Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšmįl

						ÞJÓÐMÁL
Arnór Karlsson
^ms^^m^^^^:'''"'':^ ::''¦':¦"''^Tí^^^j
Elías Snæland Jónsson

Eyjólfur Eysteinsson
Friðgeir Björnsson
Upphnf og tilgongur
hreyfingarinnar
Til þess að skýra upphaf og tilgang
þeirrar hreyfingar, sem nefnd hefur
verið Möðruvallahreyfingin fékk Þjóð-
mál leyfi til að birta inngang erindis
sem Ólafur Ragnar Grímsson prófessor
flutti í fréttaspegli útvarpsins. Þar seg-
ir:
„Það kemur stundum fyrir að skoð-
anabræður innan stjórnmálaflokks finna
sig knúða til að taka saman höndum á
formlegan hátt. Þeir vilja efla styrk hug-
sjóna sinna. Vmis dæmi eru til um sam-
tök af þessu tagi, bæði innan íslenzkra
stjórnmálaflokka og erlendra. Slík form-
leg samtenging skoðanabræðra er í
senn sjálfsögð og eðlileg í Iýðræðislegu
þjóðfélagi og hefur mótast á öllum tím-
um.
27. ágúst 8.1. kom saman á Akur-
eyri hópur yngri og eldri áhrifamanna
Framsóknarflokksins úr nær ö)Im kjör-
dæmum landsins. Þessir menn höfðu
það sameiginlegt, að þeir gegndu allir
einhverjum trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn, m. a. voru í þessum hópi um fjórð-
ungur kjörinna miðstjórnarmanna Fram-
sóknarflokksins, forystumenn SUF og
kjördæmum þar sem Framsóknarflokk-
urinn er hlutfallslega sterkastur. MikiII
meirihluti fundarmanna voru trúnaðar-
menn i landsbyggðarfélögum. Það tengdi
þessa menn einnig saman að þeir höfðu
sams konar skilning á stefnu Framsókn-
arflokksins.
Eftir langar umræður um stjórnmála-
lega stöðu Framsóknarflokksins og fé-
lagshyggjufólksins innan hans var kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að til þess að
halda áfram umræðum af þessu tagi
væri nauðsynlegt að stofna til formlegra
tengsla þessa fólks, enda þótt slíkt hefði
ekki verið upphaflegur tilgangur fund-
arboðenda.
skoðanir manna úr hinum ýmsu kjör-
dæmum hnigu allar á sama veg. Það
yrði hverjum þeirra mikill styrkur, ef
til væri formleg hreyfing af þessu tagi.
í lok fundarins var svo Möðruvalar-
hreyfiugin stofnuð. Kosin var átta
manna framkvæmdanefnd hreyfingar-
innar. Henni voru falin ýmis verkefni,
m. a. að koma á fót sérstöku fulltrúaráði
skipuðu mönnum úr öllum kjördæmum.
Framkvæmdanefnd Möðruvallahreyfing-
arinnar skipa fjórir menn úr röðum
eldri Framsóknarmanna og f jórir úr röð-
um yngri Framsóknarmanna. Fram-
kvæmdanefndin endurspeglar því þann
vilja stofnendanna, að Möðruvallahreyf-
ingin sé samstarfsvettvangur eldri og
yngri Framsóknarmanna, sem aðhyllast
sömu grundvallarviðhorf.
Framkvæmdanefndina skipa Arnór
Karlsson, bóndi Árnessýslu, fyrrum for-
maður kjördæmissambands Framsóknar-
manna á Suðurlandi, Elías Snæland
Jónsson, formaður SUF, Eyjólfur Ey-
steinsson, formaður Framsóknarfélags
Keflavíkur, Friðgeir Björnsson, stjórn-
armaður í SUF, Hákon Hákonarson,
Akureyri, miðstjórnarmaður Framsókn-
arflokksins, Kristján Ingólfsosn, vara-
þingmaður, Hallormsstað, Magnús Gísla-
son, varaþingmaður, Frostastöðum,
Skagafirði og Ólafur Ragnar Grímsson,
miðstjórnarmaður       Framsóknarflokks-
SCaflnr úr
stefnuávarpi
Það hendir stundum ,að flokkar fcýna
á löngum ferli þeim hugsjónum, sem
kraftar þeira voru í upphafi helgaðir.
