Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.05.1959, Blaðsíða 32
222 KIRKJURITIÐ stórbýlinu þínu. Héðan færðu ekki séð, að verið er að aka vagn- hlössum af fallega korninu þínu til kaupenda og skattheimtu- manna. Þú sér það ekki hér, hvernig allt er að tvístrast, sem þú hafðir lagt allan hug þinn við að draga saman, safna saman, öngla saman. Finnst þér nú, að þetta hafi borgað sig? Sérðu ekki nú, að þú varst heimskur? Umhverfis þig, vesæla sál, þar sem þú nú ert stödd, er ómælanleg dýrð á allar hliðar. En þá dýrð fær þú ekki séð, vegna þess, að þú hafðir ekki tamið þér að leita hennar áður. Manstu ekki, örsnauða mannssál, eftir manni, sem sagði: „Leitið, og þér munuð finna“? Hér í þessum heimi, sem þú sér enn ekki nema óljósa þokumynd af, ertu snauð, vegna þess að þú tamdir þér aldrei að leita þess, sem gerir lífið hér dýrlegt. Og nú bíður þín vegferð, kannski lengri, kannski erfiðari en þig grunar. Nú stendur þú, titrandi, snauða sál, andspænis afleiðingum þess að gleyma sál þinni. Og nú hjálpar þér að engu auðlegðin, sem þú skildir eftir á jörðunni. Þú hélzt, að þú værir auðug. en þú varst allslaus. Þurfum vér, þú og ég, að vera að eyða tímanum í að hlusta á þetta, hugsa um þetta? Guðspjallið af ríka bóndanum setur oss fyrir sjónir staðreynd, sem er augljós og skýr. Og kannski of einföld til þess að vér hirðum um að hugsa verulega, alvar- lega um hana. Jón Auöuns. Hef eg lengi heimsfögnuö haft og gengiö bjarta, nú veit enginn utan Guö, aö hvaö þrengir hjarta. (Höf. ókunnur). Get eg þegi gert aö því, Guös þó feginn vildi, þó aö smeygist þankann í þaö, sem eigi skyldi. (Húsgangur).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.