Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nż žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nż žjóšmįl

						Fimmtudagur 26. janúar 1980
NÝ ÞJÓÐMÁL
jiíofcmál
Utgefandi:   Samtök  frjálslyndra   og   vinstri
manna
Áby rgðarmaður:
Magnús Torfi Ólafsson.
Ritstjórn og afgreiösla Kirkjustræti 10. Simi 19920. Pósthólf 1141.
Prentun Blaoaprent h.f.
Hve lengi á að ofbjóða
þolinmæði okkar?
Ársf jórðungur er liðinn síðan á skall stjórnarkreppan
sem ekki sér enn fyrir endann á. Þjóðin hef ur gengið til
kosninga og valið nýtt Alþingi, en flokksforingjunum
hefur ekki enn tekist að koma sér niður á stefnu sem
safnað getur meirihlutafylgi á þingi. Umboðið til stjórn-
armyndunartilraunar er komið hringinn milli þing-
flokkanna.
Menn spyrja að vonum, hverju það sætir að eftir
tvennar alþingiskosningar, hvertáriðeftir annað, virðist
allt í slíkri sjálfheldu í íslenskum stjórnmálum, að talað
er um það í f ullri alvöru að engin leið reyndist að myndá
meirihfutastjórn á Alþingi. AAinnihlutasfjórn eins flokks
eða fleiri fái ekki heldur starfsskilyrði. Fangaráðið
verði því að f orseti Islands beiti sér f yrir myndun utan-
þingsstjórnar.
Ekki vantar að flokkarnir hafi varið kröftum til
stefnumótunar. Hvert stefnuþlaggið öðru viðameira
hef ur verið samið, birt og kynnt með öllum þeim auglýs-
ingaaðferðum sem til umráða eru. En þegar þingf lokk-
arnir hittast eftir kosningar og einhverjir þeirra þurfa
að vinna saman svo meirihluti geti myndast og stjórnar-
stefna komist til framkvæmda, reynist ekkert gagn að
nýjú og fínu stefnuskránum. Þær eru jafnvel frekar til
hindrunar, því svo margt stangast á í yfirlýsingum
þeirra sem þurf a að ná saman til meirihlutastjórn verði
mynduð.
Meinið er að f lokkarnir hafa fallið í þá gryf ju að miða
stefnuskrárnar meira en góðu hóf i gegnir við hvað hver
um sig telur vænlegast að halda á lofti við kjósendur
f yrir kosningar, en minna skeytt um hvað f ramkvæman-
legt er eftir kosningar, þegar að því kemur að mynda
hefðbundna samsteypustjórn, sem er eina gerð meiri-
hlutastjórnar sem íslenska f lokkakerfið hefur að bjóða.
Þegar svo stjórn hef ur verið komið saman með miklum
harmkvælum, er stjórnarstefnan svo höttótt að stjórn-
arathafnir ganga ekki upp, tilætlaður árangur næst ekki
og samstarfsf lokkar taka að leita færis að slíta stjórn-
inni, þegar einhver þeirra telur sér það vel henta.
Niðurstaðan af þessum vinnubrögðum verður að
skammtimasjónarmið og kjósendadekur ráda mestu um
stefnumótum og vinnubrögð flokkanna. Stjórnarskipti
oq kosninqar qerast að sama skapi tíð. Þegar erfið
vandamál blasa við á ýmsum sviðum samtímis, eins og
nú hefur gerst, hef ur kerfið tilhneigingu til að hlaupa í
baklás, Alþingi reynist lítt fært um að leggja þjóðinni til
starfhæfa ríkisstjórn.
Leiðin til að losna úr þessum vítahring er ekki sú að
mynda nú eina bráðabirgðastjórnina enn, eins og orðið
hefur vart að sumir stjórnmálamenn hafa tilhneigingu
til. Er þá hugmyndin sett f ram á þá lund, að f angaráðið í
yf irstandandi stjórnarkreppu sé að tjasla saman meiri-
hlutastjórn með einhverju móti til takmarkaðs tíma og
haf a það til blóra að eitt meginverkef ni hennar verði að
koma f ram stjórnarskrárbreytingum, sér i lagi á ákvæð-
um um kosningar til Alþingis, og ef na á ný til kosninga
þegar stjórnarskrárbreytingarnar liggi fyrir.
Lagfæring á misvægi kosningaréttar eftir kjördæmum
er vissulega tímabær, en þóer langtum meira aðkallandi
í íslenskum þjóðmálum að ráða f ram úr ef nahagsvanda
sem við blasir og er svo alvarlegur að af getur hæglega
hlotist öngþveiti í atvinnumálum og f jármálum, ef ekki
er að gert í tæka tíð.
Þetta höfuðverkefni íslenskra stjórnmálamanna er
ekki á færi bráðabirgðastjórnar, heldur stjórnar sem er
til þess mynduð að sitja út kjörtímabilið og mótar sér
stefnu í samræmi við það.
Fólk er orðið óþolinmótt. Því finnst nýkjörið Alþingi
standa eins' og úrræðaleysið uppmálað, og verði það
niðurstaðan að enginn samstæður meirihluti f yrirf innist
á löggjafarsamkomunni til að standa að stjórnarmynd-
un, heldur verði utanþingsstjórn að koma til, er hætt við
að alvarlegur trúnaðarbrestur geri vart við sig milli
þjóðar og þings. Enn á nýkjörið Alþingi þess kost að
hindra að svo fari, en tíminn er naumur.
M.T.Ó.
SleppitjörniKollafjaroarstöðinni, niöur vio s jóiim. Dælt var sjóitjörnina sumarið 1979.
