Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.05.1937, Blaðsíða 23
KirkjuritiÖ. KIRKJUBYGGINGAR í VESTUR- ÍSAFJARÐARPRÓFASTSDÆMI. Það var eigi fyr en í byrjun þessarar aldar, að farið var alment í landi hér að byggja kirkjur úr steini (stein- steypu), en síðan hefir það tíðkast, einkum liin síðustu árin. Hvatningar biskupsins, sem umsjón hefir með „Hin- am almenna kirkjusjóði“ og' þekkir manna bezt ástand allra kirkna i landinu, munu hjálpa lil þessa. Skýrt liefir verið í blaðafréttum frá byggingum þess- um flestum jafnóðum. Hér skal sagt nokkuð frá þessari starfsemi í einu minsta og afskektasta prófastsdæmi landsins, Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi. I. Fyrsta steinsteypta kirkjan liér er Þingevrarkirkja i Hýrafirði, bvgð árið 1910 í stað Sandakirkju, sem þá var tekin ofan og flutt til kauptúnsins, er þá var orðið nokk- l*ð fjölment í jaðri Sandajarðar. Bygging þessi er mjög veglegt hús, tekur yfir 300 manns, bygt í al-gotneskum stíl eftir teikningu Rögnvalds húsagerðarmeistara Ólafs- sonar. Turn yfir forkirkju hár og bendir til liæða. Hið innra er eigi hvelfing, heldur ris, þiljað milli sperra, sem stjrðjast við ása undir miðju, en þeir aftur hvíla á stoð- nm frá grunni, er skipta breidd kirkjunnar í 3 bil („skip“). Skrautskornir hindiviðir eru á milli þeirra hið efra; alt málað með sterkum litum. Líking er frá g'ilda- byggingum miðalda, og kemur hér fram sérkennilegur alvörusvipur. Mun teiknara hafa komið til hugar að leiða um þennan kirkjustíl hér í landi, liefði honum enzt aldur. En skrítið er það, að sé komið inn í dómkirkjuna

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.