Vörður - 01.11.1917, Blaðsíða 8

Vörður - 01.11.1917, Blaðsíða 8
i6 VÖRÐUR Skólar. Haskólinn, mentaskólinn, kvennaskólinn, sjómanria- skólinn, verslunarskólinn, vélskólinn, iönskólinn ogf barnaskólinn starfa í vetur. Barnaskóli Reykjavikur er stærsti skóli landsins. Nú eru í honum 1200 nemendur. Auk skólastjóra starfa viö skólann 34 kennarar. Þessar námsgreinar eru kendar: íslenska, danska, enska, kristin fræöi, íslandssaga, almenn saga, reikn- ingur, náttúrufræöi, landafræöi, skrift, teikning, handa- vinna, matreiösla, leikfimi og söngur. Skólanum er skift í 8 bekki. í ár er 1. bekkur þrí- skiftur, 2. bekkur fjórskiftur, 3. bekkur sexskiftur, 4. bekkur nískiftur, 5. bekkur sjöskiftur, 6. bekkur sjöskift- ur, 7. bekkur þrísiftur og 8. bekkur óskiftur. , Eins og í sögu. Ungur skólastjóri í smákauptúni á Vesturlandi skrifar: „Eg fékk 5 eint. Varöar í dag meö póstinum. Þótti mér það in besta sending. Eg fór á stúfana, kom út 4 eint., og eitt hefi eg sjálfur. Hér með sendist borgunin. Við látum okkur farast vel viö okkar eigiö lilaö.“ — Vörður kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangsins er 2 kr. Gjalddagi í janúar. — Ritstjóri Varðar er til viðtals kl. 5 —6 á Grundarstíg 17. Afgreiðsla Varðar er á Grundarstíg 17. Ritstjóri: Hallgrímur Jónsson. Prentsmiðjan Rún.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.