Vörður - 01.12.1917, Blaðsíða 6

Vörður - 01.12.1917, Blaðsíða 6
22 VÖRÐUR Kenn arasam bönd. 3825 félagar voru í Kennarasambandi Danmerkur 1. jan. 1917. Svo segir i 1. gr. sambandslaga þeirra: Takmark Kenn- arasambands Danmerkur er aö vaka yfir áhugamálum kennarastéttarinnar, þeim sem áö uppeldi lúta og hags- munum kennaranna, styrkja stéttarsambandið, vinna a'ö * fullkomnun barnaskólanna og fræöa lýöinn. Kennarasambandið norska er einnig afaröflugt og heK ir gert mikiö til a|ð rétta hlut kennaranna og koma fræðslumálum þjóðarinnar í viðunanlegt horf. 93000 félagar eru/í enska kennarasambandinu. Islenskir barnakennarar! Er ekki tími til kominn fyrir oss að mynda samband? Jú, fyrir löngu. Byrjum nú í ár. Stofnið kennarafélag í hverri sýslu. Ef fjarlægð og samgönguleysi hamlar, ])á stofnið, fé- lögin bréflega og haldið uppi félagsskap bréflega. Þetta er meira en mögulegt. Að sumri ættu svo öll kennarafélögin í sýslunum og stærstu kauptúnunum að senda fulltrúa á kennaraþing, sem halda ætti hér í Reykjavík. Þar þyrftu kennarar að ráöa ráðum sínum, því við það sem er, kemur ekki til mála að búa lengur. „Hjálpaðu þér sjálfur"; þetta verður barnakennara- stéttin að hafa hugfast. Hverjir verða nú fystir til að^ koma hugmyndinni í framkvæmd? —: Lofið Verði að vita um félagsstofnanirnar.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.