Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nż žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nż žjóšmįl

						Fimmtudagur 26. janúar 1980
NÝ ÞJÓÐMÁL
Einar Þorsteinn Ásgeirsson:
Nýta íslendingar rétt
það sem í þeim býr?
Á þessum síðustu og verstu
barlómstimum Islensku þjó&ar-
innar, þegar allt efnahagslif
hennar viröist vera að sigla i
strand, sumir segja rétt eina
ferðina i viðbót* veröur manni
enn sem áður hugsað til þeirrar
spurningar, sem hér stendur aö
ofan.
Nýta Islendingar rétt þaðsem
i þeim býr? Svarið við þeirri
spurningu virðist þeim sem
þetta ritar augljóslega vera nei-
kvætt: Nei, það er svo langt i
frá að svo sé.
Hvað veldur þessu? Þróunar-
saga ;'-lenskra fjáröflunar-
greina, þe. þeirrar iðju sem
skapar undirstöðuna undir lifi-
brauð okkar allra, sú saga er
meðslikum eindæmum að engu
tali tekur. Ævintýramennska og
hreinasta hundaheppni eru
meginuppistöðurnar i þeirri
sögu. En samt er þetta það sem
við byggjum núverandi efni
okkar á enn i dag. Það læðist að
manni   sá    grunur,   að   þessi
happa og glappa afkomuhugsun
heillar þjóðar, sé einmitt það
sem hafi komið henni i þær ó-
göngur sem raun ber vitni.
Við sjáum ekkert annað en
hráefni, sem hægt væri að selja
til einhverra þjóða, þegar spurt
er um það á hverju þjóðin á að
lifa i framtiðinni. ótrUlegustu
hugmyndir hafa komið fram um
að f ramleiða hin og þessi efni úr
islenskum hráefnum i jurta-,
steina- og dýrarfki til þess svo
að reyna að koma þeim á
erlendan markað eða þá spara
gjaldeyrir og nota þau innan-
lands i stað innfluttra efna.
Staðreyndin verður hins vegar
alltaf sii, að Urvinnslan Ur efn-
unum verður ávallt of dýr hér
innanlands til þess að þetta
borgi sig til langframa. Rfkið
verður svo að hlaupa undir
baggann til þess að atvinnu-
tækifærin, sem myndast detti
ekki jafnharðan uppfyrir og
raski ekki jafnvægi i byggð
landsins. Rikið er auðvitað við
Einar Þorsteinn Asgeirsson
sjálf, þannig að í krónum og ný-
krónum borgar þetta sig engan-
veginn.
En eitthvað verður að hafast
að, ekki satt. Fólk verður að
hafa eitthvað tilþessað fást við,
svo að menn þreyja þorrann og
góuna og biða þess að stórt ár
komi i' fiskveiðum, jafnvel að
sildin komi aftur, eða að kol-
munninnn veröi veiðanlegur og
seljanlegur. Já eða jafnvel að
olia finnistfyrir noröurlandi. Og
þá muni þetta sjálfétandi kerfi
risa við á ný og allir geti unað
glaðir við sitt.
Allar þessar úrlausnarhug-
myndir eru byggðar á gömlu
„big deal" hugmyndinni: Málið
leysist yfir nótt fyrir tilverknað
einhverrar gSðrar álfkonu.
Hugsunarhátturinn er rigbund-
inn viðþetta munstur búandans,
sem ekki sér út fyrir sinn
jarðarskr^ka vegna þess að
hann fær allt sitt af jörðinni og
búsmala. Og þvi væri ekki úr
vegi aðspyrja: Hvernig væri að
breyta þéssum hugsunarhætu?
Auðvitaðer það gagnslaust að
stofna einhver jar nefndir og ráð
til þess að koma sliku máli á-
fram. Nei, auðvitað verður ein-
staklingurinn sjálfur aö ganga
hreint ul verks og skoða eiginn
huga með það hvort hér megí
eitthvað betur fara. Og komist
hann að þvi að svo sé verður
hann sjálfur að fara og fram-
kvæma það sem framkvæma
þarf. Fyrst i smáum stil og siö-
an ef hugmyndir hans reynast
réttar i stærri stil. Hvernig
gengur svo einstaklingnum að
gera éinmitt þetta hér i okkar
islenska kerfi? Það er skemmst
frá þvi að segja, að það gengur
illa. Og þarna kemur að þvi
afarstóra ónýtta fjármagnsöfl-
unarefni sem blundar með þjóð-
inni: Allar þær óteljandi heila-
sellur sem bUa yfirhver veit hve
miklu efni, sem með litlum til-
kostnaði mætti selja á stórum
mörkuðum hvar sem er á
byggðu bóli.
