Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nż žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nż žjóšmįl

						NÝÞJÓÐMÁL
Fimmtudagur 26. janúar 1980
UTBOÐ
Hitaveita Akureyrar
óskar eftir tilboðum i eftirtalin efni til
dreif ikerf isf ramkvæmda.
a) Einangrað pipuefni með fylgihlutum.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hita-
veitunnar.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu
Akureyrar Hafnarstræti 88 B, Akureyri,
fimmtudaginn 24. janúar kl. 14.
b)  Kúlulokar, þenslustykki og þenslu-
barkar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hita-
veitunnar og á Verkfræðiskrifstofu
Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Reykja-
vik.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu
Akureyrar, Hafnarstræti 88 B, Akureyri,
föstudaginn 1. febrúar 1980 kl. 14.
Hitaveita Akureyrar
C
LANDSVIBKJUff
ÚTBOÐ
Finn Gustavsen
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð-
um i smiði og galvanhúðum á stálhlutum i
undirstöður fyrir 220 kV háspennulinu frá
Hrauneyjafossi að Brennimel (Hraun-
eyjafosslina 1) i samræmi við Útboðsgögn
428. Efnismagn er um 140 tonn.
útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,
Reykjavik frá og með 14. janúar 1980,
gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 10.000.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands-
virkjunar fyrir kl. 11:00 mánudaginn 28.
janúar, en þá verða þau opnuð i viðurvist
bjóðenda.
Nefnd norræns samstarfs á
sviði tónlistar (Nomus)
auglýsir
Úthlutað verður i ár styrkjum til
tónsmiða og tónleikahalds likt
og undanfarin ár
1. Stofnanir, félög eða einstakir tónlistar-
menn geta sótt um styrk til að fá
norrænt tónskáld frá öðru en heima-
landi sinu til að semja verk fyrir sig.
Umsókn skal gerð með samþykki við-
komandi tónskálds. Allar tegundir
verka koma til greina, jafnt verk fyrir
atvinnumenn sem áhuga- eða skólafólk.
2. Styrkir til tónleikahalds eru bæði fyrir
tónleikaferðir og einstaka tónleika,
jafnt til atvinnufólks sem áhugamanna,
einstaklinga eða flokka flytjenda.
Umsókn um fyrirhugaða tónleika skal
fylgja samþykki þeirra, sem heimsóttir
verða.
Æskilegt er, að norrænt verkefnaval sé i
fyrirrúmi.
Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.
NOMUS c/o Norræna húsið, Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Arni Kristjáns-
son, sima 13229.
i sviðsljósinu á ný
I fyrri viku birtist i Þjóðvilj-
anum langt og fróðlegt viðtal
við Finn Gustavsen, fyrr-
verandi þingmann SF og VS i
Noregi og einnig fyrrv. rit-
stjóra Orientering og formann
i Sosialistisk Folkeparti. Það
er Ingólfur Margeirsson,
blaðamaður sem tók viðtalið,
sem við leyfum okkur að birta
hluta af.
Ingólfur Margeirsson segir
þar:
-r, Arið 1971, þegar þú tekur
við formannsstarfi SF, sendir
flokkurinn frá sér stefnuskrá
sem byggist einkum á „þriðju
leiðinni" svonefndu. „Þriðja
leiðin" er i stórum dráttum
gagnrynin afstaða til kreddu-
bundins     marxisma    og
kapitalisma. Nánar skilgreint
afneituðuð     þið     bæði
sósíaldemókratiu sem sam-
vinnu við kapitalismann og
hernaðarbandalög (NATO) og
kommiínisktiskum hreyfingum
sem styðja hernaðarblökk ,,meö
neikvæðu sósialisku formerki
undir stjórn stórveldis" (Var-
sjárbandalagið). Er þetta fyrst
og fremst norskur sóslalismi,
eða sósíalisk stefna yfir leitt áð
þínu mati?
— Þessi stef na á við sósialiskt
lýðræði yfirleitt. Hvað okkur
varðar, þá var þessi yfirlýsing
fyrst og fremst til að marka af-
stöðu okkar til stárveldanna og
að flokkur okkar væri þeim að
ölluóháður.Flokkarsem gerast
háðir erlendum stórveldum eða
hernaðarbandalogum verða
ósjálfstæðar eftirhermur. Þetta
má sjá t.d. hjá NATO-flokkum
sósialdemókrata o g
kommúnistaflokkum . Skandi-
naviu, ekki sist í Noregi, þar
sem Moskvulinan er túlkuð hrá.
Ef litið er á sögu Verkamanna-
flokksins norska, snerust þeir
Finn Gustavsen
sorglega i öllum utanrikismál-
um eftir inngönguna i NATO
1949.
—  Noregur sem Island er
staðsett I landfræðilegum og
þólitískum    skilningi    á
kapitaisku svæði jarðar. Býður
ekki stefna eins og „þriðja leið-
inn" upp á pólitíska einangrun?
— Nei^ég tel ekki að þau lönd
sem þú nefndir eigi á hættu að
einangrast ef sósíalískt lýðræði
næði þar yfirhendinni. Hins veg-
ar vil ég túlka „þriðju leiðina"
með ákveðnum fyrirvara.
