Vörður - 01.04.1918, Blaðsíða 6

Vörður - 01.04.1918, Blaðsíða 6
54 V Ö R Ð U R Ýmsir smágallar eru á frumvarpi þessu, en þeir eru ekki stærri en svo, að hægöarleikur er aö bæta úr þeim. Líklegt er aö mentamenn, sem á alþingi sitja, sjái glögt, hver lífsnauösyn er að bæta andlegt uppeldi þjóðarinn- ar. Þetta frumvarp miðar að því. Á íninning- Maður heitir Snæbjörn Jónsson. Dvelur hann erlendis og hefir dvalið nokkur ár. Munu menn hafa tekið eftir ýmsu, sem hann hefir ritað í bundnu máli og óbundnu. Árið 1916 birtist eftir hann grein í Óðni, með yfirskrift: „Bókfregn og fleira“. í grein þeirri farast honum orð á þessa leið : „Mér er sagt, að enskunám hafi aukist rnjög á íslandi á síðustu árum, og þó að eg hafi lært að trúa góðurn fregnum hóflega, vona eg sarnt, að þetta sé satt. Eg vona að í staðinn fyrir eitthvað af öllu dönskunámskákinu komi dálítið af verulegu námi í aðalmálunum (ensku, þýsku og frönsku). Ekki þó svo að skilja, að eg vilji láta fara að kenna ensku í barnaskólum. Því fer fjarri. fslenskan er þar meira en nóg verkefni, e i n s o g r i t m á 1 o g r æ ð a þ e, i r r a e r þ a ð a n k o m a, er ólygnasti votturinn um. — — En það tekur í hnúkana, þegar kennarar, sem sjálfir eru langt, langt frá því að kunna dönsku, segja frá þvi með talsverðri hreykni, sem dæmi upp á alúð sína og al- visku, að þeir hafi bætt einum „dönsku-tíma“ aukalega við aumingja börnin eftir að þau höfðu þegar setið 5

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.