Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 48
INNLENDAR F R É T T I R Nýir prestar. — Sunnudaginn 30. scpt. 6. 1. vígði biskupinn yfir íslandi, guðfræðikandídatana Bernharð Guðmundsson, sem settur hefur verið prestur í Ogurþingum og Ingólf Guðmundsson, settan prest á Húsavík. Kirkjuþingiö, það þriðja í röðinni, hófst 20 þ. m. Séra Þorgríinur Sig- urðsson flutti hugvekju í Neskirkju áður en biskupinn yfir íslandi setti þingið. Varaforsetar þess eru Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari og Friðrik A. Friðriksson, fyrrv. prófastur. Séra Árni SigurSsson á Hofsósi liefur verið kosinn, lögmætri kosningu, prestur á Norðfirði. Sunnudaginn, 17. desemher s. 1., var 80 ára ajmœlis Fellskirkju í Sléltu• hlíö minnzt með hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni. Prófasturinn séra Björn Björnsson á Hólum prédikaði, en sóknarpresturinn, séra Árni Sigurðsson á Hofsósi, þjónaði fyrir altari á undan predikun. Að lokinni guðsþjónustu, hélt sóknarprestur erindi um kirkjuna, sem cr timhurkirkja, byggð á árunum 1880—1881 og var smíði liennar lokið að fullu 31. októhei 1881. Síðan hefur kirkjan verið lagfærð og máluð nokkrum sinnum og er nú liið fegursta guðshús. 1 lok erindis síns gat sóknarprestur þess, að hjónin Eiður Sigurjónsson, fyrrum lireppstjóri á Skálá í Sléttulilíð og kona lians, frú Verónika Franz- dóttir, hefðu fært kirkjunni að gjöf, í tilefni afmælisins, vandaðan liökul, en Eiður sat, um nokkur ár, í sóknarnefnd Fellssóknar, og frú Verónika var organleikari kirkjunnar um 36 ára skeið. Þakkaði sóknarprestur þessa fögru gjöf þeirra hjóna. Einnig tóku til máls Tryggvi Guðlaugsson sóknarnefndarformaður, hóndi í Lónkoti og Pétur Jóhannsson, hreppstjóri í Glæsibæ. Fjölmenni var við atliöfnina. Setbergskirkja 70 ára. — Sjötugs afinælis Sethergskirkju í Eyrarsveit a Snæfellsnesi var minnzt við messu að Setbergi sunnudaginn 7. október. Fyrir messu lýsti Finnur Sveinbjörnsson, meðlijálpari og formaður sóknar- nefndar, þeim gjöfum, sem kirkjunni hefðu borizt í tilefni afinælisins. Nýtt altarisklæði, altarisdúkur og sálmanúmeratafla, sein prýddu kirkj- una við þetta tækifæri, voru gjafir frá nokkrum sóknarbörnum, og sjö- arma kertastjaki og 50 hikarar til notkunar við altarisgöngur voru gjafir fyrrverandi sóknarharna og fyrrverandi sóknarprests. Auk þess hárust kirkj- unni peningagjafir, þar á meðal 10 þús. kr. gjöf frá Felix Arngrímssyni, fyrrum ráðsmanni að Sethergi. Héraðsprófasturinn, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, flutti prc' dikun og þjónaði fyrir altari ásamt sóknarprestinum, séra Magnúsi Guð- mundssyni, Sethergi, en eftir messu var samkoma í kirkjunni, þar sein sóknarpresturinn flutti erindi um Setherg, stað og kirkju, en ávörp fluttu prófasturinn og safnaðarfulltrúi Sethergssóknar, Bjarni Sigurðsson, lirepp- stjóri á Berserkseyri. Veður var hið fegursta þennan dag og margt fólk við kirkju.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.