Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 17
Carit Etlar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. (Framhald). IX. Gildran. Þegar tunglið var horfið, dimmdi mjög af nóttu og gerði þoku. Varð nú flótta- mönnunum hægra um vik, og læddust þeir nú áfram þögulir og hljóðlátir gegnum skógana, sem byrgðu fyrir að austanverðu. Framundan skógarbrekkunum lá frosinn og snæviþakinn sjórinn. Nokkrum sinnum heyrðist daufur hófadynur og fótatak á frosinni jörðinni, en Gjöngemenn héldu stöðugt áfram jafn hljóðlega ofan til sjáv- arins. Er hættan virtist liðin hjá, gekk Ib fram á hlið við höfuðsmanninn og mælti lágt: ,,Jæja, þá held ég nú, að við höfum leikið á Svíana enn einu sinni.“ ,,Ef til vill,“ mælti Kernbok. ,,0, sei-sei jú, það ætlar að heppnast. Þeir liætta sér varla hérna niður á milli fenjanna í víkinni, jafnvel þótt ekki sé sú smuga til hérlendis, þar sem þeir hafa ekki verið og valdið sorg og neyð hvarvetna." „Það fellur nú í hlut hermannsins á ófriðartímum," svaraði Kernbok. ..Nei, það gerir það alls ekki. Hlutverk hermannsins er að berjast heiðarlega, eins vel og eins lengi og hann megnar, en ekki að beita ofbeldi gegn varnarlausum konum og væna og rupla.“ „Hvað hafa Svíar gert konum ykkar og börnum?" „Ég skal nú segja yður eina sögu af því,“ svaraði Ib og greip í handlegg Kernboks. „Þarna fyrir handan, utanvert við skóginn, þar sem farið er yfir brúna frá Jungshöfða, var fátæk vinnukona hjá ríku frúnni á Orrremandsgaard. Svíar rændu heimili frú- arinnar, og er þeir þar fundu ekki eins mikið, og þeir höfðu búizt við, tóku þeir frúna og píndu hana, og síðan tóku þeir einjiig vinnustúlkuna, settu trumbusveig um höfuð henni og hertu að, unz hún gaf upp andann, enda var hún veil; og máttfar- in áður. Þannig fóru nú Svíarnir að því arna. Mun yður veitast örðugt að neita þessu, þar sem ég var sjálfur sjónarvottur." „Og ég líka,“ svaraði höfuðsmaðurinn. „Þessi veslings stúlka var systir mín!“ sagði Ib, ,,og menn þeir, sem þannig fóru að ráði sínu, báru sams konar einkennis- búning og þér berið, gulan kufl og bláan linda.“ „Og hvað svo meira?" „Jæja, niðurlag sögunnar hatði ég annars hugsað að geyma mér dálitla stund enn, þanp-að til þér væruð búinn að fylgja okkar mönnum út fyrir herlínur Svía. En fyrst þér nú á annað borð spyrjið mig um þetta, skuluð þér fá það að heyra. Það var einn maður eftir á bænum, er allir þessir mann- hundar voru farnir. Hann kraup á kné og las faðirvor sitt og bætti við stuttri bæn fyr- ir þeirri látnu, og síðan sór hann Guði al- máttugum þess dýran eið, að aldrei framar skyldi neinn Svíi, sem bæri hinn gula kufl og bláan linda sleppa með lífi úr höndum sínum. Skiljið þér það, þetta sór liann við sáluhjálp sína í himnaríki." „Skil ég víst,“ svaraði Kernbok, „þú talar mjög greinilega." „Yður er þá eflaust Ijóst, að slíkan eið getur maður ekki rofið.“ ..Auðvitað. — Haltu áfram.“ „Jæja, þá er í rauninni ekkert eftir,“ mælti Ib, skjálfraddaður af btæði, „því að óðar og menn okkar eru farnir, og við tveir einir erum eftir, sting ég skammbyssunni

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.