Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 26
N. Kv. Carit Etlar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. ------— i (Framliald.) XXVI. „Aj liáu fhigi er fallið hcesi.“ Með sumarmálunum flaug friðarsagan út um alla Danmörku. f marzmánuði sigldi Karl Gústaf yfir til Helsingjaborgar. Ríkis- aðmíráli Wrangel var falið að flytja sænska herinn burt frá Sjálandi. En áður en þessari skipun hafði verið lokið, kom Erik Daiberg, trúnaðarmaður Karls konungs með leyni- boðum að stöðva herflutningana og finna einhverja tylfiástæðu til að láta lierinn vera kyrran. Wrangel hlýddi boði þessu, og nokkrar riddaraliðssveitir settust að í Vor- dingborg, og meðal annarra sveit Manheim- ers höfuðsmann. Það reyndist auðvelt að finna átyllur til þessarar ráðstöfunar. Samn- ingamenn Svía báru fram nýjar kröfur, sem síðan hófust deilur um, og voru þær notað- ar til að réttlæta friðroíin. Meðan þessu fór fram, hófust á ný dagleg störf og friðsamleg á dönsku eyjunum. Herramennirnir sneru aftur til eigna sinna. Sophie drottning fór nú aftur á kreik. Allan veturinn hafði veldi hennar og ævintýraþrá verið markaður bás af stauragirðingunum utanvert við víggarða Kaupmannahafnar. Nú bjó hún sig til veiðiferða og hélt á brott með heilan hóp ævintýramanna og glæfra- gosa, sem höfðu Iiænst að henni og undu sér prýðisvel í náðarsólskini hennar. Dag nokkurn síðdegis í marzmánuði gekk Sveinn Gjönge suður til Jungshoved yfir svonefnda Hestltaga, en það voru strand- skógarnir rniklu, sem þá lágu utanvert við Bönsvig meðfram Præstö-flóa. Lævirkjarnir sungu hátt í lofti, snjórinn var alls staðar hlánaður af ökrum og engjum, og víða sást verkafólk vera að plægja og beita nautum fyrir plóginn; en í plógfarinu spígsporaði storkurinn á rauðum háleggjum sínum og tíndi ánamaðka. Hvarvetna blasti vorið við, friðsælt og fegurðarþrungið. I huga Sveins ríkti einnig vorið og vakti hamingjuþrá og sæludrauma. Dvöl hans í höfuðborginni hafði verið óslitin sigurför og sæmdar, meiri og veglegri lieldur en hann nokkru sinni hafði órað fyrir nema í draumi. Nú var hann áleiðis á vettvang af- reka sinna og þráði nú kyrrð þá og frið, sem harin hafði saknað um langa hríð. En innst inni í fylgsnum sálar hans bjó ástarþráin og brá upp í huga hans fjölbreyttustu mynd- um. Þrátt fyrir allar þær sannanir, sem hann hafði fyrir ást Júlíu, hafði hann samt aldrei getað losað sig við áleitinn kvíða og ótta. Orð hennar og ótakmörkuð blíða hennar, er þau voru saman, væri þó sennilegða ótví- ræður vottur um tilfinningar hennar, en gátu þó ekki útrýmt ótta hans. Enda stafaði hann af hinum geysimikla stéttannun, sem á þeim var, og um þær mundir réð hann öllu. Og auk þess reisti framtíðin öflugar hömlur á milli þeirra. Sveinn hafði oft sagt við sjálfan sig á þessa leið: „Fyrst örlög mín ætluðu mér enga mikilmennsku og létu mig fæðast í kothreysi, svo að ég skyldi aðeins vera handbendi annarra, þá verð ég sjálfur að afla mér frægðar og frama.“ Þess vegna varð stríðið honum kærkomið tækifæri til að framkvæma áætlanir sínar og samtímis einnig líklegasta leiðin til að halda þær. ,,Að vísu get ég ekki unnið auð og jarð- eignir,“ hugsaði hann, „en Guð hefur gætt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.