Vörður - 01.07.1918, Blaðsíða 7

Vörður - 01.07.1918, Blaðsíða 7
V Ö R Ð U R 79 ntan aðra hæfileika og kunnáttu — til þess að vera barnakennari. Kennarinn mótar hugsunarhátt barnanna ósjálfrátt, auk jtess sem hver góöur kennari gerir sér far um það með öllu, sem hann kennir þeim og segir. Undarlegt að standa á sama, hvernig þaÖ er gert, og fleygja börnum sínum undir þvilík áhrif, mér liggur við að segja hvers sem hafa vill, ef hann hara vill taka J lor. lægra kaup um vikuna! Þjóðverjar heimta af harnakennurum 6 ára undirbitningsnám og liaðan af meira. launa þeim auðvitað eftir því. Við getuin ekki heimtað svo mikið, ]>vi að við getum ekki hoðið þeim svo góða kosti, en við megum ekki láta okkur standa svo á sama, að við felum þettá starf óþroskuðum, litt mentuðum unglingum, stundum nýfermdum krökkum, hverjum, sem við höldum að kunni það, sem Ijarnið á að læra og vill gera það fyrir nógu lítið. Víða getur „undirboð" átt við, en hastarlegt að halda undirboð á )>ví að móta hugsunarhátt liarna og sálarlíf. Landið á að sjá um, að kennaraefni fái nægan og góðan undirbúning ttndir starf sitt. Það er í naumasmíði, eins og fleira, en alþvða manna ætti að heimta, að sá skóli, sem það á að annast, sé vcl úr garði gerðnr. Ef nokkur skóli er hennar skóli. þá cr það kennaraskólinn. Ofan úr sveitum. Að vestan: — Aldrei hefir litið ver út en nú fyrir ])eini. sem unna uppeldis- og kenslumálum, þvi að alt virðist nú ætla að drukna i hugsun matar og fata — eða um munn og maga, sem kallaö er. Viða var erfitt að koma á barnaskólum í haust af ótta við kolaleysi, og sumstaðar hafa þeir falliö niður aö nokkuru eöa öllu. En ekki verða horfurnar lietri næsta skólaár, ef heinis- stríðinu ekki linnir, og þurfa þvi kennarar að slanda á verði, ef unt væri að afstýra falli barnaskólans næsta ár.----- I. Á. S. Að norðan:------Margir foreldrar vilja ekki bæta á sig neinum útgjöldum ofan á það, sem fræðslulögin

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.