Auðvitað þarf hér mikinn
undirbUningstima, þolinmæði,
skipulagningu og hver veit hvað
til þessa flutnings á hugmynd-
um yfir i seljanlega vöru. En
það er þó ómótmælanleg stað-
reynd að þetta er það eina sem
getur gefið af sér stöðugar tekj-
ur og trygga afkomu fyrir hvaða
þjóð sem er. Já ef saga er
athuguð, þá byggist hún fyrst og
fremst á nýjum hugmyndum.
Heilu þjóðrfkin hafa risið upp á
einni litilli hugmynd og ótrUleg-
ur auður fengist. Margt af þvi,
sem við notum daglega og álit-
um sjálfsagðan hlut i tilveru
okkarerueinmitthlutir af þessu
tagi. Og þeim mun einfaldari,
sem hluturinn er þvi oftar
gleymum vi þvi, að hann byggð-
ist a einni hugmynd, sem varð
til langt frá öllum efnahagskerf-
um og fjármálavafstri.
tslenska þjóðin er ekki nema
230 þUsund manns og það er ein-
falt reikningsdæmi að sjá, að
við þyrftum ekki að selja nema
einahugmyndaf hlut,semtiu til
100 sinnum fleira fólk myndi
nota dags daglega þe. 0.05-0.5%
af öllum jarðarbúum, til þess að
lifa áhyggjulausu lif i. Allir gera
sér ljóst að það væri einstök
heppni að hitta á gerð sliks hlut-
ar, en það er lika þess virði að
hugsa málið til enda. Á þessu
lifa allar þjóðir hins vestræna
heims i dag meira eða minna.
Til þess að taka þetta saman i
örfáum orðum i lokin. Þá er
bent á það hér, að með islensku
þjóðinni blunda ótrúlega margir
hugmyndaframleiðendur, en
hugmyndir þeirra eru að litlu
eða engu nýttar. Þetta er sú
orkulind þjóðarinnar, sem er
hvað verst nýtt. A meðan ekkert
er unnið að nýtingu þessarar
orkulindar fljótum við sofandi
að   efnahagslegum   feigðárósi.
Hérer ekki fariö fram á neina
fyrirgreiðslu frá kerfinu þessu
fólkitil handa, enda er tómt mál
að tala um slikt eins og nU er
komið. Það skal fremur á það
bent á þa nauðsyn, að þeir sem
finna hjá sér skyldleika við þau
orð, sem hér hafa verið sögð, að
þeir ræði saman um þessi mál,
komi einhverju formi á slikar
umræður i þeim tilgangi að
breyta smám saman hugsunar-
gangi alls almennings um efna-
hagsöflun þjóðarinnar.
Þessi orð læt ég vera niður-
lagsorð þessara hugleiðinga,
sem er skrifuð i þvl skyni að
vekja umhugsun um þessi tíma-
bæru málefni.
Skógarmenn KFUM 50 ára
A þessu ári eru 50 ár liðin
síðan piltar, sem dvöldu i
Vatnaskógi stofnuðu flokkinn,
Skógarmenn KFUM, og lögöu
fram fyrstu krónurnar I sjóð,
til þess að byggja skála i
Vatnaskógi.
Þetta var sumarið 1929 eftir
rigningarsaman flokk. A
veizlukvöldi þessa flokks flutti
séra Friðrik gamanræðu, sem
hann nefndi „Karlaraup", til
þess að gleðja þátttakendur,
sem dvalið höfðu i tjöldum, sem
héldu misjafnlega I rigning-
unni.
Eiginlega var ræöa þessi
samin til flutnings áriö 1999, en
þá ætlaði séra Friðrik að halda
hana yfir ,,sonar-sonar-son-
um" þeirra, er þarna voru og
þá yrðu staddir i Lindarrjóðri
fyrrgreint ár. Gert var ráð
fyrir, að þá yrði risinn I
Rjóðrinu veglegur skáli, sem
lýst var nánar i ræðunni.
Vakti ræöa þessi mikla gleði
áheyrenda, en jafnframt þá
hugmynd að stofna sjóð til að
hrinda þessu I framkvæmd.
Svo var það 17. jUli, að þátt-
takaendur I fyrri dvalarflokkn-
um þetta sumar komu saman á
jarðræktarsvæði KFUM i
Laugardal og lögöu fram
fyrstu krónurnar I þessu
skyni.
Siðari flokkurinn lagði einnig
fram sinn skerf nokkru siðar.
Þetta varð upphaf þeirrar
starfsgreinar KFUM sem
nefnist „Skógarmenn KFUM"
og er vafalaust „ein merkustu
samtök innan kirkju Krists á
tslandi", eins og gestur einn i
Vatnaskógi komst að orði.
Skálinn sem safnað var til,
var reistur á árunum
1939—1943. Hann var vlgður 1.
ágUst 1943.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8