Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nż žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nż žjóšmįl

						r
Fimmtudagur 26. janúar 1980 1. tbl.
MALGAGN JAFNADAR- OG SAMVINNUMANNA
Til úrslita dregur
í stjórnarkreppunni
Mikið til vinnandi fyrir þingflokkana
að ekki þurfi að koma til skipunar utanþingsstjórnar
Umboðið til stjórnarmyndunar hefur nú
farið hringinn milli oddvita þingflokkanna,
frá því kosningaúrslit lágu fyrir í desem-
berbyrjun. Þó er almenningur engu nær um
hver endir verður á stjórnarkreppunni.
Þess sjást þó ýmis merki, að nú dregur til
úrslita. Sér í lagi má marka þetta á mál-
fiutningi talsmanna flokkanna og flokks-
blaða um þessar mundir. Þar er farið með
löndum, talað i hálfkveðnum vísum, um-
mæli um aðra f lokka eru langtum gætilegri
og hófsamari en menn eiga að venjast.
Ástæðan til þessarar varfærni er að
stjórnmálamenn telja að stjórnarmynd-
unartilraunirnar séu nú komnar á það stig
að lokaákvarðana geti orðið skammt að
bíða, en þó er enn svo óljóst hvað ofaná
verður, að enginn vill eiga það að á hættu að
spilla möguleikum sem upp kynnu að koma
f yrir sig eða sinn f lokk með harðyrðum eða
eindregnum yfirlýsingum.
Þær þrjár tilraunir til stjórnarmyndunar
sem afstaðnar eru voru allar dæmdar til að
verða árangurslausar. Bæði Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag gengu til viðræðna við
Framsóknarflokkinn undir forsæti Stein-
gríms Hermannssonar með hangandi
hendi. Alþýðuf lokkurinn gat ekki látið um
sig spyrjast, að hann færi umsvifalaust í
stjórn af nákvæmlega sömu gerð og hann
var nýbúinn að sprengja, og forusta Al-
þýðubandalagsins var ákveðin að leggja
ekki sín spil á borðið fyrr en hún hefði feng-
ið tækifæri til að kanna, hver tök væru á
fyrir hana að ná höndum saman við Sjálf-
stæðisflokkinn um stjómarmyndun.
Áþreifingar Geirs Hallgrímssonar um
myndun þjóðstjórnar gerðu það helst að
leiða í Ijós, að ástandið í forustuliði Sjálf-
stæðisf lokksins var þannig á þvi stigi mála,
að formaðurinn fékk ekki tekist á hendur
stjórnarmyndunartilraun, nema allir hinir
flokkarnir væru með í leiknum.
Tillögur Alþýðubandalagsins í efnahags-
málum, sem Svavar Gestsson hafði að
veganesti í sinni lotu í viðræðum um
stjórnarmyndun gátu með engu móti orðið
undirstaða nýrrar vinstri stjórnar, þegar af
þeirri ástæðu að uppistaðan í þeim reyndist
bráðabirgðaúrræði af sama tagi og urðu
síðustu vinstri stjórn að hengingaról eftir
einsárs setu. Alþýðubandalagsforingjarnir
eru ekki svo skyni skroppnir" að þeim
hafikomið til hugar að raunhæft væri að
bjóða Alþýðuflokki og Framsóknarflokki
að endurnýja stjórnarsamvinnu upp á siík
býti.
Nútekur Benedikt Gröndal við, þegar sjö
vikur eru frá kosningum og tíminn er að
hlaupa frá stjórnmálamönnunum. Bráða-
birgðagreiðsluheimildinsem Alþingi veitti í
f járlagaleysinu rennur út 15. febrúar. Nýju
skattalögin eru enn hálf köruð. Beiðnir opin-
berra stofnana um hækkanir á gjaldskrám
bíða enn af greiðslu síðan snemma á síðasta
ári. Og nýtt vísitölutímabil hefst með mars-
mánuði.
Nú reynir því á það, hvort nýkjörið
Alþingi er fært um að mynda ríkisstfórn,
eða hvort forseti íslands verður að grípa til
þess óyndisúrræðis að skipa utanþings-
stjórn til þess að glíma við verkefnin sem
ekki er unnt að ýta lengur á undan sér.
