Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nż žjóšmįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nż žjóšmįl

						Fimmtudagur 26. janúur 1980
NÝ ÞJÓÐMÁL
Fræðslustarf Krabbameinsfélagsins:
Heimsóknir í 94 skóla
Siðustu þrjú árin hefur
Krabbameinsfélag Reykjavikur
sem kunnugt er staðið fyrir
óvenju umfangsmiklu fræðslu-
starfi i skólum landsins. Hefur
það vaxið með ári hverju og i
fyrravetur heimsótti fram-
kvæmdastjóri félagsins og
fræðslufulltrúi samtals 94
grunnskóla i öllum fræðslu-
umdæmum landsins. Fræddu
þeir nemendurna um áhrif
reykinga og um reykingavarnir
og sýndu kvikmyndir.
Sérstök áhersla var lögð á
þessa fræðslu i 6. 7, og 8 bekk
enda náði hún á skólaárinu til
fjögurra nemenda af hverjum
fimm i þessum bekkjum á öllu
landinu,  en  til  þriðjungs
nemenda i 4. og 5. bekk, og
fjórðungs nemenda i 9. bekk.
Samtals náði þessiþáttur
fræðslustarfsins til um 15
þúsund nemenda á skólaárinu.
Milli 40 og 50 skólar á höfuð-
borgarsvæðinu og viðar efndu
auk þess til skipulagðrar hóp-
vinnu nemenda i 6. bekk um
áhrif og afleiðingar reykinga.
Var fyrst og fremst stuðst við
fræðsluefni það sem Krabba-
meinsfélagið hefur gefið út sér-
staklega i þessu skyni en jafn-
framt beittu nemendurnir eigin
hugkvæmni i ríkum mæli.
Sýnishornum af vinnubrögðum
þeirra og árangri hópstarfsins
var brugðið upp á sýningunni,,
Svona gerum við" hinn 30. april
á Kjarvalsstöðum. Nemendur
úr Hvassaleitisskóla lýstu
hópvinnunni i heild sinni,
skýrðu veggmyndir sem hópar-
nir teiknuðu og fluttu frum-
saminn leikþátt. Nemendur úr
Alf tamýraskóla, Vesturbæja-
skóla og Vogaskóla fluttu einnig
frumsamið efni, leikþætti, sögu
og visur, og nemendur Ur
Æfinga- og tilraunaskólanum
lýstu niðurstöðum kannana er
þeir gerðu á reykingavenjum
nemenda i Kennaraháskólanum
og Stýrimannaskólanum og
báruþær saman. Dagskrá þessi
þótti takast prýðilega.
Veigamikill þáttur i fræðslu-
starfi Krabbameinsfélags
Reykjavikur i skólunum  er
Húó Lín:  KÍNAFRÉTTIR
Bakteríur notaðar
til að eyða mengun!
Stöðuvatn eitt i Mið-Kina, sem
áður var mikið mengað, er nú
fullt af fiski og rækju eftir að
mengun hefur verið eytt með
mjög ódýrri aðferð, þar sem
enginn kostnaðarsamur búnað-
ur er notaður, heldur aðeins
venjulegar bakteriur, sem lifa i
tjörnum og vötnum.
Já'er-vatnið i Hubei fylki er
7.000 hektarar aö stærð og
grunnt og hefur afrennsli i
Jangtze-fljót. Fiskar og rækjur
og jafnvel botngróöur var.að
deyja út, þegár frárennsli frá
þrem nálægum efnaverksmiðj-
um, sem tóku til starfa 1959,
menguðu vatnið.
Bakteriur i nátturunni geta
breytt eitruðum efnum l skað-
laus efni við sérstakar aðstæð-
ur. Það geta lika bakteriur, sem
lifa i náttúrlegum vötnum. A
grundvelli þessa hafa visinda-
menn við vatnaliffræðistomun-
ina i Hubei byrjað að eyöa
menguninni i Ja'er-vatni.
1976 geröu visindamenn með
aðstoð bænda á staðnum flóð-
garða kringum vatnið til þess að
mynda þrjár „hreinsunartjarn-
ir". Fyrsta og önnur tjörnin eru
100 hektarar að stærð og sú
þriðja 210 hektarar. Ohreint
vatn frá efnaverksmiðjunum er
leitt i' röri i fyrstu  tjörnina.
Rennsli skolpsins er temprað,
þannig að það renni hægt úr
einni tjörninni i aðra.
begar skolpið rennur i fyrstu
tjörnina, fara hakteriurnar,
sem þar erufyrir, aðbrjóta nið-
ur eiturefnin og gera þau að
plöntunæringur- fosfor og nitro-
gen. Þegar þörungarnir fá
þennan áburð i tjörnina, fjölgar
þeim óðfluga og leysa mikið af
súrefni út i vatnið. Þetta verður
til þess, að bakteriunum fjölgar
ákfalega mikið og þær éta svo
aftur eiturefnin.
Sama ferli er svo endurtekið i
annarri tjörninni.
