Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 23
HRINGHENDUR 263 Himinboga víðan við Vafurloga undin. Nafnlaust. TVÆR VORVÍSUR. Særinn hrýtur, yngist alt, Eygló hnýtir böndin. Blærinn þýtur, syngur svalt, Sorta brýtur löndin. Streugi lóa ljóða slær, Lengi spói vellur. Engi gróa, hugur hlær, Hengjan snjóa fellur. Benedikt Guðmundsson frá Húsavik. Skreytir drengja dýru Ijóð Dísin engilblíða; Býr í strengjum- hörpu hljóð, Hljómar lengi’ og víða.j B. E. Hálsi. Smíði vandað eign þín er: Eigin handaverkin, Mikli andi! enginn sér Yztu iandamerkin. B. E. Hálsi. HELZTU VIÐBURÐIR Á ÖRÆFUM. Svanir indæl syngja Ijóð, Sveiflur vindar mynda; Jökultindinn geisla glóð Gyltum bindur linda. B. E. Hálsi. DAGSETUR. Stjörnu hnýtir hyrnu blá Himins nýta veldi; Burtu ýtir — eygló frá — Ofnum hvítum feldi. Erlingur Friðjónsson frá Sandi. SÓL í HAFI. Upp við dranga, hnjúk og hól Hallasl langir skuggar; Rjóð á vanga runna sól Rán í fangi huggar. Adam Porgrímsson. STÖKUR. Vanda þráð í vísu þátt, Verðlaun fjáð upp taka. Er því ráð að reyna mátt, Runnar sáða Kraka. Eða svona: Vanda þráð í vísu stig, Verðlaun fjáð upp taka. Er því ráð að reyna sig, Runnar sáða Kraka. UM KARLMANN. Kannar víða verka snið, Vann hjá lýðum glaður, Hann með blíðu og sóma sið Sannur prýði-maður. UM KVENMANN. Stundar gæðin gæðaleg, Grundar kvæðin sóma. Skundar hæða hilmis veg Hrundin flæða ljóma. STAKA. Fljóð um Óðins fer á stjá Fróður óður þegi, Rjóðin góð ef girnist sjá, En glóðum bjóða eigi. Halldör Stefánsson Skútum. Vonir hlýjar vítt um heim Vakti nýja öldin; Oft þær flýja út í geim Undir skýjatjöldin. B. E. Hálsi. Rjóðar brenni borin þrá Braga kenning þróa. Ljóðamenning mengi hjá Megni enn að gróa. Hamra sala dygðug dís Dáð mér hjali löngum;

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.