Þetta er ástæðan til að stjórnmála-
foringjarnir gerast nú varfærnir og vega
hvert orða sem þeir segja opinberlega um
stjórnarmyndun á gullvog. Mat þeirra er að
horf ur séu á að tilraun Benedikts Gröndals
til stjórnarmyndunar ráði úrslitum
umihvort myndun meirihlutastjórnar tekst
á Alþingi eða hvort utanþingsstjórn kemur
til skjalanna, því flestir eru þeir búnir að
afskrifa minihlutastjórn sem raunhæfan
möguleika.
Hvar \ f lokki sem alþingismenn standa er
þeim jafnóljúftaðstanda frammi fyrir því
að þingið sé óstjórnhæft og leita verði til
manna utan þings til að stjórna landinu. Nú
verður því ræðst við í alvöru um stjórnar-
myndun, eftir þrjár tilraunir sem allar voru
af einhverra þátttakenda hálfu gerðar
meira til að sýnast gagnvart kjósendum en
að koma stjórn á laggirnar.
Benedikt Gröndal hefur gert Ijóst, að
hann hyggst ekki útiloka fyrirfram neinn
samstarfsmöguleika til að koma saman
meirihlutastjórn. Varfærni foringja
annarra f lokka þessa dagana sýnir að þetta
gera þeir ekki heldur.
Hvers vegna var kosið og um hvað?
Nu eru liðnar sjö vikur frá þvi
þjóöinni var att út i kosningar. A
þessum tima hefur ekki tekist
aðmyndarikisstjórnsem styöst
viö meiri hluta þingmanna. Það
fer ekki á milli mála að þessum
staðreyndum velta menn mjög
fyrir sér nú og þá ekki siður hinu
hvers vegna til þessara kosn-
inga hafi verið efnt.
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur bera ábyrgð á þvi aö til
kosninga var gengið, Alþýðu-
flokkur með þvi að rjúfa fyrr-
verandi stjórn en Sjálfstæðis-
flokkurmeð linnulausum árdöri
sinum fyrir nýjum kosningum.
Viðhorf kjósenda voru hins veg-
ar önnur en þessirflokkar höfðu
gert fyrir.  Sá flokkurinn  sem
sistvildi kosningar fékk mestan
stuðning einsog kunnugt er. Úr-
slit kosninganna sýndu einnig
aðmeirihluti kjosenda kærði sig
ekki um forystu Sjálfstæðis-
flokks, en vildi jafnframt veita
Alþýðuflokki og Alþýðubanda-
lagi aðhald til betri vinnubragða
i nýrri samstjórn. Það er varla
hægt að tiilka Utkomu kosn-
inganna I grófum dráttum á'
annan hátt. Flokkarnir vilja
samt helst engir taka mark á
þessu nema þá helst Sjálf-
stæðisflokkurinn.
Þegar stjórnarsamstarf
„vinstri flokkanna" rofnaði var
kjósendum alls ekki ljóst hvað
olli. Þeir höfðu að visu orðið
áhorfendur að sjaldgæfu sjónar-
eftir Kára
Arnórsson
spiii í fjölmiðlum þar sem
keppst var um að leika „sterka"
leiki sem kæmu samstarfsaðil-
uhum i vanda þd svo vitað væri
að áhrif þeirra entust ekki
nema til einnar næuir. Þessar
æfingar tóku kjósendur ekki
hátiðlega. Þær voru skrifaðar á
reikning auglýsingastarfsemi
og svo þess að A-flokkarnir
yndu þvi illa hvað þeir voru
stórir hvor um sig. Allt þetta
héldu menn að myndi hverfa i
skuggann þegar mesti galsinn
væri farinn eftir kosningasigur
og alvaran kæmi til skjalanna
við lausnir erfiðra mála. En
þettafór áannan veg. Stjórninni
var slitíð og ekki fer á milli
mála að það var skyndi-
ákvörðun, þó svo gerjun hafi
verið biiin að vera einhver.
Fulltriiar Alþýðuflokksins i
stjórnarmyndunarviðræðunum
hafa haldið því fram, að
erfiðleikarnir við sjónarmynd-
un nú sýndu að stjórnarrofið
hefði verið af málefnalegum
ástæöum. Auðvitað verður að
láta líta svo út, annars stæðu
þeir bersjaldaðir. Hitt er hins
vegar miklu liklegra að vegna
stjórnarrofsins geti Alþýðu-
Framhald á bls. 3

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8