Fámennar sveitir forystumanna missa
sjónar af markmiðum, sem hinn almenni
liðsmaður - |$jg< j tnga^£ bjr^t^jnar..,
Flokkurinn hættir ffí vera vjgttvangur,
umbótastarfs og alhliða þjóðmálaum-
ræðu. Hann verður hagsmunatæki fá-
einna oddamanna, sem beita valdinu
fyrst og fremst til styrktar eigin hag,
krefjast lofsöngs og hlíðni í röðum liðs-
manna og verða ókvæða við, ef örlar á
gagnrýni. Völd hversdagsins verða leið-
arljós baráttunnar. Hugsjónum um nýtt
og betra þjóðfélag er varpað fyrir borð.
Þótt oddamennirnir týni þeirri átt,
sem í upphafi var stefnan, getur hug-
sjónakraftur liðsmanna enn verið svo
sterkur, að tekið sé í taumana. Hinn
almenni félagsmaður vill ekki átölu-
laust láta fórna hinum margþætta um-
bótatilgangi fyrir tímabundin völd fá-
mennrar klíku. Til sjávar og sveita 1
öllum landshlutum rís hinn almenni
flokksmaður upp til að slá skjaldborg um
þá grundvallarstefnu, sem flokknum var
ætlað að fylgja, og þau viðhorf, sem
móta skulu framtíðarsýn hans.
II.
Kjarninn í stefnu og störfum Fram-
sóknarflokksins hefur fyrst og fremst
átt að vera fólginn í eftirfarandi megin-
atriðum:
1)   Að veita brautargengi þeim þætti
hinnar alþjóðlegu jafnaðarhyggju, sem
fólgin er í samvinnuhugsjóninni. Að
styrkja hið félagslega samvinnustarf á
öllum sviðum og tryggja að samvinnu-
samtök alþýðu til sjávar og sveita nái
sem beztum árangri, auki hagsæld og
efli félagsþroska fólksins. Samvinnu-
hugsjón I verki er lýðræðislegt vald
fólksins yfir framleiðslutækjum og fjár-
magni.
2)   Að skapa öllum íslendingum, hvar
sem þeir búa á landinu, jafna aðstöðu
til atvinnu, menntunar, félagslífs og
áhrifa. Barátta gegn hinni geigvænlegu
byggðaröskun verður æ brýnni með ári
hverju. Vandinn er meiri en stjórnvöld
hafa viljað viðurkenna. Eigi jöfnuður í
framtíðinni að einkenna hið islenzka
þjóðfélag verður að beita mun róttækari
aðgerðum en áður.
3)   Að útrýma margvíslegri rifáárm'ála-
spillingu, sem grefur um sig á mörg-
um sviðum. Heiðarleiki I opinberu lífi
og viðskiptum hefur verið aðalsmerki
þeirra, sem mestu hafa áorkað til
þjóðfélagslegra umbóta. Gróðabrall og
valdníðsla peníngaafla hafa aldrei sam-
rýmst þjóðmáiastarfi félagshyggjufólks,
Að hefja verndara brasks og auðhyggju
til valda og áhrifa getur aðeins leitt
umbótaflokk á refilstigu.
VIÐBRÖGÐ
íhugunarefni. Grein í Sunnudagsblaði Tímans eftir Andrés Kristjánsson:
„Að undanförnu hefur svonefnda
Möðruvallahreyfingu mjög borið í mál
manna á förnum vegi og í blöðum, og
nú síðustu daga stefnuávarp hennar.
