið skipsferðar suður um Faxaflóa. Mér varð reikað um þorpið, raunar alveg ætl- unarlaust og vissi varla, hvar staðar skyldi nema. Eg kom auga á mann, sem eg kunni nokkuð. Hann stóð við hjallhliðina sína og var að beita þar lóð á kaggabotni. Maður þessi var lítið á fimtugsaldur, gervi- legur, svipmildur og svipfastur og nokkuð íhyglislegur. Hann var Jöklari að ætt og uppruna, fæddur sunnan jökuls og hafði dvalið þar alla æfi, nema tvö síðustu árin, er hann var búðsetumaður á Hellissandi. Lengst hafði hann verið í Lóni. Þar var hann rúmum ellefu árum fyr en hér var komið, þá er eg gisti þar eitt sinn. Lóðarbeitingunni hafði hann lokið og þá settumst við í ofurlítið hólverpi, örskamt frá hjallinum, og ræddumst við, mest um æskustöðvarnar og ýmsar minjar undir ]ökli sunnan. Þær stöðvar voru honum hugþekkast umtalsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.