Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżjar kvöldvökur

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżjar kvöldvökur

						62
NYJAR KV0LDV0KUR.
Ni-Ní.
Söguþáttur frá Algier.
Það er kunnugt, að Frakkar lögðu undir
sig land það á norðurströnd Afríku, er Algíer
(Alzír) heitir um og eftir 1830. Áttu þeir lengi
erfitt með að yfirbuga Berbaþjóðir þær, er þar
voru fyrir, og varð þeim einna torsóttastur for-
ingi einn, Abd-el-Kader aðnafni; hann var hin
mesta hetja og harður í horn að taka. Loksins
höfðu þó Frakkar getað krept svo að honum,
að hann hörfaði undan inn á land Marokkó-
manna; en árið 1843 kom hann aftur; tóku
landsmenn honum þá tveim höndum; safnaði
hann þá liði og hóf ófrið við Frakka að nýju,
og veitti Frökkum erfitt, því að foringjar þeirra
voru lélegir, þangað til Lamoriciére tók við
herstjórninni. Það var snemma árið 1846.
Abd-el-Kader hafði sett herstöðvar sínar
þannig, að -fljót var á aðra hönd en ófær for-
æði á liina, en hálsar að baki, svo að það var
alls ómögulegt að komast að honum óvörum
nema með mestu slægð. Aðalliðstyrkur hans
var höfðingi einn, Sifar el Kim, foringi Bedú-
ínaflokks eins sem var fullur trúarofstækis og
hreysti, og fjölmennur mjög; hafði hann her-
búðir sínar skamt frá honum í dalsdrægi einu;
var áin þur af og stóðu tjöldin í farveginum.
Honum hafði nýlega tekist að gera áhlaup
á Frakka og tekið höndum tvo foringja, ungan
lautinant, er hét le Bourget, og röskan höfuðs-
mann, Laroche að nafni, höfðu þeir þá með
sér í gislingu, og ráðgerði Sifar el Kim að
gera annað áhlaup á Frakka sem fyrst.]
Þeir félagar fengu að ganga lausir í her-
búðunum, en strangar gætur voru á þeim háfð-
ar. Laroche talaði vel tungu landsmanna, ka-
býlsku, en hélt þvi leyndu að svo væri. Hann
hugsaði altaf um að komast þaðan á flótta.
Hann var suðurfranskur, fríður maður sýnum
og vel viti borinn, eldheitur tilfinningamaður,
og vildi því reyna að stytta stundir  fangavist-
arinnar með dálitlu ástaæfintýri, ef hægt væri,
eins og hermönnum er títt er þeir hafa setu-
dvalir. Sifar el Kim átti tólf syni og þrjár dæt-
ur með konutn sínum, og var Fatime, elzta
dóttirin, þá tólf vetra gömul og aðdáanlega
falleg, grannvaxin sem gazella, móeygð eins og
gíraf og eldheit eins og sólin í landinu hennar.
Bedúínameyjar eiga illum örlögum að sæta.
Þegar þær eru tólf vetra, eru þær seldar ein-
hverjum herskáum ribbalda til þess að verða
konur þeirra, og verða svo ambáttir þeirra til
þess að svala girndum þeirra og bera byrðar
þeirra. Fatime vissi það vel, og það líka að
konur Ferenga (Norðúrálfumanna) eiga miklu
betra. Konur þar í landi eru eldfimar, og má
því geta nærri að kurteysi Laroche féll þar í
góða jörð. Reyndar voru það ekkert nema
bendingar, því að konur eru þar mjög lokað-
ar inni og ná lítið samtölum við karla. Eini
staðurinn, sem hann gat séð hana og náð tali
af henni var við brunn einn, sém var utanvið
herbúðirnar.
Þegar hún varð þess vör að hann beindi
fagurmælum til hennar, varð hún hvergi hrædd,
þegar Laroche talaði fyrst til hennar, og það
þó hann mælti á kabýlska tungu.
»Sidí (herra),« sagði hún undrandi, »þú
talar mína tungu.«
»Til þess að gleðja þig, rós fjallanna,« svar-
aði hann.
Fatime þagði yfir því við ættingja sína, að
fanginn skildi kabýlska tuugu, því annars hefði
honum verið bannað að koma að brunninum.
Og það fór svo fyrir Laroche, að hann var
búinn að missa hjarta sitt áður en hann vissi
af. Pessari ást sinni leyndi hann fyrir le Bo-
urget, en geymdi hana samhliða ættjarðarást
sinni og sómatilfinningu hermannsins.
Svo játaði hann Fatime ást sína með hinum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72