Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 94

Kirkjuritið - 01.09.1949, Blaðsíða 94
252 KTRKJURITIÐ — Mér finnst, að á þessum grundvelli ættu allir skynsamir og hugsandi menn að geta mætzt. Svo þakka ég þessum andans mönnum fyrir lesturinn. Benjamín Kristjánsson. Eilif Skard: Det gjelder Europa. Aschehaug. Oslo 1948. Höfundur bæklings þessa er háskólakennari í Osló. Hann ferðaðist um Þýzkaland síðastliðið haust á vegum Oxford- hreyfingarinnar, sem skýrt hefir verið frá áður í Kirkjuritinu. Nú er hreyfingin að vísu ekki lengur nefnd því nafni, heldur kennir hún sig við siðabót, eða siðferðilega endurvopnun (Moral Re-Armament). Brautryðjandi hennar, dr. Frank Buch- man, er enn á lífi og dvelst löngum í Caux á Svisslandi, en þangað streymir til hans mikill fjöldi fólks af ýmsum stéttum, m. a. frægir og áhrifamiklir stjórnmálamenn úr öllum álfum heims. Nokkrir íslendingar hafa einnig komið þangað, og þykir mikið til koma andans, sem ríkir í Caux. Hreyfingin er ekki skipulagsbundin og hefir engin lög, en það er mark- mið hennar að berjast fyrir lýðræði í kristilegum anda, sann- leika, réttlæti og kærleika. Þjóðverjar beiddust þess, að flokkur Siðabótarmanna kæmi til þeirra, svo að andinn frá Caux mætti breiðast út þar í landi. Siðabótarmenn brugðust hið bezta við beiðninni og héldu 250 þeirra inn í Þýzkaland í októbermánuði. Eilif Skard var einn þeirra. Hann kveður mikla viðreisn hafna um allt Þýzkaland og taki nú aftur að elda af degi. Hann kveður framtíð Evrópu mjög undir því komna, hvernig sú endurreisn takist. Það, sem Þjóðverjar þurfi um fram allt til þess að geta lifað og þroskazt, séu hugsjónir — já, hugsjónir kristindómsins. Með þeim hætti geti viðreisn Þýzkalands orðið viðreisn Evrópu, en dragi þýzku þjóðina til dauða, verði einnig Evrópu hætt. Skard telur árangur hafa orðið mikinn af förinni og viðtökur framúrskarandi góðar þrátt fyrir sára fátækt Þjóðverja. Lang- mest áhrif hafði það á Þjóðverja að horfa á sjónleik þann, er Siðabótarmenn léku og nefnist: Góði vegurinn. Túlkar hann hið bezta hugsjónir þeirra og aðferðina til þess að koma þeim í framkvæmd í daglegu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.