Þegar biiiö er að meðhöndla
vatnið þannig með bakterium i
þessum tveim tjörnum i 100-120
daga, er búið að eiða 60 til um
það bil 90 pfósentum af éitur-
efnunum. Vatnið er þaleitt i
þriðju tjörnina, þar sem fiskur
er ræktaður með góðum
árangri. Fiskurinn sem þar er
alinn, er heilbrigður og að öllu
leyti eðlilegur. Þegar tilraunir
vorugerðarmeð þrjár hliðstæð-
ar tjarnir steyptar, drapst allur
fiskur, sem settur var i fyrstu
tjörnina. í annarri tjörninni lifði
fiskur aðeins i viku. Og i þriðju
tjörninni Bfði allur fiskur, og
sannaðist     þannig,     að
bekteriurnar höfðu unnið
hreinsunarstarf sitt vel.
Vatn, sem hleypt er úr þriðju
tjörninni út i Ja'er-vatnið, er nii
laust við mengun. Aður, þegar
verksmiðjuskolpið var ekki
hreinsað með bakterium vár
allt stöðuvatnið mengað, og
fiskum fækkaði i þvi. Þeir sem
voru veiddir, voru etói_hæfir til
matar.
Þessa aðferð má nota, þar
sem eru náttúruleg stöðuvötn
og tjarnir, að sögn Vangs
Deming, sem starfar sem að-
stoðarfélagi við vatnaliffræði-
stofnunina i HUbei, sem annast
hreinsunaráætlunina um
Ja'er-vatn. Þar eð bakteriur og
þörungar geta ekki lifað i of
menguðu vatni, bætti hann við,
er ráðlegt fyrir verksmiðjur að
forhreinsa skolpið, áður en þvi
er hleypt i „hreinsunartjarnirn-
ar".
Aðferðin, sem þróuð var i
Ja'er-vatni, hefur veriö notuö
við verksmiðjur i öðrum hlutum
Kina. Skolp frá Jinsjan-oliu-
efnaverksmiðjunni i Sjanghæ er
hreinsað með bakterium i tjörn-
um, áður en þvi er hleypti I sjó-
inn. Pappirsverksmiðja I
Qiqlhar iNorðaustur-Kina notar
náttiirulegt stöðuvatn til að
hreinsa skolp til þess að koma i
veg fyrir að Túnjiang-fljótið
mengist.
útgáfa blaðsins Takmark.
Blaðið flytur fréttir af reyk-
ingavarnastarfi i landinu.
einkum fræðslustarfinu i
skólunum og árangri þess, auk
erlendrafrétta og margs konar
annars fróðleiks um reykinga-
vandamálið. Fjögur tölublöð
komu út á skólaárinu, hið
siðasta i' byrjun maí. Flytur það
einkum ýmislegt efni varðandi
iþróttir, m.a. lýsa nokkrir
landsþekktir iþróttamenn
afstóðu sinni til reykinga. Að
meðtalinni sérútgáfu
Takmarks, litabókarblöð handa
8 og 9 ára börnum fóru meira
nen 106þúsund eintök af blaðinu
i skólana á timabilinu.
Krabbameinsfélag   Reykja-
vikur  veinni  nú  í  annað
sinn viðurkenningar til
reyklausra bekkja i grunn-
skólum. Hluti 166 sjöttu
bekkir þessa viðurkenningu, 69
sjöundu bekkir, 30 áttundu
bekkir og 8 niundu bekkir eða
samtals 273 en þab eru 30% af
öllum 6.-9. bekkjum i skólum
landsins. Hafði fjöldi viður-
kenninga til reyklausra bekkja
þrefaldast frá fyrra ári. Vitað er
að fjölmargir bekkir að auki
stóðu mjög nærri þvi að geta
fengið viðurkenningu en hún er
þvi aðeins veitt að enginn i
"bekknum reyki.
Fyrirhugað er að reykinga-
varnastarfið i skólunum haldi
áfram með svipuðu sniði i vetur
ef nægur stuðningur fæst af
hálfu rikis og sveitarfélaga.
(  ^
RIKISSPITALARNIR
lausar stðdur
LANDSPÍTALINN
Staða SÉRFRÆÐINGS i röntgengrein-
ingu við róntgendeild Landspitalans er
laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækj-
andi hafi sérþekkingu á röntgenskoðun
kransæða.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 23. febrúar n.k. Upplýsingar
veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000.
AÐST(H)ARLÆKNIR óskast frá 1. april
n.k. að Geðdeild Barnaspitala Hringsins
við Dalbraut.
Umsóknir er greini xldur, menntun og
fyrri störf sendist Srkifstofu rikisspital-
anna fyrir 19. febrúar n.k. Upplýsingar
veitir yfirlæknir i sima 84611.
Reykjavík, 20. janúar 1980.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SiMI 29000.
Lausar stöður
Stöður tveggja rannsóknarlögreglumanna
við lögreglustjóraembættið i Reykjavik
eru lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1980.
9. janúar 1980.
LÖGREGLUSTJÓRINN
í  REYKJAVÍK
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i 12 kV sæstreng yfir Eyjafjörð.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugávegi 118,
Reykjavik, frá og með mánudeginum 14.
janúar 1980, gegn óafturkræfri greiðslu kr.
1000,- fyrir hvert eintak.      ""
Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 föstudaiginn
7. febrúar n.k., að viðstöddum þeimbjóð-
endum er þess óska.         ,
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8