Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 21
Carit Etlar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. fFramhald). „Hvers vegna geturðu ekki látið mig í iriði? Nú talarðu ssona og derrir þig mitt í stórum hópi iélaga þinna; en ef við mætt- umst, þar sem skini og skiir væri skipt jafnt á báða vegu, mundi jafnvel mttsarhola varla vera nógu lítil handa þér til að skríða ofan í og fela þig fyrir mér.“ „Það mundi ég svei inér ekki gera,“ svar- aði lúðurþeytarinn æstur, því að lionum gramdist illa, að félagar lians virtust jafnvel í svipinn hallast á sveif með Sveini. „Ég myndi heldur beita sverði mínu og stinga músargat í þig, svo að bæði vindur og sól gætu gægst inn um.“ F.r hann skrumaði þannig, sveiflaði hann sverði sínu vígamannlega að Sveini, sem stóð teinréttur \ið hliðina á sleðanum. Leiftursnöggt brá Sveinn kápunni um vinstri handlegg sér og bar af sér höggið og stökk um leið að Svíanum, kippti sverð- inu úr hendi hans og varpaði piltinum inn í hópinn. Aður en lúðurþeytarinn liafði stanlazt á fætur aftur, gekk Sveinn yfir til gamals og gráhærðs varðstjóra, sem staðið hafði þögull og rólegur utarlega í liópnuin og reykt pípu sína. „Herra varðstjóri!“ rnælti Sveinn. „Viljið þér ekki taka við vopni piltungsins þess arna, og þyki yður það þess vert, að kenna honum, að það séu aðeins bleyður einar, sem veitist að varnarlausum fanga.“ „Tíu þúsund hreppi hann, segi hann eitt orð framar," svaraði karlinn og stakk píp- unni í vasa sinn og gekk stórstígur Jiangað, sem liermennirnir höfðu þyrpzt utan um lúðurþeytarann. í þessum svifum birtist Sparre á hallar- tröppunum í fylgd með liðþjálfanum. Hóp- urinn dreifðist, og ofurstinn gekk fram að Sveini og virti hann fyrir sér um hríð, áður en Jiann tók til máls: „Jæja, við liittumst þá enn einu sinni, Sveinn Gjönge!“ „Já, strangi lterra!“ svaraði Sveinn. „En ekki var það að mínum vilja.“ „Hann getur látið menn sína stíga af baki, liðþjálf i! “ mælti ofurstinn. „Lát rannsaka fangann, og síðan geta tveir menn haldið vörð um hann hérna niðri í garðin- um, unz general Vavasor kemur aftur.“ Liðþjálfinn heilsaði að hermannasið og fór síðan með Svein ofan í kjallara hallar- innar. Nú var orðið svo fullskipað herinönnum á Jungshoved, að eigi var fært að taka þar við fleirum. Karl Gústaf Svíakonungur hafði haldið áfram að safna liði sínu á Sjá- landi til þess að hafa varalið nærtækt, er að því kæmi að setjast um höfuðborgina, eins og hann hafði ætlað sér. Og nú var búið að hrófla upp hermannaskálum í aftanverðum húsgarði hallarinnar, sem sneri út að skóg- inum. Skálar Jiessir voru gerðir úr trjágrein- um og hálmi og stóðu í löngum röðum. Þeir voru svo lágir, að fullorðinn maður gat ekki staðið uppréttur í þeim. Þennan sama dag sem Sveinn var fluttur til hallarinnar, hafði herrasetrinu í nágrenn- in verið skipað að senda hálm í enn fleiri skála. Atti að byggja þá handa herdeild Vavasors generals. Vindubrúin var því niðri, og aðalhliðið opið, meðan bændurnir komu með vagna sína. Þegar komið var aftur með Svein út í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.