Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 24
118 KIRKJURITIÐ til greina, sem bæði eru umhugsunar- og umræðuverð. Stíll og stærð, staðsetning og fyrirkomulag nýju kirknanna, svo eitt- hvað sé nefnt. Ekki verður að því vikið að þessu sinni. Aðeins þetta undirstrikað: Fyrirferð og tákn sjálfs kirkjuhúsins er ann- að í strjáum byggðum og hefir verið frá öndverðu heldur en nú í húsakös borgarinnar. Og svipuðu máli gegnir um áhrifin á all- an almenning. Mörgum borgaranum um heim allan verður kirkjan auðgleymd og finnst vera til hennar óravegur. Leggur oft ekki upp í þá ferð fyrr en í líkvagninum, — þótt hann þurfi aðeins milli húsa. En enn fer margur til messu í strjálbýlinu næstum ótrúlega oft um langa og ógreiðfæra vegu, í misjöfnu færi og án þess að eiga verulega heimangengt. Þar kallar kirkjan. Mér kom þetta m. a. í hug við að sjá nýja kvikmynd frá Horn- ströndum, er Ósvald Knudsen hefir tekið. Bænahúsið auða í Furufirði talaði kynlega sterku máli líkt og forn fjöllin og sjálft úthafið. Og margt kom í hugann við að sjá séra Jónmund með söfnuð sinn. Þar var prestur, sem lifði með og fyrir fólk sitt. Slík- ir sáluhirðar hafa ekki lifað til einskis né unnið fyrir gýg. En þ^r ræðir hvorki um minningar, hvað þá samanburð. Ég vildi aðeins benda á nýtt viðhorf til kirkjunnar í þjóðfélaginu, nýjar spurningar, sem krefjast svara. Safnaðarvitund. Vér íslendingar erum miklir einstaklingshyggjumenn. Höfum að minnsta kosti verið það sakir erfða og aðstæðna. Þrátt fyrir almenna trúhneigð og allgóða kirkjurækt hefir safnaðarvitundina mjög skort í almennri merkingu. Og að sjálfsögðu er hún ekki sterk í nýjum söfnuðum, sem rétt aðeins eru að rísa á legg. Tala þeirra, sem gjalda sóknargjöld, gefur næsta litlar upplýsingar um, hve margir taka virkan þátt í safnaðarstarfinu: sækja messur, hafa áhuga á hirkjumálum, leggja einhverja hönd að kirkjulegu starfi. En safnaðarvitundin er höfuðundirstaða mikils og auðugs

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.