Þessi hreyfing mun sprottin af fundi,
sem allmargir Framsóknarmenn, yngri
og eldri, þar á meðal nokkrlr úr mið-
stjórn Framsóknarflokksins, héldu á Ak-
ureyri i heust. Nú mun framkvæmda-
nefnd hreyfingarinnar hafa samið drög
að stefnuávarpi og sent tveim eða þrem
hundruðum trúnaðarmanna Framsóknar-
flokksins til álita.
Hreyfing þessi innan Framsóknar-
flokksins mun aðallega skipuð fólki, sem
telur, að Framsóknarflokkurinn hafi á
síðari árum þokazt um of frá kjarna-
stefnu sinni, félagshyggjunni, og lyft í
þess stað undir sjónarmið einkarekstrar
og einkagróða í staðinn og um leið f jar-
lægst þá stöðu að vera annar armurinn
á vinstri fylkingu st.1órnmálanna f land-
inu, en lagt þvi meira kapp á stöðu
miðflokks, sem gæti átt jafngóða sam-
leið með íhaldsflokki lengst til hægri
sem vinstri flokkum. I stefnuávarpinu
er þetta rökstutt nokkuð og nefnd dæmi
þessu áliti til stuðnings og sagt m. a.
að á síðustu árum hafi ýmsir fésýslu-
menn cinkarekstrar aukizt að völdum og
áhrifum í lykilstöðum flokksins. Hver
maður, sem fylgzt hefur með þessum
málum, veit að þetta er satt og rétt.
1 þessu felst enginn „rógur" um það
góða fólk, þótt það sé staðreynd, að
þetta er'töluverð nýlunda í Framsóknar-
flokknum og lífsskoðun sú, sem bundin
er þessu rekstrarkerfi er ekki ofarlega á
stefnuskrá flokksins.
Um þetta geta að sjálfsögðu verið
skiptar skoðanir, en hvorki getur það
kallazt rógur né óhæfa af félagshyggju-
fólkinu að benda á þessa þróun og hvetja
til skýrari varðstöðu um meginstefnu
flokksins. t stefnuávarpinu er þessi
stefna sett málefnalega fram, og ég get
ekki séð, að bar sé á neinn hátt vikið
frá stefnukjarna flokksins, eins og hann
var i öndverðu mótaður. Ég get því ekki
séð, að í ávarpinu felist nokkurs staðar
svik við stefnu Framsóknarflokksins né
„rógur" um forystumenn hans, heldur
er hér um að ræða gagnrýni og málefna-
rök, sem hverjum félagshyggjumanni er
skylt að Iáta í ljós, telji hann þess þörf.
Hér er um að ræða fólk, sem vill að
sjálfsögðu gæta þess eftir megni, að
hann sé stefnu sinnl trúr, þeirri stefnu,
sem olli þvf, að það gekkst undir merki
hans. Um réttmæti slíkrar gagnrýni er
auðvitað rétt og skylt að ræða, og hún
getur vcrið álitamál sem annað flest,
en slíkum umræðum ber að fagna í
hvaða flokki sem er, og á opinskáum
tímuin á að ræða stefnumál flokka fyrir
opnum tjöldum. Það má hverjum manni
vera Ijóst, að tilgangur svonefndrar
Möðruvalahreyfingar er sá, að styrkja og
styðja Framsóknarflokkinn til þess að
halda ómengaðri stefnu sinni og hug-
sjónaþreki.
Það getur Iíka verið umdeilanlegt,
hvort Framsóknarflokurinn hefur f
stefnu og forystuliði færst meira til
hægri en góðu hófi gcgnir, en rétt er
þó að benda á eina loftvog, sem gjarnan
segir til um það, á hvora hönd flokkar
hallast. Jaðarátök í flokknum eru slík
mundangsvog. Á árunum milli 1930 og
1940, þegar Framsóknarfln'fkurinn hafði
Framh. á bls 8
Afleiðing: Andrési Kristjánss/ni vikið frá störfum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12