Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 45
Frá söngrmálum Staðarfellskirkjn Síðastliðinn nýársdag messaði ég að Staðarfelli á Fellsströnd. Við þá messu lék í fyrsta skipti á orgel kirkjunnar Halldór Þórðarson frá Breiða- bólstað, rmgur maður, sem numið hefir að undanfömu í Söngskóla Þjóð- kirkjunnar, og búið sig undir að taka við söngstjóm í Staðarfellskirkju. Það er alltaf gleðilegt, er nýir starfskraftar bætast kirkjum lands vors, en í sambandi við þennan atburð fór ég að grafa upp ýmislegt úx sögu kixkjusöngsins á Staðarfelli undanfama áratugi. Ég tel rétt að geta þessa hér og í þessu sambandi, því að í janúarmánuði réttum 30 ámm áð- ur en hinn ungi maður hóf organistastörf sín í vetux, hóf faðir hans, Þórð- ur Kristjánsson á Breiðabólstað, forsöngvarastarf í þessari sömu kirkju. Annaðist hann það með prýði, þar til orgel var keypt til kirkjunnar 1936 eða 1937. Þá tók dóttir Ihans að leika á það, en Þórður söng áfram í kóm- um, og enn hljómar hans hreina bassarödd í Staðarfellskirkju. Þórður hefir emnig gegnt meðhjálparastörfum í fjölda ára og verið lengi formaður soknamefndar. En ætt þeirra feðga á lengri sögu við söngmál Staðarfelllskirkju. Frá þvi um sl. aldamót og fram yfir 1920 var lengst af forsöngvari á Staðarfelli Jóhannes Jónsson, bóndi á Hellu, móðurbróðir Þórðar Kristjánssonar. Vom þau systkin talin hafa sérstaklega fallega söngrödd. Johannes ólst upp á Breiðabólsstað hjá Þórði Jónssyni, afa Þórðar Krist- jánssonar. Sá Þórður Jónsson (f. 1816) hefir liklega verið manna lengst for- söngvari í Staðarfellskirkju eða frá því er hann var 18 ára og til hárrar eUi- Hann 'lézt 1899 og hafði þá verið blindur í 18 ár. Forsöngvari kirkj- unnar var hann þó oft eftir að hann varð blindur. Sálmamix hafa verið honum kunnir eftir öll þessi ár. Saga ein er sögð af Þórði þessum: Þegar Þórður var 18 ára, fór hann ásamt fleiri mönnum skreiðarferð út undir Jökul. Á sunnudegi áttu þeir leið fram hjá kirkju í Kolbeinsstaðahreppi, og stóð þar yfir messa. Þeir aðu því hestum sínum og gengu í kirkjuna. En þá vildi svo til, er þeir gengu í kirkjuna, að forsöngv arinn fór út af laginu. Þórður greip þá lagið °g sónS af raust með söfnuðinum. Eftir messu þakkaði prestur honum fyrir sönginn. Nu um n°kkurt skeið hefir frú Sigríður Halldórsdóttir á Orrahóli annast organleik í Staðarfellskirkju. Þórir Stephensen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.