Þróuð lönd geta hæglega rekið
sjáflstæða pólitik undir lýð-
ræðislegum, sósíaliskum for-
merkjum, en öllu erfiðara er
það fyrir vanþrðuð lönd, sem
eru að stiga sin fyrstu sportil
sjálfstæðis eftir aldalanga
nýlendukúgun. Þau eru nær
dæmd til að lenda annað hvort I
klóm Bandarikjanna eða Sovét-
rikjanna.
Sigurinn skiptir mestu
— Arið 1972 fór fram þjóðarat-
kvæðagreiösla um þátttöku
Noregs I EBE. Hver er helsta
ástæðan fyrir þvl að Norðmenn
höfnuðu slikri aðild?
RIKISSPITALARNIR
lausar stödur
LANDSPÍTALINN
AÐSTODARLÆKNIR óskast á
handlækningadeild frá 15. febrúar.
Staðan veitist til eins árs. Umsóknir
er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist Skrifstofu rikis-
spitalanna fyrir 7. febrúar. Upplýs-
ingar veita yfirlæknar deildarinnar
i sima 29000.
RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS
Námsstaða   ADSTODARLÆKNIS
við liffærameinafræðideild er laus
til umsóknar. Staðan veitist til eins
árs frá 1. mars n.k. Kostur verður
gefinn á þátttöku i sérstöku rann-
sóknarverkefni. Umsóknir er greini
aldur, menntun og fyrri störf sendist
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 27.
febnlar n.k. Upplýsingar veitir yfir-
læknir deildarinnar i sima 29000.
Reykjavik, 13. janúar 1980.
SKRIFSTOFA RÍKISSPíTALANNA
EIRíKSGÖTU 5, SíMI 29000.
— Fyrst og fremst hugarfars-
breytingin á sjöunda áratugn-
um. Sjötti áratugurinn ein-
kenndist af gallhörðum
MacCarthy-isma, en áratugur-
inn þar á eftir var hin mikla
uppreisn gegn öllu kerfinu. Ef
þjóðaratkvæðagreiðslan hefði
farið fram aðeins nokkrum
mánuðum fyrr, hefði Noregur
sagt já við aðild að EBE. Onnur
meginástæða tel ég vera að
Verkamannaflokkurinn,
Alþýðusambandið og Leiðtogi
sósfaldémókrata Einar Ger-
hardsen gerðu sér ekki grein
fvrir hinum nvia tima. Verka-
mannaflokkurinn hélt að triiin á
flokkinn og flokksvélina væri
það óhagganleg að ef flokkurinn
hefði einu sinni samþykkt aðild
að EBE gerði norska þjóðin það
einnig. Þar að auki snerist allt
peningavaldið á sveif með
EBE-aðild. Ahangendur EBE
sváfu þvi vært og efuðust ekki
um að málið væri komið i höfn.
Timarnir voru hins vegar
breyttir, uppreisnin gegn gömlu
verðleikamati var hafin.
Þjóðaratkvæðagreiðslan varð
að martróð fyrir krata og pen-
ingabáknið.
— Hefði verið öðruvisi um-
horfs I Noregi ef landið hefði
gengið i  Efnahagsbandalagið?
— Nei, munurinn hefði ekki
verið mikill. Baráttan gegn
EBE, og sigurinn var miklu
meira virði heldur en árangur-
inn. Það hafa verið gerðir efna-
hagssamningar við erlend ríki
sem allt að þvi jafngilda inn-
göngu i' EBE. Noregur er þannig
staðsettur i heiminum að við
verðum að aðlaga okkur
kapítaliskum viðskiptum.
Og þó, kannski hefði verið
öðruvisi umhorfs I Noregi að
einhverju leyti. Atvinnuleysi
hefði verið meira. Noregur hefði
ekki gétað haldið jafn mörgum
vinnustöðum gangandi i heims-
kreppunni I dagef það hefði ver-
iö aðili að EBE. Aðildarlönd
EBE hefftu einnig haft meiri
áhrif á olíumál Norömanna og
óheft samkeppni i viðskipta-
málum hefði verið meiri.''
Undir lok viðtalsins vlkur
blaðamaður Þjóðviljans að
Jan-Mayendeilunni  og  spyr:
,,Skammast
min"
—'. Hvert er álit þitt á
Jan-Mayen deilu tslendinga og
Norðmanna?
— Vegna tilviljunarkenndrar
landfrræðilegu Noregs hefur
landið getað sölsað undir sig
stór hafflæmi svo skömm er að.
Ég hreint og beint skammast
, min sem Norðmaður gagnvart
Islandi, þegar Jan Mayen-málið
ber a góma. Það á við efnahags-
leg vandamál að striða og ræður
ekki yfir fjölbreyttum auölind-
um . Norðmenn þurfa siður en
svo á þessu landsvæði kringum
Jan Mayen að halda, og við gæt-
um veriö mun gjöfulli gagnvart
frændriki sem íslandi. Við þykj-
umst eiga nokkra steina Uti i
N-Atlantshafi og það á að vera
ærin ástæöa fyrir þvl að við
sláum 200 mllna lögsögu kring
um skerið. Slíkar aðgerðir ef
þær koma til framkvæmda,
sýna ef til vill veiku hliðarnar á
alþjóðlegu   hafréttarlögunum'.'
Að lokum er Ingólfi
Margeirssyni þakkað kærlega
fyrir að gefa okkum gömlum
aðdáendum Finn Gustaváen
tækifæri til að rjifja upp eldri
kynni af þessum ötula og eftir-
minnilega   stjórnmálamanni.
eh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8