Framf arir# í
laxahafbeit
Verulegar framfarir hafa orö-
iö I fiskeldi hér á landi sem
kunnugt er. Stööugt er unnið aö
þvi aö bæta framleiðslu göngu-
seiöa af laxi og tryggja sem
bestar endurheimtur á fullorön-
um laxi úr sjó. — Rannsóknir
á þessu sviöi fara f ram i tilraun-
astöb rikisins i fiskeldi i Kolla-
firöi sem þegar hefur náð stór-
merkum árangri i þessum efn-
um og raunverulega lagt grund-
völl að stórfelldri hafbeit á laxi.
Stendur nú aðeins á fram-
kvæmdamönnum og fjármagni,
tíl þess að gera þessa laxastór-
iðju að veruleika.
Sjódæling
1 Kollafirði hefur einn angi af
þvi úthaldi, sem snýst um að
bæta aðlögun gönguseiða úr
fersku vatni i sjó, verið fólgin i
byggingu sleppitjarnar niður
við sjóinn i Kollafirði. Vorið 1979
var þessi sleppitjörn tekin I
notkun og dælt var i hana sjó og
seltan smáaukin i fulla seltu
eins og i sjó, til þess að seiðin
fengju þarna aðlögun með eink-
ar hægu móti. Gönguseiðin voru
einnig fóðruð i tjörninni eins og i
öörum sleppitjörnum við árnar.
Þegar rétti timinn var kominn,
var seiðunumhleypt úr tjórninni
beint i sjóinn þégar flóðhæð var
mest. Sýndist mönnum að þessi
framkvæmd hefði tekist mjög
vel. Munu þeir Kollafjarðar-
menn biða spenntir endur-
heimtu seiðanna úr sjávartjörn-
inni, er munu skila sér sem full-
orðnir laxar úr sjó inn i Kolla-
fjarðarstöðina sumariö 1980 og
1981.
Hvers vegna
Framhald af bls. 1
flokkurinn ekki gefið neitt eftir
né heldur vfðurkenní nokkuð að
marki i tillögum hinna ftokk-
anna. Það sýnist þvi
óhjákvæmileg niðurstaða að
flokkarnir þrir, A-flokkarnir og
Framsókn geti ekki myndað
samsteypustjórn, þó svo að
þeirra bestu menn hafi löngun
til þess. Menn spyrja lika nú
eftir þessa tilraun Svavars
Gestssonar: Hvers vegna gátu
þessar „hreinskilnu umræður"
ekki farið fram i haust meðan
flokkarnir voru enn saman i
rikisstjórn: Þær fóru aldrei
fram. Þorðu menn ekki að láta á
það reyna hvort samstaða
næðist?
Forystumenn Alþýðuflokks-
ins i verkalýðshreyfingunni
vildu ekki slita þessari stjórn.
Verkalýðshreyfingin hafði
aldrei fengið annað eins tæki-
færi til pólitiskra áhrifa. Voru
menn hræddir við þetta? Vildu
menn heldur fara i strið innan
verkaiýðshreyfingarinnar, eins
og ritstjóri Alþýðublaðsins boð-
aði mjög eindregið? Atti nýtt
hrokafullt þinglið A-flokkanna,
sem á engan hátt gat staðið við
kosningaloforð sin, mestan þátt
i hvernig fór. Slikar spurning^ar
og miklu fleiri hljóta að skjota
upp kollinum þegar fólk reynir
að geta sér til um ástæður fyrir
stjórnarslitunum. En eftir sem
áður standa menn jafn
undrandi.
Viðhorf fólks fyrir kosningar
sýndi að ekki voru miklar likur
til þess að kosningar breyttu
miklu. Það sannaðist. Hitt sann-
aðist lika að þeir menn sem
flokkarnir bjóða fram og neyða
menn til að kjósa reynast ekki
þeim vanda vaxnir að geta
stjórnað. Það má veraað þessir
menn geti unnið i nefndum
sæmilega, en þeir geta það ekki
i stjórnlandsins. Það sýnist þvi
ætla að verða siðasta verk
forseta vors á sinum glæsilega
embættisferli að skipa utan-
þingsstjorn. Sú stjórn myndi að
likindum ekki sitja lengur en til
eins árs og gefa mönnum þá
kost á kosningum með nýjum
kosningalögum þar sem komið
væri á óröðuðum listum.
Frá Lífeyrissjóðum
opinberra starfsmanna
HINN 1. APRÍL 1980 munu taka gildi
nýjar reglur um útreikningsaðferð á
greiðslum fyrir kaup á lifeyrisréttindum
og á í'lutningi réttinda úr öðrum sjóðum til
Lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins, Lif-
eyrissjóðs barnakennara og Lifeyrissjóðs
hjúkrunarkvenna.
NÝJU REGLURNAR VERDA ÞANNIG:
Fyrir kaup á lifeyrisréttindum aftur i
tirnann, er félagar i nefndum sjóðum
kynnu að eiga rétt á að greiða vegna eldri
starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið
greidd í'yrir áður, verður sjóðsfélagi að
greiða iðgjöld miðað við þau laun sem I
hann hefur þegar réttindakaupin eru
greidd.
B.
Flutningar úr öðrum sjóðum verða ekki
heimilaðir nema náðst hafi samkomulag
við  aðra  lifeyrissjóði   um   framkvæmd
þeirra.
Kaup á réttindum aftur i timann verða þvi
aðeins leyfð, að um þau sé sótt innnan árs
frá þvi umsækjandi gerist sjóðsfélagi.
(sbr. þó sérákvæði laga um Lifeyrissjóð
hjúkrunarkvenna.)
Lifeyrissjóður starfsmanna rikisins.
Lifeyrissjóður barnakennara.
Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna.
TRYGGINGASTOFNUN RíKISINS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8