Ný þjóðmál - 26.01.1980, Blaðsíða 6

Ný þjóðmál - 26.01.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 26. janúar 1980 NÝ ÞJÓÐMÁL Allar fisktegundirnar A félagssvæöinu eru allar vatnafiskategundirnar: lax, bleikja, urriöi og áll. Laxveiði hefur verið aö jafnaöi um 1400 laxar d ári sl. 30 ár, en slðustu 10 ár hafa veiðst að meðaltali um 2000laxar. Hinsvegar veidd- Þórufoss I Laxá Fjölbreytt vatnasvæði í Kjós Kjósin er norðan viö Esjuna, fjallið sem blasir við sjónum okkar Reykvikinga síbreytilegt eftir veðurfari og árstiðum, og oft speglast það i sjónum á sundunum við Reykjavik. Esjan er þvi öðrum fjöllum fremur fjall okkar höfuðborgarbúa. Það er önnur saga en ætlunin er að greina frá að þessu sinni. Það er fallegt i Kjósinni og eiga árnar Laxá og Bugða á- samt Meðalfellsvatni sinn góða þátt i að skapa fjölbreytni og fegurð þessa bUskaparlegu og hlýlegu sveit. Fjölbreytt svæði Laxá sjálf á upptök sin i Stifluvatni eða Stiflisdalsvatni i Þingvallaseit, sem er i 25 km fjarlægð frá ósi Laxár i sjó_I Laxvogi I Hvalfirði. Bugða á hins vegar upptök sin i Meðal- fellsvatni og f ellur hún I Laxá i 1 km fjarlægð frá ósi Laxár í Laxavogi. Bugða er 3 km að lengd. Þá kemur Dælisá i Bugðu skammt neðan við Meðalfells- vatn, en áin á upptök sin i Eilifs- dal. Tvær smáár falla i Meðal- fellsvatn, Sandá og Flekkudals- á, en fyrmefnda áin kemur Ur Eyjadal, en hin Ur samnefndum dal. Auk Bugðu og Svinadals- árs, er kemur úr samnefndum dal og fellur í Laxá hjá Möðru- Frá Meðalfessvatni völlum, koma i' Laxá ýmsar smærri ár og lækir, sem eiga upptök sin i fjöllum beggja megin árinnar, svo sem Kili, Reynivallahálsi, Meðalfelli, Möðruvallahálsi og Skálafells- hálsi Aðrennslissvæði Laxár 1 Laxvogi er 211 ferkm. (Vatna- mælingar) og þar af Bugðu 64 ferkm. að flatarmáli Stifíuvatn er um 1,5 ferkm. að flatarmáli og er I 178 m hæð yfir sjó. Lax- inn kemst lengst upp Laxá að Þórufossi, sem er i 1,5 km fjar- lægð frá Stifluvatni, og i Meðal- fellsvatn og i fyrrnefndar ár, sem eiga ós i vatninu. Laxá i Kjós, ásamt Bugðu er i hópi laxaauðugustu ánna i land- inu oghefur vatnasvæðið skipað fyrsta sæti hvað mestu veiði varðar eitt árið og önnur ár ver- ið ofarlega á þeim lista, sem fyrr segir. Þáhefur silungsveið- in i Meðalfellsvatni verið nokk- ur þúsund silungar árlega auk nokkurrar laxveiði. Netaveiði var hætt i Meðalfellsvatni skömmu eftir 1940 og eingöngu stunduð stangaveiði i vatninu. Greinarhöfundur minnist með sérstakri ánægju veiðiskapar i vatninu meðMagnúsi Ólafssyni, bónda i' Eyjum, er hann stund- aði netaveiði i vatninu um og eftir 1940. Fyrir nokkrum árum var gripið til þess ráðs vegna offjölgunar á bleikju i Meðal- fellsvatni að fækka henni með gildruveiði til að koma á jafn- vægi í fiskabúskap vatnsins. Er beðið árangurs af þeirri fram- kvæmd. ust að meöaítali á árunum 1949- 68 um 1000 laxar. Veiðin hefur þvi aukist um 100% sl 10 ár mið- að við fyrrgreint tuttugu ára timabil. Veiðin er stundúð með 12stöngum á félagssvæðinu auk silungastanga i Meðalfellsvatni. Tekjur af veiðinni hafa verið mjög góðar I Kjósinni og munu vera greiddar á árinu 1979 um 36.5milij. kr. fyrir veiðina á öllu svæðinu. FLskræktar- framkvæmdir Veiðifélag Kjósahrepps hefur staðið fyrir ýmsum fiskræktar- aðgerðum, svo sem sleppingu seiða af ýmsum stærðum. Framan af var sleppt kvippoka- seiðum, siðar sumaröldum seið- um og loks gönguseiðum. Fé- lagið hefur gert ýmsar umbætur á gönguleiðum laxins með þvi að auðvelda fiski för um Poká- tosssem er oiariega i dm.,, 4 byggingu laxastiga í Laxfoss, sem er skammt frá sjó óg var tfmabundin hindrun fyrir göngu lax úpp ána. Fyrsta klak á íslandi Auk klakstarfsemi Veiði- félags Kjósarhrepps fyrr á ár- um hefur félagið unnið að lag- færingu á ánum sjálfum til að bæta hylji, auk veiðieftirlits og tilraunir hafa verið gerðar á siðustu árum til að eyða veiði- vargi og stefnt að þvi að koma i veg fyrir mengun á vatnasvæð- inu. Til gamans má geta þess, að fyrsta klak á Islandi var starfrækt á Reynivöllum árið 1884. Tveir leigutakar Eins og fyrr var skýrt frá er i samþykkt veiðifélagsins ákveð- ið að félagssvæðið sé leigt út til stangaveiði. Hefur félagið leigt annars vegar veiðina i Laxá og Bugðu og hins vegar veiði i Meðalfellsvatni. Leigutakar ánna hafa verið um árabil þeir Páll G. Jónsson og Jón H. Jóns- son, en félag sumarbústaðaeig- enda við Meðalfellsvatn hefur leigt veiðina i vatninu. 85 veiðistaðir 1 Laxá og Bugðu eru um 85 veiðistaðir viðs vegar um árnar og er veiði ákaflega misjöfn á einstökum veiðistöðum af eöli- legum ástæðum. Veiðifélagið hefur reynt að bæta aðstöðu veiðimanna og byggthefur ver- ið myndarlegt veiðimannahús i tengslum við skólahúsnæði að Asgarði, en þar er aðstaða fyrir mötuneyti veiðimanna. Þáhafa verið lagfærðir vegir að ánum og reynt að útbúa veiðistaði á nýjum stöðum, m.a. með þvi að setja stórgrýti á lygna staði i ánum. Hefur veiðifélagið varið verulegum fjárhæðum i fyrr- greindu skyni og til fiskvega- framkvæmdanna og seiðaslepp- inga. Arðskipting Arðskrá Veiðifélags Kjósarhrepps hefur tvisvar ver- ið endurskoðuð frá þvi að hún var fyrst sett árið 1950 og hefur hún breyst i þá veru að meiri jöfnuður hefur náðst i arðskipt- ingu. Þannig hefur hlutur þeirra, er mestan arð höfðu fyrst minnkað um fjórðung. enda hafa ákvæði laga um arð- skiptingu ix-eyst á timabilinu. 1 fyrstu gerð var i lögum það ein- ungis sagt um arðskrá, að taka ætti tillit til veiði en með lög- gjöfinni frá 1957 komu fyrr- greind ákvæði um landlengd og fleira inn í grundvöll þann, er arðskrá skal byggja á.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.